Berum enga ábyrgð á þeim

eyja figdigNú rignir yfir Ísland hælisleitendum á röngum forsendum, þar sem t.d. 2/3 hluti þeirra í september var frá Albaníu og Makedóníu. Ekki eru það stríðshrjáð sýrlensk börn. Fullhraustir ungir menn frá þessum og öðrum löndum taka sénsinn á því að koma hingað og nýta sér upplausnarástandið sem skópst fyrir botni Miðjarðarhafs, en á okkar kostnað og með okkar fyrirhöfn.

Snúum við strax

Auðvelt er að komast hingað eftir að búið er að lauma sér inn á Schengen- svæðið. Ef eitthvert vit á að vera í kerfinu hér, þá verður að snúa þeim umsvifalaust við sem ekki uppfylla einföld skilyrði eins og það að vera frá stríðshrjáðu landi til þess að umsóknin verði tekin til greina. Ekki á að taka mark á hælisumsókn frá þegnum landa sem eru í lagi, þótt erfitt sé að búa þar. Auðvitað er sósíalisminn ýmsum erfiður, en við getum ekki tekið á þeim mistökum annarra, nógu erfitt er slíkt hér á landi.

Milljón á mann?

Íslendingar gera sér fæstir grein fyrir því hvað þessi efnahags- ferðalög ungu mannanna kosta okkur. Hver og einn sem fær þessa flugu í höfuðið að sækja um á rokbitna eldfjallaskerinu (til þess gjarnan að koma sér síðan annað) er verulega íþyngjandi fyrir kerfin hér og væri næstum borgandi fyrir það að koma honum strax á braut annað, ef það ylli ekki meiri ásókn, sem það myndi að vísu gera.

En heilu stjórmálaflokkarnir hampa nú þessum hælisleitendum án þess að horfa neitt til staðreyndanna. Höfum þetta eins og Bretar, ekki í Schengen, enda er það barn síns Evrópusinnaða tíma.

 


mbl.is Þarf kannski að herða reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband