Villandi fyrirsögn um fleiri flóttamenn

Flottafolk BBCÍslendingar vilja hjálpa flóttafólki en ekki endilega fá fleiri flóttamenn. Fyrirsögn mbl.is er einmitt villandi, þar sem spurt var í skoðanakönnun fyrir Amnesty og niðurstaðan var: Tæplega 74% aðspurðra voru sammála þeirri fullyrðingu að íslensk stjórnvöld ættu að gera meira til að hjálpa þeim sem eru á flótta undan stríði eða ofsóknum.

Um hvað er spurt?

Það er reginmunur á ofangreindu og í fyrirsögn mbl.is: Flestir vilja fleiri flóttamenn. Ekki var spurt um það. Margir vilja aðstoða flóttafólk þar sem það er statt núna, yfirleitt í flóttamannabúðum, ss. í Líbanon. Enda ef t.d. Bandaríkin og Rússland semja um Sýrland og í andstöðunni gegn ISIS, þá er vænlegast að hjálpa fólki í búðunum þar til það getur snúið aftur heim, sem margir vilja, frekar en til Íslands. 

Ótakmarkað?

Ef spurt væri t.d.: vilt þú takmarka flæði flóttamanna til Íslands, þá segði meirihlutinn hugsanlega já, enda er ótakmarkaður straumur enn vitlausari en í Þýskalandi og Svíþjóð á síðasta ári áður en það varð takmarkað aftur.

Við viljum eflaust flest að ákveðnum fjölda á ári verði hleypt hingað inn og að íslenskir ráðamenn ákveði það, ekki ESB. Vandræði Schengen- svæðisins gera ekkert nema að aukast. Ísland úr Schengen strax.


mbl.is Flestir vilja fleiri flóttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband