Hætta stuðningi við viðskiptabann á Rússa

RusslandTiskaNú er gott tækifæri fyrir utanríkisráðherra og fráfarandi stjórn að hætta stuðningi við viðskiptabann á Rússa, svo að samband og viðskipti við þá komist í eðlilegt horf. Jákvæðir straumar á heimsmeistara- keppninni myndu hjálpa verulega til að snúa þeirri óheillaþróun við sem hófst með viðskiptabanninu, sem kemur okkur verst en ekki ESB sem kom því helst á.

Stjórnvöld geta vel mótmælt aðgerðum Rússa vegna ástandsins í Úkraínu, en ekki stutt við viðskiptabann, sem kallar á bann gagnvart Íslandi. Það er hagur beggja að halda öllu opnu.

Ef vinstri stjórn tekur við eftir 28. október er alveg skýrt að ESB- bannið á Rússa heldur áfram eins lengi og sú stjórn er við lýði.


mbl.is Bjóða upp á stuðningsmannaskírteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósa ólíkindatól til þess að velja ráðherra

PirataRadherraKjósendur sem velja Pírata til þess að stjórna landinu vita ekkert um það hvaða ráðherra ólíkindatólin myndu velja til þess að stjórna fyrir sig. Atkvæðin eru að því leyti greidd út í bláinn, en þó með þeirri vissu að óvissan er algjör.

Evrópusambandið notar þessa sömu aðferð að skipa sjálft þá sem ráða, svo að tengsl kjósenda við umboðsmenn sína verði hverfandi. Enda er árangurinn eftir því.


mbl.is Sækist ekki eftir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. október 2017

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband