Veruleg vinstri slagsíða

Skip vinstri halli strandVinstri hallinn á þjóðinni er orðinn slíkur, að erfitt verður að sigla skipi þess skammlaust, nema fleiri kjósendur hugsi alvarlega sinn gang fyrir þessar kosningar 28. október 2017. Hvert atkvæði greitt vinstri vængnum núna er í raun greitt Vinstri grænum vegna sterkrar stöðu Katrínar Jakobsdóttur í skoðanakönnunum. Þar með yrði stefna þess flokks ríkjandi næstu fjögur ár og það er þegnskylda okkar að kynna sér stefnu þess flokks, nýlegrar sögu hans og aðallega afrek þöglu deildarinnar, Steingríms J. og Svandísar Svavarsdóttur, sem fengju að leika sér ærlega í dótakassanum.

Miðjan í vandræðum

Hægri kratar og miðjan öll á í vandræðum með sig þessa dagana. Gömlu ESB- draumarnir munu ekki rætast og hún fæst ekki opinberlega til þess að styðja Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur samt stýrt málum í rétta átt fyrir þá kjósendur og aðra. Hvort á að sveiflast með tilfinningunum í hverju Lúkasarmáli af öðru sem blásið er upp af fjölmiðlum eða að horfa á staðreyndirnar, hvernig staðan er? 

Skýrir valkostir

Hvort er Sjálfstæðisflokkurinn eða Vinstri græn líklegri til þess að viðhalda jákvæðri stöðu íslenska þjóðfélagsins? Flest vitum við svarið og kjósum XD í leynilegri kosningunni.

PS: Haldið þið að það sé tilviljun að hægri er stjórnborði og að vinstri er bakborði?

 


mbl.is X-S er hástökkvari vikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2017

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband