Ekki viðræður frekar en við ESB

DSC_7938Vinstri græn vilja mörg hver leiða viðræður um stjórnarmyndun gerólíkra flokka, þar sem myndun vinstri stjórnar tókst ekki. En eðlilegast er að rétturinn til stjórnarmyndunar sé færður formanni Sjálfstæðisflokksins vegna útkomu kosninganna. Undanfærslur Forseta Íslands frá því að afhenda Bjarna Benediktssyni umboðið eru orðnar hjákátlegar og sýna vel hvernig vinstri hallinn er kominn á Bessastaði. 

Tilgangslausar viðræður

Maður talar ekkert andstæð sjónarmið á málefni saman í stjórnarmyndun, frekar en að Ísland verði talað inn í ESB með viðræðum, þrátt fyrir andstöðu kjósendanna við þær. Beinast liggur fyrir að mynda stjórn um borgaraleg málefni, þar sem Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsóknarflokkur stilla sína strengi saman og Flokkur fólksins styður þá stjórn með ákveðnum skilyrðum, það yrði farsælast. En til þess þarf að afhenda Bjarna Ben umboðið, annars verður ekkert nema innantómt hjal og einhver hjaðningavíg.

Vinstri græn hlutu ekki réttinn til þess að prófa vinstri, svo áttavillt og svo eitthvað kókómalt. Látum meirihluta kjósenda úr Alþingiskosningum ráða, ekki úr kosningum til Forseta Íslands.

PS: Myndin mín hér (tekin 7. nóv. 2017) sýnir Íslands- Tetris yfir Bessastöðum. Smellið aftur á hana til stækkunar.

 


mbl.is Þrjár ástæður til að hefja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2017

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband