Með Svarta Pétur í spilastokknum

PiratinnVG og Framsóknar- flokkurinn gætu hugsanlega náð saman, en að taka ESB- Samfylkinguna inn og bæta fjórum Pírata- ólíkindatólum við og treysta á það að enginn þessarra 32 þingmanna víki af stefnunni á fjórum árum er hámark bjartsýninnar. 

Óvissuspil

Fráfarandi stjórn hafði amk. eitt óvissuspil (wildcard) í sínum spilastokki, Björt Ólafsdóttur úr Bjartri framtíð, sem sýndi það strax að hún gæti verið Svarti Pétur í stokknum eða flokkur hennar. Nú láta Píratar vita að þeir muni ekki endilega verða leiðitamir. Á meðan þegir Samfylkingin þunnu hljóði um eina málið sem sérgreinir hana, ESB- SvartiPeturumsóknina. Það er gamla ESB- aðferðin, að ýta helstu ágreiningsmálum á undan sér en verða sammála um fjölda smærri þátta sem ekki skipta máli í stærra samhengi. Samfylkingin í heild gæti verið einn stór Svarti Pétur í þessari ríkisstjórn vegna helstu stefnumála sinna, sem eru í grunninn andstæð Framsóknarflokknum og Vinstri Grænum að hluta. 

BDMF yrði stöðugri

Framsóknarfólk og sjálfstæðismenn kusu langflest þrjá flokka í þessum kosningum: Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknar-flokkinn og Miðflokkinn. Þau eiga öll eðlilega samleið, eins og Sigmundur Davíð staðfesti núna, að hann vildi vel vinna með Sigurði Inga úr Framsókn. Að viðbættum Flokki Fólksins (sem Samfylking gæti varla unnið með vegna afstöðu til hælisleitenda) þá er þessi BDMF- hópur málefnalega og persónulega margfalt stöðugri eining til þess að stjórna landinu og að setja vitræn landslög heldur en Katrínar- hópurinn sem Forseti Íslands fann sig knúinn til að styðja vegna uppruna síns. Viðreisn passar hvorugum megin inn vegna ESB- þráhyggju sinnar og einangrast smám saman vegna þess.

Fjölmiðlar ekki til bjargar

Nú er helsta vonin sú að fjölmiðlar forði þjóðinni frá því að upplifa þessa ídealistastjórn Katrínar VG, með því að vera aðgangsharðir í spurningum sínum hvað hver flokkur muni gera ef beygt er í vinkilbeygju af stefnu hans, eins og Samfylking með ESB og Píratar með stjórnarskrá eða kerfisbreytingar. En líkurnar á því að þetta aðhald verði fyrir hendi frá t.d. RÚV eru nær engar.

Þetta yrði því vinstri stjórnin sem RÚV kom á með milljörðum króna frá okkur. Þvílík örlög.

 


mbl.is Fyrsti formlegi fundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2017

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband