Hver er Þrándur í Götu?

the_usual_suspects.pngHverjir skyldu það vera sem helst standa í vegi fyrir því að ESB- umsóknin verði dregin til baka, nú þegar ljóst er að hún er tilgangslaus? Jú, aðilar innan Sjálfstæðisflokksins. Enn þverskallast nokkrir áhrifamiklir ESB- sinnar við það að ljúka málinu, fella ríkisstjórnina og koma okkur fljótt á rétta braut. Hvað þarf til þess að þeir sjái ljósið og leyfi flokknum að komast úr sporunum? Á meðan forysta flokksins fæst ekki til þess að krefjast þess að ESB- umsóknarferlinu ljúki strax, þá heldur þessi ómögulega ríkisstjórn áfram óhæfuverkum sínum í óþökk þjóðarinnar.

Krefjumst þess að þingmenn taki af skarið, komi með tillögu um að ESB- umsóknin sé dregin til baka og að nafnakall verði við atkvæðagreiðsluna á þingi. Þá tekst að draga sannleikann fram í dagsljósið.


mbl.is ESB efast um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Voru óhæfuverkin ekki framin af sjálfstæðisflokki...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.5.2010 kl. 16:46

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Jakobína, sú umræða um orsök og afleiðingu er orðin nokkuð lúin (sérstaklega þegar Samfylkingunni er haldið utan hennar), en málið er hvað er gert í dag: tíma, orku, stefnu og stórfé eytt í mál eins og ESB- umsókn, sem er klárlega til óþurftar. Sá eltingarleikur smitast eins og veira út um allt, frá Icesave- greiðslum yfir í bann á glóperur. Ég trúi því að við séum í raun sammála um þetta mál.

Ívar Pálsson, 20.5.2010 kl. 17:36

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Á nú að kenna sjálfstæðisflokknum um þessa umsókn um aðild. Mér finnst að það eigi  að reka Össur úr stjórninni og það tafarlaust. Það eitt að hafa hugsjón og að eyna 6 plús milljörðum í hana þegar allir voru á móti umsókn um aðild að ESB er Landráð og væri túlkað svo í öllum löndum nema þar sem herstjórn er. 

Valdimar Samúelsson, 20.5.2010 kl. 17:58

4 Smámynd: Jens Guð

  Það er gaman að minnst sé á Þránd í Götu.  Sá færeyski kappi stóð gegn því Færeyingar þyrftu að borga skatta til Noregs og taka nauðugir upp kristna trú fyrir meira en 1000 árum.  Þar fyrir utan barðist Þrándur fyrir því að Færeyingar myndu menntast  Styttan í Götu af Þrándi er snilld.  Stöpull styttunnar er ekki láréttur heldur lóðréttur.  Þrándur stendur hinsvegar láréttur þvert út frá stöplinum.  Frábær túlkun á því hvað Þrándur var þver.

  Til gamans má geta að álfadísin Eivör kemur frá þessu litla sæta þorpi,  Götu í Færeyjum.  Hún á það sameiginlegt með Þrándi að láta ekki ráðskast með sig.  Stendur fast á sínu og fer í tónlistarsköpun sinni þvert á þær brautir sem markaðsmenn plötufyrirtækja reyna að beina henni.    

Jens Guð, 20.5.2010 kl. 22:31

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sá myndina af styttunni góðu,ef ættum að heiðra einhverja í þessari ríkisstjórn,með álíka hugkvæmni, ætti höfuð hennar að vera ofan,í sverðinum ósýnilegt,en afgangur búksins upp í loft.  Ívar má grína smá. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2010 kl. 23:09

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Gleymdi ? merkinu.

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2010 kl. 23:40

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Valdimar, hugsjón Össurar er orðin ansi blinduð. Jens, takk fyrir áhugaverða fróðleikinn um Þránd í Götu og Eivöru. Helga, góð!

Ívar Pálsson, 21.5.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband