Forseti þjóðarinnar

Forseti Íslands stóð aftur með þjóðinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins hóf strax einkabaráttu sína með Icesave, gegn meirihluta flokksmanna sinna í stærsta stjórmálaflokki landsins. Bjarni Benediktsson nýtir stöðu sína til þess að mæla með samningi sem landsfundur hans stóð ákveðið gegn.  Nú er ekki lengur um að ræða hans ískalda mat, heldur flokksins og þjóðarinnar sem stendur á móti þessu.

Til hvers eru menn kosnir?

Kaus fólk Sjálfstæðisflokkinn til þess að formaður hans berðist fyrir Icesave- gjörningi? Eða kaus það Vinstri græn til þess að Steingrímur J. gerði slíkt hið sama? Ég efast um hvort tveggja.  Bjarni Ben hefur komið sér í þessa vonlausu stöðu, eins og í janúar 2010 í stað þess að fylgja sínu fólki að málum. Hann ætti í mesta lagi að segja núna: „Ég hef sagt mitt um þessa samninga, nú gerir þjóðin það án frekari íhlutunar minnar “.

Líkindamat á upphæðum

Staðreyndir Icesave- málsins urðu nokkuð skýrar í lokin. Þannig varð t.d. nokkuð ljóst að engin skýr lagaleg skylda hvíldi á íslenska ríkinu að greiða þetta. Rökin færðust þá yfir á hræðsluna vegna dómsmála og það verður meginröksemdin. Vonandi fer þá fram alvöru líkindamat á upphæðunum í slíku fram, því að svo virðist sem við yrðum í mesta lagi verða dæmd til þess að greiða nokkurn veginn samningsupphæðina.

Lýðræðið alla leið

Sem Sjálfstæðismaður geri ég þá kröfu til flokks míns að lýðræðið í honum nái fram að ganga. Ef svo undarlega vill til að skoðanir flokksmanna hafa snúist í átt til forystunnar, þá þarf að kanna hug þeirra áður en forystan fer að nota fé og tíma flokksforystunnar til þess að berjast fyrir Icesave- klöfunum, sem eru ekki „bara“ þessir eilífðar 50 milljarðar króna heldur margföld upphæð í venjulegum gegnissveiflum.


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það var mikil ógæfa að það skyldi ekki vera einhver annar sem sagði "Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna í útlöndum!". 

Ríkisstjórn sem hefur sameinast um það baráttumál fyrst og helst að úthrópa þann mann  og þann stjórnmálaflokk sem hann starfar í, getur ekki verið þekkt fyrir að ljá þeim fleygu orðum frekara vægi en orðið er. Sú sama ríkisstjórn hefur eftirlátið forseta lýðveldisins að hafa frumkvæði í því að kynna málstað Íslands á erlendri grund, sem er ágætt út af fyrir sig.

En það er ekki ágætt að sú hin sama ríkisstjórn skuli sveitast blóðinu við að gefast upp fyrir þeirri fjárkúgun sem forsetinn hefur mótmælt og sem áður nefndur stjórnmálamaður gerði svo eftirminnilega haustið 2008.

Flosi Kristjánsson, 20.2.2011 kl. 21:28

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Vel mælt, Flosi.

Ívar Pálsson, 20.2.2011 kl. 22:16

3 Smámynd: Einar Karl

Flosi bætir raunar við orðunum "í útlöndum" við ummælin fleygu. En það byggist kannski á því að það var jú það sem var meint.

Við vorum jú búin að greiða nákvæmlega sambærilegar skuldir sömu óreiðumanna á Íslandi.

Boðskapur Forsetans er þessi: Bretar og Hollendingar mega gera kröfur í þrotabúið, eins og aðrir (útlendir) kröfuhafar, EFTIR að íslenska þjóðin er búin að taka úr búinu það sem við viljum.

Einar Karl, 21.2.2011 kl. 09:51

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Einar Karl, ég sé ekkert að því að hver þjóð skattgreiðenda ákveði að bæta aðeins tjón hruns í sínu landi, ekki í öðrum löndum.

Ívar Pálsson, 21.2.2011 kl. 11:00

5 Smámynd: Einar Karl

... "að því að hver þjóð skattgreiðenda ákveði að bæta aðeins tjón hruns í sínu landi " með peningum frá öðrum löndum og úr vasa þegna annarra landa ??

Icesave innstæðurnar voru inni í þrotabúinu. Við (íslenska ríkið) tókum yfir þrotabúið, tókum þær eignir og skuldir sem okkur hentaði og settum í nýjan banka.

Við tókum sumar skuldir, m.a. allar skuldir bankans gagnvart íslenskum innstæðueigendum og eignir á móti, inn í nýja bankann.

Mér finnst þetta ekki ganga upp, að segja B&H að hirða úr því sem eftir stendur, hvorki lagalega né siðferðislega.

Einar Karl, 21.2.2011 kl. 11:27

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Við skattgreiðendur fáum ekkert nettó út úr þrotabúinu, þetta er allt spurning um forgangskröfur: Íslenskir skattgreiðendur samþykkja ekki að erlendar kröfur njóti forgangs þegar þeir voru látnir ákveða að verja innlánseigendur á Íslandi.

Okkur var í sjálfsvald sett hvað við bættum. Ekki var ég sammála öllu því, t.d. var engin hámarksupphæð og svo voru peningamarkaðs- sjóðirnir líka bættir.  Ég varaði við því löngu áður að hræra í eignunum.

En þær vitleysur eiga ekki að skuldbinda okkur enn frekar útí í heimi, hvað þá siðferðislega. Ein eyðsla bætir ekki aðra. Niðjar mínir munu þurfa að borga alvöru peninga, ekki siðferðis- krónur sem sveiflast með vindinum og fjölmiðlaumræðunni.

Ívar Pálsson, 21.2.2011 kl. 13:49

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir með síðuritara en sé ekkert að því þótt bent sé á vafasama innstæðutryggingu íslenskra peningamanna eftir hrun bankanna. Það var auðvitað eins og blaut tuska í andlit Breta og Hollendinga.

Árni Gunnarsson, 21.2.2011 kl. 15:50

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ráðlegg Einari Karli og öðrum einlægum áhangendum þess að bæta ríkissjóðum Hollands og Bretlands icesave tjónið að setja sig í samband við utanríkisráðuneytið og kanna með hvaða hætti þeir geta látið frjáls framlög af hendi.

Magnús Sigurðsson, 21.2.2011 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband