Katla: Upplýsingastreymi ábótavant?

katla2011skjalftavefsja0718kl0818a.pngJarðskjálftahrinan í Kötlu sl. nótt sýndi okkur hve öryggið er lítið í því upplýsingastreymi sem á að eiga sér stað vegna jarðhræringa í Kötlu. (Sjá aths. neðst: Vefurinn á Vedur.is slökkti á öllu streymi um jarðhræringar um leið og skjálftahrinan á milli kl. 02:00 og 03:00 átti sér stað í nótt). Upplýstir vegfarendur sem vilja ekki taka áhættuna á því að lenda í margföldu vatnsmagni Amazon- fljóts á Mýrdalssandi eða í fjallgöngu á Fimmvörðuháls fá hvergi upplýsingar um skjálftana, því að eina veitan er Veðurstofan, sem slekkur bara á þeim hluta vefsins sem sýnir jarðhræringar.

Vefurinn virðist bregðast vegna álags um leið og jarðskjálftahrina hefst. Ég fann enga aðra leið er til þess að nálgast skjálftaupplýsingarnar. Miðla ætti tækniupplýsingunum sjálfkrafa til annarra aðila líka til þess að kerfið bregðist ekki.

Líkur eru á því að næst þegar Katla gýs, þá verði engar upplýsingar að fá sem varað gætu við hættunni á komandi gosi í tæka tíð til þess að geta forðað sér af nánasta áhrifasvæði gossins, eða hreinlega ekki farið þangað. Atburðirnir sl. nótt staðfestu þá skoðun. 

katla20110718listi.png

 


mbl.is Skjálftahrina í Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Ég fylgist með þessu í nótt og gat ekki séð að vefurinn hafi slökkt á sér, hægt á sér eða neitt þvíumlíkt.  Það eina sem ég hef við þetta að athuga er að skjálftinn stóri er ýmist skráður 2,6 á richter eða 3,8.  Þetta er um 15 faldur munur á styrkleika.  Upphaflega sjálfvirka mælingin sagði 3,8 og miðað við gögn sem strax sáust t.d. hér  http://www.simnet.is/jonfr500/earthquake/tremoris.htm  þá virðist um nokkuð stóran skjálfta að ræða.  Einhverra hluta vegna lækkaði Veðurstofan svo skjálftann í 2,6.  Þetta þarfnast skýringa. 

Ég vil þó þrátt fyrir allt taka hattinn ofan fyrir Veðurstofuna fyrir frábæra upplýsingagjöf almennt varðandi jarðhræringar, ég fullyrði að hvergi í heiminum er betri rauntímaupplýsingar að finna  varðandi skjálfta, óróa, vatnafar ofl. en auðvitað viljum við hafa þetta fullkomið.

Óskar, 18.7.2011 kl. 12:39

2 identicon

Sæll Ívar Það eru mun betri upplýsingar frá sjáendum/bloggurum á heimasíðu minni um raunástand undir Goðabunngu Kötlu og Hamrinum.

Ég hef skoðað þetta frá 2009 og sett reglulega inn sýnir sem komið hafa fram en varað við gosi undir Hamrinum fyrir þrem mánuðum síðan.

Staðan er þannig núna að Katla getur skotið af sér hvenær sem er og ekki útilokað að það verði líka skot við Hamarinn á sama tíma á leið norður eftir sprungu sem hefur verið að víkka undanfarin 2 ár.

nánar á www.heilun.blogcentral.is

Goðabunga/Hamarinn

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 13:12

3 Smámynd: Óskar

Ég verð að viðurkenna að ég skoða stundum síðuna sem Þór vísar í mér til skemmtunar en að taka mark á þessu frekar en vísindamönnum dettur mér ekki til hugar.  Samkvæmt síðunni hans Þórs og spádómum hans ætti þegar að vera fyrir lifandis löngu skollin á gríðarleg heimskreppa, Kalifornía orðin rústir einar og ég veit ekki hvað og hvað.  Auðvitað eru "sjáendur" duglegir að benda á þessi fáu skipti sem þeir hafa rétt fyrir sér en tala minna um þegar þeim skjátlast sem reyndar er mun oftar. 

Óskar, 18.7.2011 kl. 13:40

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Óskar, ég tók afrit af vefnum í morgun sem sýnir að engir skjálftar voru sjáanlegir yfirleitt, heldur ekki sá stærsti. Sjá viðbættan tengil neðst í textanum hér að ofan. Engar upplýsingar var að fá í morgun, fimm klukkustundum eftir skjálftahrinuna. Síðan fraus vefur Veðurstofunnar einhver ntíma á milli kl. 8 og 9 í morgun. Upplýsingaöryggið er afar takmarkað, það er ljóst.

Takk fyrir tengilinn, Þór. Það getur verið erfitt að tímasetja raunheim við andans svið, en haldið áfram að reyna.

Ívar Pálsson, 18.7.2011 kl. 14:00

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Nú renna á mig tvær grímur vegna þessa: Þegar ég leitaði upplýsinganna um það í morgun, þá hafði hreinlega ekkert hreyfst í Kötlu, það er rétt hjá Óskari. En þegar ég leitaði staðfestingar á því í morgun, þá fraus vefur Veðurstofunnar, sem er eini tengillinn um þessar mælingar. Stóri skjálftinn var líka ekki skráður sem 3,8 heldur 2,6 sem olli ruglingi.

Ég biðst því afsökunar til Veðurstofunnar á meginefni þessarar færslu, sem er rangt. Auðveldast væri að þurrka það út, en ég geri það ekki í von um það að fólk velt því fyrir sér hvernig upplýsingaflæði gengur fyrir sig þegar Katla gýs næst.

Ívar Pálsson, 18.7.2011 kl. 14:45

6 identicon

sæll Óskar

Því miður mun California verða fyrir skemmdum rétt eins og japan og ef þú ferð inn á aðrir vefir á Veðurstofu erlendar stöðvar þá sérðu að þeir skipta tugum skjálftar við Japan á hverjum sólarhring yfir 5.Eldgos á þrem stöðum í einu er sérstakt en mér er alveg rótt með spána mína og annarra sem rita sýnar sýnir þar inn.

California og Illinois eru gjaldþrota eins og ég sagði 2009 Minneapolis búið að loka öllum samgöngustöðum í ríkinu og hvað skyldi ganga þar á? 15 önnur ríki eru á brúninni fjárhagslega og ekki blæs byrlega fyrir Evrópu en allt er þetta nú inni.

Merkilegt er að fyrir 3 mánuðum lýsti einn   sinni sýn í commennti með Hamarinn en þar átti ekkert að vera en hvað skeður jú þar er heil eldstöð sem enginn vissi um.

Þá er það þegar séð fyrir að eyðingarmáttur fellibylja sem skella á USA verða þeir hörðustu hingað til vegna duttlunga í náttúrunni.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 17:28

7 Smámynd: Óskar

Sæll Þór , það er nú alls ekki rétt að enginn hafi vitað um Hamarinn.  Það hefur verið vitað í áratugi að Hamarinn væri megineldstöð í Bárðarbungukerfinu og síðustu ár hefur Hamarinn reglulega komist í fréttir vegna jarðskjálfta á því svæði.  - Það er auðvelt að koma með 1000 spádóma og benda svo á þessa 5 sem rætast en tala ekkert um hina 995.  Klukka sem er stopp er rétt tvisvar á sólarhring!

Óskar, 18.7.2011 kl. 19:24

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig væri nú að hinn glöggi sjáandi tæki nú ómakið af jarðfræðingum og upplýsti okkur um hvort eða henær Katla mun gjósa.

Dagsetning væri nór, en klukkuslétt yrði frábært. Ef ekki þá er þetta bara gamli loddarahátturinn á ferð eins og í öllum tilfellum fram að þessu.

Koma svo Þór!

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2011 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband