Bláfjöllin flott

DSC02939 Chamonix 2006 IP

Skíðafærið í Bláfjöllum var unaðslegt í gær. Fólk sveif um í púðrinu og loftið sindraði af kristöllum í sólskininu. Svona dagar lyfta sálinni á hærra plan, í Alpatilfinningu. Ég dáðist að landinu af tindinum og óskaði sem flestum að upplifa svona stundir.

Nú er tækifærið, grípið það ef heilsan leyfir. Farið sem fyrst af stað. Já, núna!

PS: Klæðist frekar of vel  heldur en of lítið. Hreyfingin er svo stutt miðað við kyrrstöðuna. Skíðagleraugu og auka lambhúshetta er nauðsynlegur búnaður á fjöllum á íslenskum vetri.

PS.PS.: Skálafell var líka mjög skemmtilegt um daginn. Verulega lofsvert framtak drífandi fólks.


mbl.is Frábært færi í fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Frábært!   

PS hinn helmingurinn þeysist nú um Vatnajökul og nágrenni as we speak!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.3.2012 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband