Hvað þarf annars mikið til?

PirateHood

Er ekki nóg að hryðjuverkasamtök sýni afhöfðanir á netinu til þess að loka megi vefsetrum þeirra? Þingmanni Pírata virðist ekki finnast það og birti því netsvindl- hlekk til þess að við megum kynnast sjónarmiðum afhausaranna betur. Eða eins og hann segir á bloggi sínu:  

„Þetta snýst um rétt þinn, lesandi góður, til að vera upplýstur um hvað það er sem Ríki Islams segir, trúir og vill.“

Einhver ykkar kusu því Píratann til þess að þvinga fram birtingu á málstað afhausaranna svo að t.d. óharðnaðir unglingar megi fá réttlætingu á aðgerðum öfgafyllstu ofbeldismanna síðari tíma.

Ég fylgi baráttu fólks til birtingar upplýsinga á netinu, t.d. frá ríki og borg, svo að leyndarhyggjan fái ekki að blómstra endalaust. En ef ráðandi aðilar þurfa að velta fyrir sér hvort loka eigi íslenskri hryðjuverkasíðu fjöldamorðingja, eða þá t.d. barnaníði, þá þurfa þeir hinir sömu að fara í einhvers konar siðferðismat, sem amk. þarf fyrir setu á Alþingi, löggjafarsamkundunni okkar. 


mbl.is „Hafa eyðilagt mikið fyrir okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þér hjartanlega sammála.-Það snýst um rétt lesenda,skrifa Píratar. - Mér sýnist nú halla frekar á rétt þeirra miklu fleiri sem hafa andstyggð á ógeðfelldu siðleysi fjöldamorðingjanna, opinberaði á myndbandi.

Helga Kristjánsdóttir, 13.10.2014 kl. 16:01

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er ósammála. Ég vil hafa þetta opið, svo ég viti hverskyns lýður það er sem Innanríkisráðuneytið vill ekki að ég (eða nokkur annar) skjóti á ef þeir birtast hér um slóðir.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.10.2014 kl. 16:24

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að sitjandi stjórnvald eins og RÍKIS lögreglustóri og hans starfsfélagar á erlendum vettangi ákveða að allt sem tengist islam/múslimum sé óæskilegt/ólögleg ; þá ættu þeir bara að þurfa að smella fingri til að loka öllum heima-síðum sem tengjast slíkri starfsemi: HVAÐ SEGIR NÚGILDANDI STJÓRNARSKRÁ?*

>74.gr."BANNA MÁ starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang".

http://www.t24.is/?p=5993

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/04/01/stridid_hefur_kostad_yfir_150_thusund_mannslif/

Jón Þórhallsson, 13.10.2014 kl. 16:31

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Ásgrímur, það hljóta að vera einhver mörk fyrir því hvað samtök geta birt á netinu. Þótt þau noti síðan íslenska hlutann í einhverja spari-hlið á sér á ekki að skipta máli. Ofbeldis- öfgar þessa hóps eru þvílíkar að alkaída sver þá af sér sem öfgahóp! Hafa menn horft of oft á Hostel og Kill Bill til þess að halda að raunveruleikinn megi líka vera svona inni í herbergi krakkanna? Hver eru þín mörk, Ásgrímur?

Ívar Pálsson, 13.10.2014 kl. 16:54

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég nenni ekki að skifta mér af einhverjum innbyrðis rifrildum milli ISIS & alkæda. Þau koma mér ansi hreint lítið við.

Hitt er annað, að það held ég að þessir peyjar megi þvaðra það sem þeir vilja á netinu, hvort sem þeir telja sér það til framdráttar eður ei.

Og krakkar, hef ég tekið eftir, eru mjög lunknir, lunknari en ég og þú, við að finna hverskyns viðbjóð á netinu, sem þeir svo horfa á og sýna félögum sínum.

Vegna þess að þannig eru krakkar.

Svo segja þeir þér ekkert frá því.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.10.2014 kl. 17:47

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ívar. Ég er þér hjartanlega sammála.

Við þurfum að taka þessi mál föstum tökum og hiklaust loka án tafar vefsetrum hryðjuverkasamtaka sem nota .is

Ágúst H Bjarnason, 14.10.2014 kl. 11:07

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé ekki ástæðu til að gefa afslátt frá þokkalega unnum siðareglum netsins þó píratabusar séu á annari skoðun.

Árni Gunnarsson, 14.10.2014 kl. 17:35

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Gott og blessað að hafa frjálst net, en ekki að leyfa .IS lands- lénin (hvar sem þau eru hýst) til stuðnings ofbeldis- hryðjuverkasamtökum eða að hýsa neina slíka vefi á Íslandi, hvaða yfirléni sem þeir tilheyra.Jafnvel Ásgrímur hér að ofan treystir sér ekki til að lýsa hvaða mörk hann dregur. Einhver hljóta þau að vera hjá hvejum og einum.

Ívar Pálsson, 14.10.2014 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband