Enn á að rugga bátum sem sigla vel

Timinn sveigdurÉg hélt virkilega að endalok Jóhönnu- stjórnar þýddi það að hætt yrði að hrófla við hverju því sem vel hafði reynst, en það var einn helsti aðall hennar. Því miður virðist hafa myndast hefð sem erfitt er að snúa við, hvort sem það er um að leggja niður flugvelli, leggja á óþarfa skatta eða eins og núna að breyta klukkunni svo að veturinn verði mánuði lengur í vökulífi okkar, en sem kunnugt er þá tekur hann drýgstan tíma ársins á Íslandi.

Hádegi er á góðum stað

Hér er sólin hæst á lofti að meðaltali um kl. 13:15. Sjálfskvalar- stefna þeirra sem vilja færa þetta til um kl.12:15 er óskiljanleg fyrir flest okkar sem vilja vera tímanum lengur í birtunni með börnunum okkar eða við athafnir okkar þegar við komum t.d. úr vinnunni. Gæði einnar klukkustundar snemma að morgni eða í eftirmiðdaginn eru ekki þau sömu, þar sem annars er um að ræða (fyrir flesta) vinnu en hins vegar frítíma. Höldum klukkunni á sínum stað eins og síðustu áratugi.

Ef við ætlum að græða á daginn, þá verður að vera eftir einhver birta til þess að grilla á kvöldin.


mbl.is Svona dimmir með breyttri klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég tel reyndar að breyting í klukkunni hefði nánast enginn á hrif á það hvort fólk grillar á kvöldin. Hef ekki mikið orðið var við að fólk norpi yfir grillinu langt fram á vetur. Sumarkvöldin eru það löng að áhrif breytinganna gætir ekki fyrr en seinni partinn í september, og þá er þorri þjóðarinnar hættur að grilla hvort eð er.

Erlingur Alfreð Jónsson, 7.12.2014 kl. 13:44

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Síðasta athugasemdin var nú bara nett tilvitnun, Erlingur Alfreð. Aðallega á ég við að samvistartími með vinum og fjölskyldu er mikilvægari heldur en iðnbyltingartíminn snemma á morgnana.

Ívar Pálsson, 7.12.2014 kl. 15:00

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála, og skemmtileg lokaorð. Þessi klukkuumræða minnir okkur á að endurreisa þarf sanna íhaldsstefnu; breytum ekki því sem reynslan sannar að virkar.

Páll Vilhjálmsson, 7.12.2014 kl. 15:28

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Klukkan hefur minnst um það að segja í okkar þjóðfélagi hvort við verjum samverustundum með vinum og fjölskyldu seinni part dags yfir háskammdegið.

Annars plagar það mig svo sem ekki neitt þó klukkan sé rangstillt miðað við hnattstöðu. Til samanburðar er ég staddur í Vilnius og hér var sólarupprás kl. 0830 í morgun og komið myrkur um 1630.

Þjóðfélagið okkar á bara við mikilvægari málefni að etja en hvernig klukkan er stillt og gildir einu hvort hún er rétt miðað við hnattstðu eður ei.

Erlingur Alfreð Jónsson, 7.12.2014 kl. 21:56

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Páll. Árátta pólitíkusa að setja mark sitt á tilveruna má alveg beinast að öðru en því sem vel hefur reynst.

Erlingur Alfreð, einmitt við höfum annað þarfara að gera en að hræra í klukkunni. 

Ívar Pálsson, 7.12.2014 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband