Nauðsyn fjármögnuð með því að hætta við óþurftir

Malbik-peningarHeilbrigð skynsemi verður vonandi ofan á í borginni, eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins um að fjármagna götuviðgerðir með því að hætta við þrengingu Grensássvegar, þar sem 13000 bílar á dag eiga að fara að standa hálfkyrrir eða þrengja að annarri umferð.

Halda mætti síðan áfram og hætta við  Hofsvallagötu- breytingarnar, sem sannarlega eru að komast á annað stig með einhverjar 300 milljónir í sóun, þar sem lokareikningur þess fer þá eflaust yfir 400 milljónir, með öllu sem áður gekk á og var tekið af að hluta aftur.

Dagur B., Hjálmar & Co verða að fara að standa ábyrgir fyrir afglöpum sínum. Fáum allar reiðhjólatölurnar fram og hvað var gert við bílaumferðina, nú þegar metsala er í bílum og metmánuðir umferðar detta inn.


mbl.is Mikið tjón á gatnakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Væri ekki einfaldast að sleppa þessari þrengingu og setja 160 milljónir í viðhald á gatnakerfinu?????

Jóhann Elíasson, 26.2.2015 kl. 14:09

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, einmitt Jóhann, eins og tillagan gerir ráð fyrir.

Ívar Pálsson, 26.2.2015 kl. 14:46

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Umferðaröryggið fer fyrir lítið þegar ökumaður þarf að einblína á götuna til þess að varast holurnar í stað þess að fylgjast með umhverfi sínu.  Af hverju ganga þessir spekingar ekki alla leið og hreinlega loka götunum í borginni fyrir bílaumferð?

Kolbrún Hilmars, 26.2.2015 kl. 15:43

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að aka um götur Reykjavíkur er farið að líkjast færð í arfaslæmri svigskíðabraut.

Ragnhildur Kolka, 26.2.2015 kl. 17:04

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt,sonur minn lenti í einni skarpri,sem splundraði dekki og beyglaði felgu,fleiri fóru í þá sömu á eftir honum.Spurningu um skaðabætur var svarað þannig af tryggingarfélagi,að gatnagerðin verði að hafa vitað af holunni,svo hún væri bótaskyld.-Dæmigert!! En stráksi skrifaði lýsingu með nákæmri tímasetningu og sendi tryggingarfélaginu.Svo er bara að sjá til.

Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2015 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband