Íbúarnir aldrei spurðir

Við Skerfirðingar sem myndum þessa flugvallarbyggð virðumst engu máli skipta í allri þessari umræðu. Við viljum flest flugvöllinn áfram á sínum stað. Hér er gott að vera og engin ástæða til að breyta því, enda engin þörf á að rústa bæði byggð og náttúru Skerjafjarðar með því að færa nýuppgerðan flugvöll til um þrjá kílómetra af því að einhverjum datt í hug að eyða milljarðatugum til einskis.

Uppskrúfað lóðarmat Vatnsmýrar er um blokkir sem enginn vill. Auðvelt er að lengja austur- vestur brautina út í sjó ef þörf er á því, en flestar vélar nota skemmri velli í dag. Reykjavík hefur þróast út frá legu vallarins og virði hverrar fasteignar í fluglínu miðast við það.

Löngusker er yndislegur staður í miðju fallegs fjarðar, með fuglalífi, grásleppumiðum og annarri alvöru náttúru. Ég var í bátnum með Hrafni Gunnlaugssyni forðum þegar hann sprengdi dínamitið þar. Ekki grunaði mig að hann myndi henda öllu stærri sprengju á skerin með þessari gölnu hugmynd, sem R- listinn tók upp á arma sína. Vinsamlegast gerið ykkur grein fyrir því að rústun Lönguskerja er út í hött. Við skulum fara þangað á kajak á góðum degi, þá sjáið þið vitleysuna í þessu.


mbl.is Skýrsla um flugvöll birt í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Mikið er ég sammála þér! Þarna eigum við samleið eins og reyndar víðar. Það er ekki nóg með að í allri þessari vitlausu umræðu um þennan flugvöll skiptið þið "nágrannarnir" engu máli heldur virðast þeir sem völlinn nota, líka algjörlega hafa gleymst. Af hverju eiga íbúar í Reykjavík einir að hafa atkvæðarétt í málinu? Fæstir af þeim nota þennan völl jafn mikið og þeir sem ferðast þurfa til borgarinnar. Af hverjum höfum við ekki bara nýja atkvæðagreiðslu þar sem þeir einir fá að taka þátt sem um völlin fara? Látum þá atkvæðagreiðslu standa yfir í svona 6 mánuði og allir sem um völlinn fara fá að kjósa í hvert sinn sem þeir fara um völlinn. Hvernig skyldi niðurstaðan verða? Allt tal um að flytja völlinn til Keflavíkur er að mínu mati galin því gleymum því ekki að hvert ferðalag hefst þegar maður lokar hurðinni heima hjá sér og leggur af stað (út á völl), og endar þegar þú ert kominn á áfangastað, en ekki, þegar þú ert kominn á völl A og endar ekki á velli B. Þetta virðist mörgum sem hafa látið ljós sitt skína um ágæti Keflavíkurvallar fyrir innanlandsflug, hafa yfirsést. Ég held að slík ráðstöfun myndi einfaldlega ganga af innanlandsfluginu dauðu. Svo margir myndu fara akandi milli A og B að rekstrargrundvöllurinn fyrir fluginu myndi hrynja. Algjörlega sammála borgarstjóranum, Keflavíkurflugvöllur er ekki valkostur í stöðunni. Lönguskerin á líka að láta í friði eins og þau eru og alls ekki skýjakljúfa í Mýrina. Því segi ég; Völlinn áfram þar sem hann er, ég nota hann mikið og farið því endilega að byggja almennilega flugstöð þar í stað þessara skúra sem þar eru nú, algjörlega ófullnægjandi og öllum til vansæmda.

Viðar Friðgeirsson, 17.4.2007 kl. 17:32

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Viðar, ég sem notandi vallarins er einnig eðlilega fylgjandi honum. Ótal sinnum hef ég ferðast með erlenda fiskkaupendur að morgni vestur eða norður og heim að kveldi. Sem starfsmaður vallarins forðum þá sá ég hvernig íslensk veður létu farþega gjarnan ferðast eins og jójó á milli vallar og íverustaðar, en lenda stundum í því að flugi var aflýst þann dag. Ef flugvöllurinn væri í Keflavík, þá myndi enginn eyða dögum sínum í þannig hjakk. Þá væri betra að taka rútu vestur.

Ívar Pálsson, 17.4.2007 kl. 18:11

3 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Það er akkúrat málið. Tíminn er of dýrmætur fyrir þá sem völlinn nota til að vera eyða honum í einhver ferðalög út á völl. Og hvar eru nú allir umhverfisverndarsinnarnir þegar menn vilja endilega rústa Skerjafirðinum til að geta byggt fleiri steinsteypublokkir í hjarta borgarinnar. Og flott væri að fá völlinn í stórhríðina sem stundum geysar uppi á Hólmsheiði. Hef nú kynnst henni vel á undanförnum ferðalögum mínum til og frá vellinum. Væri annars fínt fyrir mig á stundum að hafa hann þar, stutt að fara. Furðulega vitlaus þesssi umræða öll en þó svolítið gaman af henni á stundum. Hvernig lýst þér annars á þá hugmynd að við sem notum völlinn mest fáum bara að ráða því hvort hannverður eða fer? Kveðja.

Viðar Friðgeirsson, 17.4.2007 kl. 18:36

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Óvitlaus hugmynd að þau sem noti völlinn kjósi um staðsetningu hans, en sem stjórnarmaður í Prýðifélaginu Skildi, sem er félag íbúa sunnan Reykjavíkurflugvallar, þá finnst mér að íbúarnir við völlinn megi amk. koma áliti sýni á framfæri, sem er helst það að völlurinn fái að vera í friði. Það gladdi litla hjartað mitt í samgönguumræðunum í Sjónvarpinu áðan að flestir flokkar urðu allt í einu sammála samgönguráðherra að völlurinn fengi að standa.

Ónefnt mál er að sjálfsagt er að leggja niður brautina sem aldrei er notuð (frá Tanngarði að Shellstöðinni gömlu). Hún er til þrauta- þrautavara, en tekur bara pláss og losar um hálft hverfi þegar hún fer.

Ívar Pálsson, 17.4.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Áhugavert. Hef mikið skrifað um þetta á Málefnin og á Innherja í den.

Flugvöllurinn þar sem hann er er alveg frábær. Þetta tal um að hann sé í hjarta miðbæjar eru miklar rangfærslur. Miðbærinn er kílómeter í norður og aðskildur heldur betur með Þingholtunum og Tjörninni og síðasta slysinu: Hringbraut hinni nýju.  Það er ekki séns að þetta svæði verði miðbær, nema kraftaverk gerist á mörgum hillum þjóðfélagsins.

Það verður flott að fá góða samgöngumiðstöð þarna, sem sameinar betur flugið, strætó og rútur ef ég skil það rétt.

Helst vildi ég fá millilandaflugið í Vatnsmýrina en kannski er til of mikils ætlast? Er ansi þreyttur á þessari Keflavíkurleið. Lítið t.a.m. á Boston sem er mað alþjóðaflugvöll í hjarta borgarinnar. Mikil hagræðing.

Ólafur Þórðarson, 20.4.2007 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband