Takk, Íslensk erfðagreining!

Kari Stefansson DecodeVerulega munar um jáeindaskannann, gjöf Íslenskrar efðagreiningar til þjóðarinnar. Nákvæm og skjót greining meina er lykilatriði til betri lækninga og rannsókna. Kvöl og angist krabbameinssjúklinga mun örugglega minnka, þar sem aðgegni að slíku tæki hlýtur að aukast. Þörf var á góðum fréttum í þessum málum núna.

Virðum það sem vel er gert. Kærar þakkir.


mbl.is Gefur þjóðinni jáeindaskanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er verulega flott hjá Kára og því miður virðist fólk ekki gera sér almennilega grein fyrir hversu stór gjöf þetta er.

Jóhann Elíasson, 13.8.2015 kl. 08:37

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er satt, Jóhann. Hugarvíl og kvalir eins ættingja míns væru t.d. örugglega minni ef hægt væri að komast í tækið í stað þess að hringsóla um í kerfinu með ómarkvissum nasista- ástungum og ágiskunum um líkamlegt ástand eftir þokukenndum myndum, hvort réttlætanlegt sé að fara út til Kaupmannahafnar eða ekki af því að maður verður fyrst að bíða og vera orðinn viss um að um krabbamein sé að ræða áður en slík för væri réttlætanleg! Catch 22 alla leið.

Ívar Pálsson, 13.8.2015 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband