Bleikt og blátt er lausnin

Bleikt og blátt endist líklega lengst, þ.e. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. Þannig er tryggt viðhald stofnsins. Þótt núverandi stjórnarmynstur virðist réttast, þá eru varanlegar lífslíkur litlar. Það þarf t.d. ekki mikinn óróleika á vinnumarkaði til þess að rugga þessum framsóknarbáti þannig að hann hvolfi. Einn fer í fýlu eða finnur til persónulegra valda og sprengir þar með DB stjórnina.

Raunhæf stjórn

Draumurinn væri dimmblá stjórn, þar sem stefnumál Sjálfstæðisfólks komast hrein í gegn. En það er bara draumur. Raunverulekinn í dag er sá, að Geir H. Haarde er með nokkur góð spil á hendi og samningaaðstöðu eftir því. DS stjórn sem verður til núna er með það sem flestir vilja: nær tvo þriðju kjósenda á bak við sig, Geir sem forsætisráðherra, áframhaldandi hagsæld án stöðnunar og áherslan á því sem flest fólk telur mikilvægast í þjóðfélaginu. Orka almennings beinist þá til starfa þeirra sjálfra eða einhvers annars en að deila um keisarans skegg. Mótlæti sem upp kemur verður þá yfirstíganlegt og fuglabjargið lengst til vinstri er þá eins og Eldey: ósnortin náttúra sem enginn sér eða heyrir til.

Friður og hagsæld

Samfylkingin fengi félagsmálapakkann og mýkstu málin, þá helst friður áfram þar. Ingibjörg Sólrún yrði utanríkisráðherra og drægi þar með hjálparaðstoð Íslendinga út úr Írak. Litlar líkur yrðu á verkföllum og róstri, þar sem stjórn fólksins væri við völd. Ljóst yrði hve staða jafnréttismála er í góðu lagi, því að nógu margar nefndir yrðu stofnaðar til þess að greina slíkt og fólk treysti þeim upplýsingum. Samfylkingin leggur blessun sína yfir háhitavirkjun hjá Húsavík og þar með álver, ásamt álverinu í Helguvík og þar með Þjórsárvirkjun.

Eftir fjögur ár er ég áfram blár og vinafólk mitt bleikt, kjósum okkar flokka áfram, sú ríkisstjórn heldur traustum velli og lýðræðið blómstrar.


mbl.is Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband