Schengen fortíðin, Tyrkland í ESB?

TyrkirDonald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði í dag að Schengen svæðið muni brátt tilheyra fortíðinni, nema skilvirk tök á ytri landamærum ESB verði tryggð.

Tyrkland inn í ESB?

Nú er Tyrkland í miðju atburðanna og ætlar sannarlega að nota trompin á hendi til þess að áratuga löng umsókn þessara 77,5 milljón múslima að ESB verði loks samþykkt. Svo vill Tyrkland fá greidda 3 milljarða Evra frá ESB vegna flóttamanna. Tromp Tyrklands eru m.a. flæði flóttamanna, NATO aðildin, gasið inn til Evrópu og baráttan gegn verstu öfgasamtökunum. Tyrkir vilja frjálsan aðgang inn í allt ESB.

Segið svo að flóttamannadeilan, Schengen, NATO- og ESB- aðild séu ekki tengd mál.

Hér eru nokkrar setningar fengnar að láni frá BBC (og hér að ofan að hluta):

EU is offering Turkey €3bn ($3.2bn; £0.7bn) over two years towards tightening border controls and improving conditions for those large numbers of migrants and refugees still within its borders. "Turkey now wants €3bn a year to invest the money in schools and accommodation. We will meet somewhere in the middle." It wants visa restrictions to be lifted for Turkish citizens travelling to Europe. "Today is a historic day in our accession process to the EU" . Turkey holds the cards in these negotiations and is likely to use its leverage as much as it can.


mbl.is Ísland standi við stóru orðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú segir fréttirnar, Ívar! Þetta er í raun ískyggilegt, að nálgun og sambræðsla Evrópusambandsins og Tyrklands er komin á þetta stig. Innan ekki margra ára myndu Tyrkir svo fara fram úr Þjóðverjum og verða stærsta þjóðin í ESB og með mest atkvæðavægi í ráðherraráði þess og leiðtogaráðinu, en vægi t.d. norrænu þjóðanna minnka.

Ísjárvert er líka að fá Trykjum svo mikið fé í hendur (421 milljarð ísl. króna á aðeins 1-2 árum), sem a.m.k. í spilltu ríkiskerfi yrði auðvelt að misnota.

Af 2.816 km landamærum Tyrklands* eru 999 þeirra á mörkum kristinna ríkja (Armeníu, 311 km, Georgíu, 273 km, og ESB-landanna Búlgaríu, 223 km, og Grikklands, 192 km), en með múslimskum ríkum á Tyrkland 1.817 km landamæralínu (við Azerbaídjan** 17 km, Íran 534 km, Írak 367 km og Sýrland 899 km). Þarna eru meðal nágrannaríkjanna þrjú sem hýst hafa einhverja mestu hryðjuverka- og ofstækismenn síðari áratuga -- og 1800 km langt er það svæði sem gæta þyrfti til að hamla gegn ólöglegum innflytjendum. (Til samanburðar eru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó 3155 km löng).

 

Að gera þessi 1800 km landamæri að ytri mörkum Evrópusambandsins er einhver mesta fásinna sem mönnum í Brussel hefur dottið í hug, og er þá langt til jafnað!

 

* https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/aj.html

** Í Azerbaídjan eru 96,9% íbúanna múslimar, einkum sjítar -- en aðeins 3% kristnir.

 

Jón Valur Jensson, 29.11.2015 kl. 20:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er rétta vefslóðin á Tyrkland (hin var á Azerbaídjan):

https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/tu.html

Jón Valur Jensson, 29.11.2015 kl. 20:33

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Málið er líka, að það er fullt af islamistum í Tyrklandi. Erdogan er reyndar einn þeirra, en mun róttækari munu sumir vera, og með fullt af mönnum frá múslimalöndunum áðurnefndu, sem laumast inn í Tyrkland, væri ennfremur auðvelt fyrir islamistana í hægðum sínum að falsa vgabréf handa þeim háskasamlegustu.

21. öldin verður ekki gæfuleg með þessu móti. Reyndar hafði ég spáð þessu fyrir löngu.

Jón Valur Jensson, 30.11.2015 kl. 03:55

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þetta, Jón Valur. ESB- styrkurinn til Tyrklands yrði 421 ma. kr. Á ÁRI HVERJU! Að vísu stefnir það í bara 200ma. á ári, sem þröngva á ESB- löndunum og örugglega Schengen til að borga.

Ég efast ekki um að hryðjuverkamaður með USD 1000 í vasanum komist inn hvar sem er á suðaustur- landamærum ESB.

Ívar Pálsson, 30.11.2015 kl. 10:14

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einmitt. Sammála þér. Þökk fyrir skrif þín. smile

Jón Valur Jensson, 1.12.2015 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband