Utanríkisráðherra taki eftir

Russland og IslandÞað er gleðiefni að fjárfesting í vinnslu á uppsjávarfiski eigi sér stað, þrátt fyrir stuðning utanríkisráðherra við viðskiptabann á Rússland, sem hefur þyngt róðurinn í þeim geira verulega. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hlýtur því að vænta þess að ráðherrann beygi af í sínum rándýru prinsippum til stuðnings ESB- Úkraínu og dragi stuðninginn við viðskiptahindranir ESB til baka. En hann hefur náttúrulega allt 10% fylgi síns Framsóknarflokks að verja! Hvar væri fylgið ef ekki væri stuðningurinn við ESB- viðskiptahindranir?

Flokkur sem telur sig til landsbyggðarinnar getur ekki haldið þessu áfram, að veikja undirstöður byggðanna með barnslegri þvermóðsku í pólitík. Eða jú, gerið það bara og sjáum hvort Sjálfstæðisflokkurinn taki þá ekki af skarið og hætti þessum stuðningi við viðskiptahindranir svo að bisniss og byggðirnar megi blómgast í friði.

 

 


mbl.is Ný fiskvinnsla í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér sífellda varðstöðu þína um hagsmuni Íslands, Ívar, og góðar ábendingar þínar hér um fylgistap Framsóknarflokksins. Ef Gunnar Bragi, Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð stæðu sig eins vel í þessu máli og Ólafur Jóhannesson heitinn forsætisráðherra í landhelgisstríðinu 1972-3, þá er ekki að efa, að hrifningarbylgja færi um landið og fylgistölur Framsóknarflokksins myndu rjúka upp á kostnað hinna flokkanna sem óvirða gersamlega þjóðarhagsmuni í þessu utanríkis- og viðskiptamáli.

Jón Valur Jensson, 8.2.2016 kl. 12:20

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk Jón Valur. Það er furða hve fólk tekur þessu þegjandi upp til hópa, að 10-20 milljarðar króna séu teknir af þjóðarframleiðslu árlega til þess að svala pólitísku framapoti nokkurra manneskja með inngripi í innanríkismál þjóða sem eru ekki í NATÓ. Hvernig heldur fólk að hægt sé að stunda útflutning undir slíku Demóklesar- sverði sem pólitíkin er hverju sinni? Gersamlega ómögulegt. Síðan bætist við tapið langt uppyggingarstarf við útflutning til jaðarlýðveldanna við Rússland (ex-Sovét), en þau spyrðast með í fallinu vegna þessa ESB- ályktana.

Ívar Pálsson, 8.2.2016 kl. 14:06

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel athugað, Ívar, og vel að orði komizt.

Jón Valur Jensson, 8.2.2016 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband