ESB með öll spil á hendi

Engar líkur eru á því að ESB gefi eftir í makríl- kröfum sínum gagnvart Íslandi til þess að við styðjum viðskiptabann þeirra á Rússland. Öðru nær, ESB er hæstánægt með þá þróun mála að Íslendingar fái ekki fullt verð fyrir makrílinn sem þeim finnst við stela frá þeim þótt að fiskurinn fitni mest hér við land. 

Niðurstaðan er því sú að ESB heldur áfram á fullu að flytja inn ódýra olíu og gas frá Rússum og en gera sig breiða á alþjóðavettvangi á okkar kostnað á meðan bisniss gengur vel á milli þeirra og Rússana.

Við styðjum ekki viðskiptaþvinganir. Þær pína almenning á staðnum og standa gegn grundvallar- prinsippum sjálfstæðisins.


mbl.is Vill að nefndin álykti um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

En ætlar þú svo samt að kjósa Bjarna Ben xd mann í næstu Alþingiskosningum sem að styður viðskiptþvinganir ESB gegn rússum?

Jón Þórhallsson, 10.2.2016 kl. 09:58

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þú ert alltaf velkominn í KRISTILEGA MIÐJUFLOKKINN:

(Að gerast bloggvinur).

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1908694/

---------------------------------------------------------------------

Ætlar þú að halda áfram að kjósa sitjandi ríkisstjórn xd & xb?:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/16/hefur_mikil_ahrif_a_tiu_byggdarlog/

Jón Þórhallsson, 10.2.2016 kl. 10:11

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Maður kýs flokka í Alþingiskosningum og Sjálfstæðisflokkurinn er líklegastur til þess að styðja sjálfstæðið og að standa gegn viðskiptaþvingunum. Ég er nú á því að Bjarni Ben hefði varla stutt þessar viðskiptaþvinganir hefði hann verið forsætisráðherra. Þó er þessi eftirgjöf sem t.d. líka Guðlaugur Þór sýndi núna alveg ótrúleg. 

Ívar Pálsson, 10.2.2016 kl. 10:14

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

ÁBYRGÐARFÓLK Í UTANRÍKISMÁLANEFND FYRIR STÖÐVUN Á ÚTFLUTNINGSAFURÐUM:

TEKJUTAP UPP Á 37 MILLJARÐA?:

1 Birgir Ármanns­son for­maður xd!
2 Ásmundur Einar Daða­son 1. vara­for­maður
3 Vilhjálmur Bjarna­son 2. vara­for­maður xd!
4 Frosti Sigurjóns­son
5 Elín Hirst xd!
6 Katrín Jakobs­dóttir
7 Óttar Proppé
8 Silja Dögg Gunnars­dóttir 
9 Össur Skarp­héðins­son

Jón Þórhallsson, 10.2.2016 kl. 10:25

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við þurfum að stofna nýja flokk, Ívar, það er málið.

Bjarni Ben. er vita-gagnslaus í þessu, það áttu að vita.

Þeir eru margir hreðjalausir í Sjálfstæðisflokknum nú um stundir.

Jón Valur Jensson, 10.2.2016 kl. 13:51

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

... nýjan flokk !

Jón Valur Jensson, 10.2.2016 kl. 13:51

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Íslendingar enduðu með svarta Pétur og ESB hlær mikið, enda eru það aðeins islendingar sem eru með viðskiptabann á Rússa.

Ég sé ekki annað en að það séu eðlileg Viðskipti milli Þýskalands og Rússlands og raun allra ESB landanna.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.2.2016 kl. 14:28

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekkert að ganga of hart að þér, Ívar minn, með þessum orðum mínum um Bjarna. Sjálfur ritaðirðu með stærra letri 14. janúar:

"Nú reynir á Bjarna Ben. að koma okkur úr þessu víti strax, annars líst manni ekki á framhaldið.

Þar að auki dregur blessuð stjórnin okkur ekki út úr Schengen- eða ESB-umsóknina til baka. Hún er ekki almennilega í lagi vegna þessa."

En síðan hefur Bjarni ekkert gert í þessum málum.

Og Halldór Egill Guðnason skrifaði eðlilega þessa snörpu ádeilu í framhaldi af orðum þínum: 

"Það er ekki langur tími eftir af lífdögum þessarar stjórnar. Ef hún ekki fer að hysja upp um sig brækurnar í utanríkismálum, ESB-umsóknarferli og Schengen-ruglinu, er hætt við að illa fari fyrir þeim í næstu kosningum. Ömurlegt að fylgjast með sofandahætti og aðgerðarleysinu í þessum málum. Nánast bleyðuháttur, hvernig haldið hefur verið á þessum málum."

Í  vefsíðuumræðum hjá Halldóri Jónssyni verkfræðingi er fullum fetum farið að tala um nauðsyn stofnunar nýs flokks. Margir góðir gætu lagt þeim flokki sitt lið.

Jón Valur Jensson, 10.2.2016 kl. 14:40

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann væri þá ekki stofnaður til höfuðs þeim gamla góða,miklu frekar til stuðnings íslenskum gildum,, "gilumigo"

Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2016 kl. 16:12

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Ekki fer ég að skemmta skrattanum með því að standa að stofnun annars flokks sem hleypir enn auðveldar trúleysis- semianarkista- Eurokrötum að traustum flokkum, sem ekki eru byggðir á sandi eins og sjóræningjaflokkar. Fólk eins og Birgitta verður að fá að standa og falla með sínum gerðum, skoðunum eða athafnaleysi, en ekki að lifa endalaust á stefnuflökti annarra flokka eða flokksmanna.

Ég hef sagt það áður að svo lengi má brýna deigt járn að bíti. Núna er fundur með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll kl. 17:00, sjáum hvað þau segja.

Ívar Pálsson, 10.2.2016 kl. 16:30

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það verður fróðlegt að fá að vita, hvort þau hafi farið vakandi gegnum fundinn!

Jón Valur Jensson, 10.2.2016 kl. 19:08

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, ég var nú ánægður með fundinn. Vel mætt og vel rætt um hin þörfustu mál, sem er einmitt það sem vantar í stjórnmálaumræðu. Stóru málin sem verið er að taka á fá ekki mikla umræðu almennt.

Ívar Pálsson, 10.2.2016 kl. 21:31

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt þú meinir vel og segir eflaust satt, Ívar, hljómar þetta samt í eyrum okkar hinna eins og véfréttarsvar frá Delfí. Það er þó gott að þú sofir rótt.

Jón Valur Jensson, 11.2.2016 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband