Óvissa með forystu Pírata

Allar attir myndBrottfall helstu vonarstjörnu Pírata, Helga Hrafns Gunnarssonar af þingi hlýtur að auka enn á óvissuna um það hvað verið sé að kjósa ef sá flokkur er valinn. Helgi Hrafn er einmitt talinn vera sá líklegasti til þess að ná samtali við aðra flokka og að sætta þau mjög svo ólíku sjónarmið sem eru innan flokksins og utan hans. Hann lýsir því einmitt að stefnur Pírata séu of margar. 

Skipstjóralaus með allar stefnur

Nú virðist því skýrar að þingmannsefni flokksins verði óviss stærð, nema hvað Birgitta Jónsdóttir kemur helst í hugann. Píratar eru ekki hrifnir af því að hafa alvöru skipstjóra á fleyinu og því verður fróðlegt að sjá hvort kjósendur fylgi flokki sem er höfuðlaus floti með allar stefnur, en samt megináhersla til vinstri. En líkurnar á því að semja við aðra flokka nema Vinstri græn hafa snarminnkað.


mbl.is Helgi Hrafn ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband