Afríka til Evrópu

Flottamenn AfrikuEyðimörk Afríku færist hægt og bítandi um aldirnar norður til S-Evrópu en veldur stríðum og landflótta milljóna manna, sem halda m.a. út á Miðjarðarhaf með hjálp glæpaklíka.

Erfitt er að sjá hvernig Ísland ber hlutaábyrgð á þessari þróun, eins og fjöldi stjórnmálafólks hér heldur fram og býr jafnvel til lög á Alþingi sem veita fólkinu aukinn rétt hér á landi fyrir aðgerðir sínar. Kannski vegna þess að mörk Schengen- svæðisins, sem Ísland er enn hluti af, liggja einmitt í sjónum fyrir framan þessi þjáðu lönd, í stað þess að vera réttilega í Norður- Atlantshafi um Ísland með sínum eigin náttúruöfgum. 

Ábyrgðin er hér

Við berum ekki ábyrgð á stríðs- eða efnahagsástandinu í Erítreu, Suður- Súdan, Líbíu eða nokkurs staðar nema á Íslandi. Sextán milljón manns (af sjö þúsund milljónum) bíða á landamærum Evrópu eftir því að komast inn í það himnaríki, sem er ekki beinlínis í sjöunda himni sjálft. Við Íslendingar kjósum fulltrúa til þess að fara sameiginlega með ýmiss nauðþurftarmál eins og varnir landsins. Þeir fulltrúar ættu að draga landamærin að nýju við heimaslóðir og halda áfram að sinna hverjum og einum vel, sem á Íslandi býr.


mbl.is 3.200 bjargað af hafi í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salmann Tamimi

Rangt. Islendingar bera ábyrð á striðið í Libiu þar sem Nato sem steypti Gaddafi af stólnum. Þegar Gaddafi var fórsti var engin flóttamann ma´l frá afriku, en eftir afskipti Vestur völdin í Irak, sýrland og Líbiu þá byrjaði það

Salmann Tamimi, 20.7.2016 kl. 19:51

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er rétt að NATO árásin á Gaddafi skóp upplausn í Líbíu, enda á NATO að vera varnarbandalag en ekki árásaraðili. En Arabíska vorið getur varla talist vera Íslendingum að kenna. Óróinn á allri Norður- Afríkuströndinni var þegar fyrir hendi í flestum landanna.

Ívar Pálsson, 20.7.2016 kl. 22:21

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Hér sést að ástandið í Libíu var ekki búið til af NATO: https://en.wikipedia.org/wiki/Libyan_Civil_War_(2011)

Ívar Pálsson, 20.7.2016 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband