Rétti tíminn til að lækka stýrivexti

GammarNúna gefst eina alvöru tækifærið til þess að lækka stýrivexti, einmitt þegar losa á um höftin. Hvatinn fyrir erlenda fjármagnseigendur til þess að geyma féð hér er alltof mikill, með margfalt hærri vexti og hagvöxt heldur en í stóru hagkerfunum, sem flest eru nálægt núllinu. Því meir sem stýrivextir verða lækkaðir hér, því minni sveifla verður í hagkerfinu við losun hafta.

Gammarnir sveima yfir

Lausafé í billjónum dollara leitar daglega að næturstað, sem er ekki of auðvelt, þar sem BRICS vaxtarlöndin eru í mismiklum vandræðum en þau stóru lifa í vaxtalausu umhverfi sem afleiðing af peningadælingu þeirra síðustu árin. Áhættan af því að taka við þessum "fjárfestum", sem skapast við svona vaxtastig er mun meiri heldur en þensluhætta af aðeins lækkuðum vöxtum hér á landi. 

Nú má ríkisstjórnin og Seðlabankinn ekki klikka á þessu eins og í aðdraganda Hrunsins, þegar hún jós bensíni á vaxtamunar- bálköstinn með alltof háum vöxtum. En ég held að þorið skorti í þessu máli.


mbl.is Aðstæður til losunar aldrei betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Langeinfaldast væri auðvitað að afnema stýrivexti.

Reyndar væri líklega best að afnema vexti yfir höfuð.

Þeir virðast ekki skapa neitt nema vandamál.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2016 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband