Jöfn aldursdreifing kjósenda Sjálfstæðisflokksins

MBL Felagsvis flokkar aldurGreining MBL á nýrri fylgiskönnun HÍ sýnir að fólk undir þrítugu kysi Sjálfstæðisflokkinn og er 26-falt líklegra til þess að kjósa hann en Samfylkinguna í næstu kosningum. Ágætis aldursdreifing er á XD- kjósendum, þar sem t.d. unga fólkið er jafnt elsta kjósendahópnum.

Flest ungt fólk vill annaðhvort Pírata eða Sjálfstæðisflokkinn skv. könnuninni. Unga fólkið yfirgaf Samfylkinguna nær alfarið (1% fylgi). Hún viðurkennir að aðhyllast ESB- aðild, sem Píratar og Viðreisn gera líka en vilja ekki segja það hreint út fyrr en eftir kosningar af skiljanlegum ástæðum.

Réttirnar búnar

Núna hefur Sjálfstæðisflokkurinn hreinsast nokkuð vel af ESB- sinnum yfir í Viðreisn, en síðustu árin hafði sá hópur haldið flokknum í ESB- lási og talað fyrir flokkinn en gegn stefnu hans. Loftið er því hreinna og hleypir fleira ungu fólki að sem er ekki plagað af þessari ESB- klemmu síðustu tíu ára. Áráttan að eltast við skoðanir kratanna er þó enn til staðar. Þannig er t.d. fórnarkostnaðurinn af því að fá unga fólkið inn sá að samþykkja aðgerðir vegna kolefnislosunar og flóttamanna, auk stuðnings við aðgerðir ESB gegn Rússum. Þetta þrennt þykir mér dýrt, en geri mér grein fyrir því að afar erfitt er að berjast gegn áralangri innprenntun fjölmiðla og hinna talandi stétta úr miðbænum. Vonandi getur fólk frekar einbeitt sér að þeim þáttum lífs þess sem skipta verulegu máli, afkomu, öryggi osfrv.

Birta stefnu Pírata

Ögrun Sjálfstæðisflokksins er sú að sýna fram á raunverulega stefnu eða stefnuleysi næststærsta flokksins, Pírata, en fylgi þeirra er þó 23% minna en Sjálfstæðisflokksins. En helst þarf að gera fólki grein fyrir því hvernig hags þegnanna hefur verið vel gætt og að tryggja þurfi Sjálfstæðisflokknum nægt fylgi svo að fólk hafi næg tækifæri til þess að bæta hag sinn á næsta kjörtímabili.

Skipstjórinn verði Bjarni, ekki Birgitta!


mbl.is Þessi komast á þing samkvæmt könnuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég vil bæta við upptalningu þína um rætur innprentunar á sálir ungmenna; menntakerfið. Þótt ekki megi fjalla um kristni nema í aukasetningum í skólum landsins, þá fer óheft innræting vinstrimálefna fram í skólastofum allt frá leikskóla og upp úr. Það hefur verið sjálfstætt markmið vinstrimanna að koma innrætingunni í gagnið sem fyrst. Það hefur tekist.

það er hins vegar ánægjulegt að sjá hve stór hópur yngstu kjósenda hefur tekist að streitast á móti og mynda sér sjálfstæða skoðun.

Ragnhildur Kolka, 8.10.2016 kl. 12:11

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Ragnhildur, allt frá leikskóla og upp úr. Að pína hvern og einn til þess að syngja Maístjörnuna og halda það að lífið sé bardagi við einhvern þer æðri og að tilgangurinn sé að allir séu jafnir í litlum kössum, öllum eins.

Ívar Pálsson, 8.10.2016 kl. 12:54

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég gleymi því ekki þegar við hjónin fórum með annan soninn í leikskóla, hvað hann grét en var aðallega sár og reiður við okkur að skilja hann eftir í þessu fangelsi.

Ívar Pálsson, 8.10.2016 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband