Næsta Icesave Íslands?

Rafmagn SjorFeigðarflan Landsvirkjunar með áhugamönnum um stórgróða af raforkusölu íslenskra virkjana til Bretlands tekur sífellt á sig nýjar myndir. Þetta er jafn lífseigt og aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Maður hefði haldið að nóg sé að umhverfissinnað vinstra- slagsíðufólk hafi hreiðrað um sig í stjórn Landsvirkjunar, en meir að segja það nægir ekki til þess að hætta að eyða einni einustu krónu í þessa helferð, að leiða rafmagn frá landinu. Nóg er búið að eyða í þetta síðustu árin. Fé og fjör Landsvirkjunar er betur varið í aðrar rannsóknir en þessar.

Ábyrgðin er alltaf okkar

Verst er þó að ef af þessu yrði samt sem áður og okkur væri talin trú um að við værum ekki ábyrg sem heild fyrir þessum dýra afleik af því að þetta væri einkaframkvæmd, þá er deginum ljósara að þjóðin geldur þessa. Lokaábyrgð er alltaf fyrir hendi í ýmsum myndum, ábyrgð Landsvirkjunar að tryggja orku, ábyrgð á virkjunum vegna þessa osfrv. Ótal þættir gera þetta að áhættusömu ævintýri sem við sem heild ættum alls ekki að taka þátt í á nokkurn hátt, enda er það við sem munum blæða. Það þarf lítið til, eldgos, veika stjórn, vatnsskort eða hvaðeina. Áhættan er langmest okkar megin.

En veigamesta ástæðan er sú að við leggjum ekki náttúru Íslands í það að hita upp bresk hús, þótt sannarlega sé þörf á því! 


mbl.is Íslensk eldfjöll hiti upp bresk hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snjall Ívar sem fyrri daginn. 

Mæli með þessari grein þinni hér: http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/11/27/fjarfestar-syna-saestreng-milli-islands-og-bretlands-ahuga-risavaxin-500-milljarda-fjarfesting/

Jón Valur Jensson, 27.11.2016 kl. 21:38

2 Smámynd: Ólafur Als

Vonandi munu menn halda áfram að skoða þennan möguleika. Annað eins tækifæri til þess að fá fé fyrir umframorku kerfisins er ekki til. Og ekki skaðar að orkuöryggi landsins batnar.

Ólafur Als, 28.11.2016 kl. 11:28

3 Smámynd: Ívar Pálsson

En Ólafur, ekki er hægt að leggja streng aðallega fyrir sölu á umframorku og raunar ekki hægt að selja slíkt fyrirfram, því að það er þá örugg orka. Kapallinn borgar sig ekki með því að vera ekki í notkum löngum stundum. Orkuöryggi landsins minnkar, því að standa verður við samninga við Bretland eins og aðra samninga, hvað sem gerist.

Ívar Pálsson, 28.11.2016 kl. 15:16

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Valur, takk fyrir.

Ívar Pálsson, 28.11.2016 kl. 15:19

5 Smámynd: Ólafur Als

Kæri Ívar, hér ertu á villigötum, að nokkru. Íslenska kerfið er byggt upp til þess að mæta orkutoppum sem eru mjög háir á Íslandi. Öll umframorka fer því fyrir lítið. Það væri vel hægt að leggja sæstreng til þess að sinna þessari sölu. Sú sala færi fram á opnum markaði og því gráupplagt að selja orkuna þegar hún býðst og láta það vera þá stuttu stund sem orkuþörfin er hér mest. Um það gætu samningar snúist. Strengur af þessu tagi væri í báðar áttar ... var einhver að tala um eyðileggingu uppistöðulóna eða annarra orkumannvirkja? Vegna þess að uppistöðulón eru í eðli sínu "baðker" sem hægt er að tæma og fylla á víxl að þá býðst okkur einnig að selja meira en umframorku, með því að "tæma" lónin (baðkerið) yfir daginn en fylla í þau yfir nótt með því að kaupa ódýra orku frá UK um nótt. Sú orka fæst fyrir lítið enda orkuframleiðsla þar að mestu hluti grunnorkunnar og selst á spottprís á nóttunni. Umframorkan er því í raun mun meiri fari menn þá leið. Eins og gefur að skilja er hér um mikla áhættuframkvæmd að ræða en nú liggur fyrir að erlendir aðilar vilja leggja sæstreng. Það þýðir minni áhættu fyrir Landsvirkjun en einnig minni arð. Sá arður hefur af ýmsum aðilum verið reiknaður langt umfram arðsemisviðmið Landsvirkjunar, almennt.

Ólafur Als, 28.11.2016 kl. 15:55

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Ólafur, skoðanabróðir í mörgu en ekki í þessu. Kapallinn verður bara notaður í eina átt í einu og ef grípa þarf til skömmtunar hér eins og gerst hefur, þá þarf líka að deila því með breskum kaupendum og minnkar orkuöryggi okkar enn frekar. Líkur á kaupum Íslendinga á orku um kapalinn dýra hljóta að teljast litlar, nema í sérstökum neyðartilvikum og fengjum við þá öll ærlega að blæða, enda ekki frekar hægt að afhenda í samninga þá.

Almennt séð þá er umframorkusala út bara mýta. Alla vega ekki hægt að fjárfesta fyrir tugmilljarða til þess. Eitt sem er alveg víst er að kostnaðaraukinn í kerfinu fellur á neytendur, það er margstaðfest að rafmagn til neytenda hér myndi hækka.

Ívar Pálsson, 28.11.2016 kl. 18:49

7 Smámynd: Ólafur Als

Getur verid ad thu vitir ekki hvad umframorka felur i ser ...

Ólafur Als, 30.11.2016 kl. 18:04

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Ekki þarf að halda áfram á þessum nótum. Umframorka er aukaafurð eins og þorskhryggir, en þeir koma þó alltaf, ólíkt umframorkunni sem er óstöðugur hluti í eðli sínu. 

Ívar Pálsson, 30.11.2016 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband