Staðfestið að ríkisstjórnin klári málin

Klofinn klettur i hafiAugljóst er að upphlaupið gegn ríkisstjórninni í vor borgaði sig ekki. Vitrænasta lausnin er sú að ríkisstjórnin sitji út tímabilið með Bjarna Benediktsson sem forsætisráðherra, þar sem annar flokkur ver hana vantrausti og kosningar verði í maí. Þá gengur vélin smurt, ekki höktandi á einhverjum sílindrum sem aðrar lausnir bjóða upp á. Þá kallast þetta líklega ný ríkisstjórn til vors.

Fulltrúar annarra flokka ættu að kannast við ábyrgð sína og styðja þetta svo að tekið verði á flestum þeim þáttum sem flestir eru sammála um að nái fram að ganga, svo sem heilbrigðismálum, afléttingu gjaldeyrishafta ofl. ofl. Líklegt er að ástandið í Evrópu verði skrautlegt næstu mánuði, en við verðum að gæta stöðugleikans hér fram að næsta eldgosi. 


mbl.is „Við finnum lausn á þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband