Villandi umræða um svifryk heldur áfram

Svifryk 2016 desUm leið og svifryksmengun rýkur upp þá afsakar Reykjavíkurborg sig strax með nagladekkjanotkun íbúanna, þegar óþrif hennar og landburður í austanátt af heiðunum eru sannarlega yfirgnæfandi þættir, en nagladekk komast ekki í hálfkvisti við þá. Þetta er augljóst þegar horft er út til veðurs eða til mælinga á því, borið saman við svifryksmælingar. Eftir öskugosið í Eyjafjallajökli varð þetta mjög skýrt, svo bættist öskugosið 2011 við, en hvorttveggja hleðst ofan á almennan uppblástur á heiðunum. 

Kemur af fjöllum

Svifryk 2016-12-10 vedurSvifryksmengun er að jafnaði ekki mikil í Reykjavík, enda skolast hún út í kant gatnanna í bleytu, samsetningur af salt- uppleystu of-þunnu jurtadrullu- malbiki og aðallega áföllnum jarðvegi sem blæs mest í milljónum tonna af heiðum landsins (sjá línurit til hliðar). Í þurrki segist borgin ekki geta þrifið göturnar, en lætur það vera í rigningunni og leyfir skítnum að hrannast upp. Síðan kemur þurrkur, blæs af austri og strætó keyrir með kantinum og eys ófögnuðinum yfir okkur öll. Tilsvör borgarinnar um þetta athafnaleysi eru gjarnan með ólíkindum, en alltaf skal tönnlast á nagladekkjum, sem náðu 17% sem orsakavaldur þegar reynt var að mæla það. Hvað um hin 83 prósentin? Margir hafa bent á þessa þætti, en þetta heldur ótrautt áfram.

Tökum á vandanum sjálfum

Þungir bílar eins og strætó, rútur og flutningabílar slíta malbiki margfalt á við fólksbíla, af hverju minnist borgin ekki á það? En sama af hvaða orsökum skíturinn er, hann þarf að fjarlægja og borgin stendur sig ekki í því, heldur sparar sér aurinn og sendir okkur mörg á heilsugæslurnar í staðinn.

Nagladekkin hafa bjargað mörgum mannslífum og halda því áfram. 


mbl.is Sextánföld svifryksmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þetta er lífseigur misskilningur að rútur og flutningabílar valdi miklu meiri svifryksmengun en fólksbílar.   Þessir stóru bílar eru yfirleitt ekki á nagladekkjum enda í langflestum tilfellum alger óþarfi.   Hins vegar veldur þyngd þessara bíla því að áraun verður meiri á undirstöður vega en það hefur ekkert með svifryk að gera.    Hið rétta er að fólksbílar á nagladekkjum valda miklu meiri svifryksmengun en flestar rútur og flutningabílar þar sem þessir þungu bílar eru yfirleitt ekki á nöglum.

Það er náttúrlega fráleitt að halda því fram að nagladekkin séu tiltöllega lítill sökudólgur í þessu tilliti því það blasir við öllum sjáandi mönnum rykkófið á götunum á þurrviðrisdögum ekki síst á vorin sem legst svo nánast af þegar nagladekkjaunnendurnir hafa loks skipt yfir á sumardekkin.

Íslendingar eiga að taka Þjóðverja til fyrirmyndar í þessum efnum og banna alfarið þennan  skaðvald sem nagladekkin eru bæði gagnvart vegum og eigin heilsu.   Snjór og ís á götum eru ekkert síður á götum Þýskalands að vetri til sem ég þekki af eigin reynslu enda búið samanlegt um 8 ár í því fyrirmyndar ríki.   Og eitt en:  Ísin er ekkert annarar gerðar en á Íslandi, hann er alltaf eins allstaðar á jarðkringlunni.  Reynsla Þjóðverja er mjög góð í þessum efnum og það þótt leyfilegur ökuhraði sé yfirleitt mun hærri en hérlendis.

Það eina sem maður þarf að gæta að er að velja alvöru ónegld vetrardekk en ekki einhver heilsársdekk af handahófi og síðan að gæta þess að aka aðeins hægar á blautum ís.

Fullyrðing þín um að nagladekkin hafi bjargað mörgum manslífum er mjög hæpin enda hafa rannsóknir tryggingafélagana í Noregi sýnt fram á að ökumenn á nagladekkjum valda hlutfallslega oftar árekstri en hinir naglalausu sem sýnir fram á að nagladekkin valda falskri ögyggiskennd hjá ökumönnum.

Ég skora á þig Ívar, þar sem þú virðist vera fremur skynsamur maður ef marka má flesta pitla þína á þessm vettvangi, að kasta déskotans nagldekunum fyrir róða og standa með okkur hinum sem viljum þennan vágest burt af götunum.

Daníel Sigurðsson, 14.12.2016 kl. 16:22

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir pistilinn, Daníel og hólið um hæfilega skynsemi. Ég var ekki passlega nákvæmur fyrir þann sem þjálfaður er af Þjóðverjum og tek því undir það að flutningabílar valdi ekki endilega meiri svifryksmengun en fólksbílar. Hugsunin sem var í gangi þar var um skemmtir flutningabíla á vegum vegna álags, sem getur verið margfalt, sérstaklega þar sem malbikið er svona þunnt eins og hjá borginni þessi árin. 

En hitt stendur að aðal- sökudólgar svifryks eru ekki nagladekkin. Dæmið sem þú nefnir í þurrviðri á vorin er einmitt það sem mér svíður að sjá á hverju vori: uppsafnaðir drullukantar af sleðahætti og sparnaði borgarinnar, sem á að hreinsa burt en þyrlast upp ítrekað og ofan í okkur. 

Nagladekk eru óumdeilanlega öruggari á dæmigerðum blautum Íslands- ísi heldur en ónegld. Ef fólk keyrir hraðar á þeim, þá er við það að eiga, ekki dekkin sjálf. Ég prófaði einn vetur forðum að sleppa nöglunum, en eftir að aka löturhægt um Þingholtin og fljúga samt á fullu þvert á stöðvunarskyldu, þá sór ég að lenda ekki í álíka aðstæðum, ef t.d. barn hlypi fyrir bílinn og held mig við nagladekkinn. En verið bara eins og beljur á svelli og ráðist frekar gegn raunverulegum orsökum svifryks, sem lýst er hér að ofan og er staðreynd.

Spurningin er ekki um nagladekk eða ekki, heldur um það hvort borgin rækti skyldur sínar eða ekki og fari undan í flæmingi.

Ívar Pálsson, 14.12.2016 kl. 20:55

3 Smámynd: Ívar Pálsson

...skemmdir flutningabíla    átti þetta að vera.

Ívar Pálsson, 14.12.2016 kl. 20:56

4 Smámynd: Ívar Pálsson

hvort borgin ræki skyldur sínar...

Ívar Pálsson, 14.12.2016 kl. 23:50

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Þegar ég átti að skila verkefnum vetrarins í vélritun í Hagaskóla þá vélritaði vinkona mín alltsaman og fékk áfengi að launum. Það var dýr flaska því að ég gerði ekki ráð fyrir tölvuöld í uppsiglingu. þar sem þörf yrði á vélritunarhæfileikum, eins og sét hér að ofan!

Ívar Pálsson, 14.12.2016 kl. 23:54

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Sést!

Ívar Pálsson, 14.12.2016 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband