Kúgun Hjálmars og Dags gegn borgurunum þarf að linna

Umferd mbl isSósíalista- tvíeykið sem heldur skipulagi Reykjavíkurborgar í helgreip sinni opinberar ídealisma sinn í staðnaðri jólaumferðinni þar sem andstæðingur þeirra er meginþorri almennra borgara sem kjósa að ferðast um á bílum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur marg- rætt það hvernig samgöngumáta hann vill að við notum en nú bætir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs vel í og lýsir sýn sinni við Morgunblaðið 19/12/2016. 

Umferðarkerfið springur hvort eð er

Hjálmar segir það engu breyta þótt byggð verði mislæg gatnamót því framtíðarspár um umferðarþunga sýni að gatnakerfið muni springa ef umferð vegna einkabílsins eykst á sama hraða og hún hefur gert liðna áratugi. "Ef umferð eykst eins mikið til ársins 2040 og hún gerði árin 1987- 2012 þá verður hér allt stopp" segir Hjálmar. Þá rifjast upp fyrir mér skrif hans á vefnum hjalmar.is um aðalskipulagið árið 2014 þar sem segir m.a.:  "Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi borgarinnar, sem hefur ríkt hér í 50 ár, og tekið upp skipulag sem setur manneskjuna í öndvegi." 

Einnig segir hann, ef byggt verður í austurjaðri borgarinnar:

"Þá verða úthverfi að innhverfum og bílaumferðin á stofnbrautum borgarinnar austur og vestur kvölds og morgna margfaldast.Það mun lengja vegina í borginni, kalla á óhemju dýrar framkvæmdir við umferðamannvirki, auka svifryksmengun og vinna gegn almenningssamgöngum, hagkvæmri nýtingu innviða og skynsamlegri landnýtingu. Það er algjörlega glatað."

Þessum bílum verður ekið

Þetta er í höfði Hjálmars, en hver er svo raunveruleikinn? Fólk endurnýjar bíla sína og vill nota þá, hver metmánuðurinn rekur annan í bílasölu og umferð. Ferðamenn (fjölgar um 30% á ári) sem hingað koma vilja gjarnan líka vera á bíl eins og heimamenn, enda er það sjálfsagt hér í rýminu á norðurhjara. Tölurnar sýna skýrt að yfir 80% ferðalaga fólks á Reykjavíkursvæðinu á veturna er á bílum, þrátt fyrir gott framboð strætisvagna.

Áætlun Samfylkingar

Um 12.000 bílar bættust í umferð Reykjavíkur á þessu ári en Hjálmari Sveinssyni finnst ekki vert að framkvæma í takt við þróunina, heldur í samræmi við stefnu hans og Dags sem hefur beðið skipbrot, enda hefur stuðningur við Samfylkinguna í borginni helmingast frá síðustu kosningum. 

Stopp í umferðinni

Á meðan kúgunarfélagarnir eru við stjórn stíflast umferðin meðvitað, enda er það beinlínis í skipulaginu að hægja á henni. Það tókst nokkuð vel því að meðal- ferðatími fólks til vinnu og skóla hefur lengst um 12 mínútur á nokkrum síðustu árum. Þannig fórnum við 24 mínútum á dag vegna stefnu þessa fólks sem er þvert á vilja einstaklingsins til að stýra sínu lífsmynstri sjálfur. 

Kjósið þau burt

Það mun taka fjölmörg ár að vinda ofan af þessum uppsöfnuðu mistökum í borginni, en bráðum kemur tækifærið til þess að hefja það langa leiðréttingarferli og kjósa fólk til valda í Reykjavík sem vinnur fyrir borgarbúa en ekki gegn þeim.

 


mbl.is Vegamálastjóri gagnrýnir borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Téður Hjálmar opinberaði þarna þá stefnu Samfylkingarinnar að neyða íbúana út úr bílum sínum a.m.k. annan hvorn dag til að komast hjá því að húka í umferðarteppu 2 klst á dag.  Þetta mun ganga eftir hjá honum, ef Samfylkingin og þessi dæmalausi "amatör" skipulagsmála Reykjavíkur fá endurnýjað umboð 2018.  Með því að gera ekki neitt, verður langdregið umferðaröngþveiti á hverjum virkum degi. Með því að reisa mislæg gatnamót, meir en tvöfaldast umferðarflæðið í allar áttir um slík gatnamót.  Með því að bæta við akrein, sem er víða hægt, eykst flutningsgetan enn.  Þá má í fjarlægri framtíð lyfta umferðinni og hafa hana þannig á tveimur hæðum.  Það, sem þarf fyrst að gera, er að losna við dómsdagsspámenn og afturhaldsflokka úr borgarstjórninni, sem sjá ekkert annað en skröltandi sporvagna og næstum tóma langa strætisvagna lungann úr deginum. 

Bjarni Jónsson, 21.12.2016 kl. 18:48

2 Smámynd: Elle_

Það er algerlega óraunsætt og ef ekki galið að ætla foreldrum með nokkra unga krakka að dragast með þau öll í sporvagna og strætó og ætla foreldrunum svo að mæta í vinnu og aftur heim.  Það væri hæglega 4 plús tímar á dag sem færu í það.  Það er svo samfylkingarlegt.

Elle_, 21.12.2016 kl. 21:12

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Það hentar mest 8% íbúa á Reykjavíkursvæðinu að ferðast að jafnaði með Strætó, enda gengur það illa upp hjá meðal- aktífu fjölskyldufólki. Síst af öll kýs maður stjórnmálafólk til þess að þvinga aðra í einhverja samgöngumáta. Ef einhver vill ferðast um á stórum jeppa með risavél, þá er það í fína enda yrði ég þakklátur ef hann drægi mig upp í ófærð. 

Fólk hlýtur að meta tíma sinn og annarra einhvers. Íslendingar hafa verið þannig að þau drífa í hlutunum strax og til þess þarf að hoppa upp í bíl og flugvél, spyrjið Ómar!

Ef ætlunin er að auka enn á skuldir Reykjavíkur með lestum eða álíka kerfum sem reka sig illa, ásamt því að taka enn stærri hluta akreina og bílastæða undir óskilvirkar samgöngur, þá er tímabært að stöðva það ferli.

Ívar Pálsson, 21.12.2016 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband