Snúið við eftir langa mæðu

Syrland flottafolkLangflestir Íslendingar samþykkja að aðstoða þurfi sýrlenskt flóttafólk í neyð þeirra. Því fór milljarður króna í það árið 2016 en aðeins 24 Sýrlendingar skiluðu sér til Íslands á því ári, skilst mér. Tugmilljónir króna á mann hlýtur að vera met í óskilvirkni aðstoðar, sem þó er þekkt fyrir að vera einmitt lang- óskilvirkasti hluti fjárlaga Íslands í gegn um árin, í harðri samkeppni við fjáraustur til Sameinuðu þjóðanna, í það hripleka kerald.

Mest til spillis

Aðalástæðan fyrir þessari sóun á almannafé er sú að gengið er svo illa frá hnútunum hér að þegnar annarra þjóða ná að nýta sér ástandið (2/3 hluti frá Makedóníu og Albaníu) og leita hælis hér, þó að ljóst sé að tilkall þeirra til þess sé ekki fyrir hendi. Norðmenn stöðva þannig fólk á landamærum sínum, en þar sem landamæri Íslands vegna Schengen eru í raun utan norðurstrandar Afríku og óskýra ESB- stefnan sem fylgt er hleypir öllum inn, þá er síðan reynt að eiga við sjálfskipuðu vandamálin eftirá með óheyrilegum kostnaði.

Beint til aðstoðar

Hver hjálparsamtök á Íslandi þurfa að berjast fyrir hverri krónu sinni til þarfra verka, á meðan mokstur ríkisins í þennan málaflokk hér fer að langmestu leyti til spillis á ofangreindan hátt og skapar óeiningu meðal þjóðarinnar. Taka þarf fyrir þennan framgangsmáta og láta peningana fara beint í flóttamannabúðir eða til sjálfshjálpar fólks á heimasvæði þeirra.

Ég treysti á nýja ríkistjórn að taka á þessum málum af festu.  

 


mbl.is Hundrað hælisleitendur úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Aðstoð við flóttamenn og utanumhald, virðist fyrst og fremst vera tekjulind lærðra og lögfróðra íslendinga. Að teknu tilliti til þess hverjir hafa sett lögin í gegnum tíðina er ekki ástæða til bjartsýni um að núverandi alþingi dragi úr. Líklegra er að bætt verði við einu flækjustiginu í viðbót aftan við óskapnaðinn, en að hinni heilögu mjólkurkú Schengen verði fyrir styggð frá núverandi stjórnvöldum.

Magnús Sigurðsson, 14.1.2017 kl. 11:18

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enginn pólitíkus hefur kjark til að anæfa raunverulegri ástæðu þessa vanda, en það er fjármögnun og rekstur bandaríkjamanna, sáda og fleiri á svokölluðum uppreisnaröflum og Isis. 

Hræanin er yfirgengileg í þessu og allir stökkva á mannúðarvagninn sér til sjálfshelgunnar í afleiðingarendanum og styðja svo í aðra röndina við valdabrölt og yfirgang bandamanna.

Miðausturlönd eru rjúkandi rúst og milljónir saklaussa borgara dauðar af því að hinn göfugi vestræni heimur vill troða sinni útgáfu af lýðræði ofan í kokið á þjóðum, sem aldrei hafa kallað eftir því. Lýbía, Sýrland, Írak og nú er róið öllum að því að fá heiminn í lið með ser til að boða fagnaðarerindi hins vestræna ofurmennis í Íran. Í hjáverkum var svo hið sama gert í Úkraínu með dyggri þáttöku Evrópusambandsins og reynt að fremsta megni að storka rússum til þriðju heimstyrjaldar. Drápstölin öll frá í boði okkar.

Frelsi, lýðræði og jafnrétti er yfirskynið en græðgi, grimmd og mannhatur hið raunverulega markmið. Markmiðið að deila og drottna,stela og kúga. 

Af hverju hefur enginn viðurkennt hverjir eru hinir raunverulegu villimenn í þessu? Saddam, Gadaffi og Assat eru kórdrengir við hliðina á okkar villimennsku. Þeir eru raunar leiðtogar sem hjéldu jafnvægi og friði í löndum sínum, þótt meint aðferðafræði þeirra við það sé umdeilanleg.

Við erum samsek í orsökinni og það er okkar að stoppa villimennskuna. Hætta að fjarmagna þjöðarmorðin og játa stuðningi við verstu villimenn jarðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2017 kl. 11:48

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kæri Ívar, góður er pistill þinn sem oftar og byggður á rökum og upplýsingu, en það er til lítils að treysta á þessa nýju ríkistjórn að taka á þessum málum af viti og festu, þegar hún hefur í stjórnarsáttmálanum markað sér þá stefnu að "taka á móti fleiri flótta­mönn­um" og "hafa mannúðarsjón­ar­mið að leiðarljósi við af­greiðslu um­sókna um alþjóðlega vernd," þ.e. hælisleitenda frá Makedóníu! (467 árið 2016, sautjánföldun frá 2015!) og Albaníu (231 árið 2016, rúmlega tvöföldun frá 2015); alls voru hælisleitendur 1132 árið 2016, en 354 árið á undan (hádegisfrétt Rúv.); þetta fólk, sem er hér enn að meirihluta enn í gersamlega óþarfri bið, skapar nú þrýsting á leiguverð landsmanna upp á við, situr í flestöllu félagslegu húsnæði og í fjölda hótelherbergja að auki, allt á kostnað skattgreiðenda og einnig framfærsla þessa fólks að auki og greiðslur til atvinnu-"fagaðila".

Með þann mann (Óttar) meðal skipstjórnarmanna í brúnni, sem vill með flokki sínum BF, að landsmönnum verði fjölgað í 800.000 fyrir miðja öldina, með sífelldu innstreymi útlendinga, þá er ekki von á, að vel fari í þesari ríkisstjórn.

Jón Valur Jensson, 14.1.2017 kl. 14:12

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

Og hér sannar sig enn, að stefna Íslensku þjóð­fylk­ingarinnar í þessum málum var sannarlega ekki ótímbær, heldur full af framsýni og ábyrgðarkennd gagnvart þjóð okkar, ólíkt hinu sífellda undanhaldi Sjálfstæðisflokksins.

 

Jón Valur Jensson, 14.1.2017 kl. 14:17

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er virkilega enginn í öllu stjórnkerfinu sem fylgist með því hvernig fjármunum er ráðstafað til flóttamannahjálpar?  Er öllum sama þótt helmingnum sé sóað í vitleysu vegna gesta og gangandi sem flokkast ekki einu sinni undir raunverulega flóttamenn?

Kolbrún Hilmars, 14.1.2017 kl. 18:04

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir mál þitt Ívar að mestu þó ég hafni niðurlagsorðum, þar sem líst er yfir trausti á núverandi stjórnvöld til gagnlegra athafna varðandi innflytjandamál gegn okkur sem hér eigum heima.

Víðátta og frelsi verður aldrei endurheimt, til skila til framtíðar, verði því fórnað.

Hrólfur Þ Hraundal, 14.1.2017 kl. 18:12

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús, því miður gæti þetta reynst rétt hjá þér, þar sem formennska í utanríkisnefnd liggur hjá Viðreisn, sem faðmar Schengen. Jón Steinar, rót meinsins liggur trúlega þar sem þú lýsir. Jón Valur, takk fyrir. Kannski er ég of bjartsýnn, þar sem BF og Viðreisn koma sínu fram að hluta og Sjálfstæðisflokkurinn nær sáralítið að stíga á bremsurnar í málefnum flóttafólks. En Guðlaugur Þór er réttur maður á réttum stað sem utanríkisráðherra og því er ég vongóður. 

Kolbrún, við skulum reyna að gera fólk ábyrgt fyrir ráðstöfun þessa fjár, þótt það hafi jafnan reynst erfitt. Vinstri stjórnin setti met í milljarðasóun til óskilvirkar þróunaraðstoðar. Hrólfur, við verðum að vona að einhver skýr lína verði dregin í sandinn í flóttamannamálum.

Ívar Pálsson, 15.1.2017 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband