Mannsskaðaveður á Írlandi

2017-10-16_Irland-nullskoliStormurinn Ophelia skellur nú á Írland, en hægt er að fylgjast með framgangi hans hér á nullschool.net sem sýnir vind um heim allan. Benda þarf á Írland á heimskortinu og draga það að miðju myndar, en stækka svo t.d. með hjóli músarinnar.

Síðan má smella með bendlinum á einstök gráðuhnit og þá koma upplýsingar um vindhraða á þeim stað. Þannig náði vindhraðinn mest 99 km/klst en var um 120 km/klst. í gær þegar lægðin var sunnar í heitari sjó og hafði ekki náð landi. 

Þegar þessi vindakort eru skoðuð sést gjarnan hvernig landslag hægir á yfirborðsvindi. Mjög áhugavert.

Nullschool.net

 


mbl.is Kona lést í óveðrinu á Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband