Fullt tungl í Fiskamerki

Tunglið er fullt og flott, færir sig í Fiskamerkið kl. þrjú í nótt 28/8. Ég tók þessa mynd kl. 22:40 í Skerjafirði með stafrænni vél í gegn um stjörnukíki. Það þurfti ekki að slökkva á bænum, þetta var skýrt. Best að fara út að spangóla.

Klikkið tvisvar á myndina til þess að ná fullri stærð.

Fullt tungl IP 270807


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vá frábær mynd hjá þér. Mín er bara að lesa og lesa um tunglið. sólina og vini þess Mjög skemmtilegt. Takk!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Þetta er flott mynd Ívar. Í tilefni tunglfyllingar er hátíð hér á Sri Lanka. Almennur frídagur en verslanir eru þó opnar. Ekki má selja áfengi, kjöt eða fisk í dag, sem aðra tungldaga.

Í dag er þó sértök hátíð en budda trúar þyrpast að víða úr heiminum til að fagna þessu tungli upp í Kandy. Þar er mikið við haft og glatt á hjalla. Fílar eru klæddir í skautklæði og miklar skrúðgöngur farnar. Mér var reyndar boðið að fara en hafði ekki tíma til þess. 

Gunnar Þórðarson, 28.8.2007 kl. 05:41

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk bæði tvö, tunglið heillaði mig Fiskinn eins og Sri Lanka búddatrúarfólkið. Fíllinn ég fór nú samt ekki í skrautklæði í vinnuna í morgun. 

Kínverjar miða aftur á móti við nýtt tungl, þá hefst allt (og lýkur áður). Fullt tungl er þá líklega miðja og hápunktur þess 28 daga hrings. Þriðja kvartil er svo eins konar niðurlag þess ferlis.  

Ívar Pálsson, 28.8.2007 kl. 10:29

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er ekki skrýtið að múslimar og gyðingar eru Mána-trúar. Til forna voru þetta hirðingjar sem gættu búfénaðar að næturlagi. Sólin var þeim einungis til ama og dagurinn tími til að sofa í skugganum.

Egyptar voru akuryrkjuþjóð til forna. Sólin var því eðlilega þeirra æðsti gvuður. Þeir tóku samt enga áhættu og tilbáðu Mánann líka. Gyðingar fundu sinn gvuð Jahweh í Egyptalandi.

Ásatrúin er stjörnutrú og sameinar því trúarbrögð hirðingja og akuryrkjuþjóða. Er það ekki lýsandi fyrir atvinnuhætti á norðurslóðum ? Enda er Ásatrúin líklega upprunin í norðrinu, en náði á tímabili mikla útbreyðslu og langt til suðurs.

Haltu áfram Ívar, að heiðra hina fornu og "eilífu" gvuði með frábærum myndum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.8.2007 kl. 10:52

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Loftur. Ég náði góðum myndum af tunglmyrkvunum í gegn um stjörnukíkinn og mun birta það þá þegar ég finn það til. 

Ívar Pálsson, 28.8.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband