Turnar tveir í tunglskini

Hér er smá minningarmynd um turnana tvo, sem ég tók áðan í tunglskininu í Skerjafirði. Það er skrýtiðMinning um turnana tvo að hafa staðið ofan á turninum í New York forðum, þar sem voru þúsundir manna og hundruð þúsunda tonna af steinsteypu og stáli. Ekkert átti að vera traustara, en nú er það horfið. Miðstöð heimsviðskipta: Horfin. Horfinn er líka grunnurinn að helmingi fasteignalána þeirrar þjóðar. Stærstu bankar og fjárfestingalánafyrirtæki riða til falls. Ekkert er varanlegt.

 

Löngusker, skarfar og smáfuglar

 

En lífið gengur sinn vanagang úti á Skerjafirði, þar sem skarfarnir spóka sig á Lönguskerjum. Hverfa þau líka? Vonum ekki.

 

 

HaustfjaranVarnargarðurinn er nú að hverfa vegna stöðugs ágangs sjávar. Brimaldan lemur hann flesta daga. Allt gefur eftir að lokum. En nú á víst að laga hann, blessaðan.

 

Smellið þrisvar á myndirnar til þess að ná fullri stærð.


mbl.is Minnismerki um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Góður að venju.

Ellefti september var mesta mænd fökk frá upphafi og tröllvaxnasta hollywoodsjó allra tíma ef Independence Day er frátalið.

Baldur Fjölnisson, 12.9.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Þetta eru flottar myndir og ágæt hugvekja.  Ég held þó að Löngusker séu forgengileg þar sem sjávarborð fer hækkandi.  En ég ætla rétt að vona að þeim verði ekki breytt í flugvöll.

Ef sá sem skrifar athugasemdina hér á undan er sá sem ég held, þá erum við þremenningar.  En ekki líkar mér viðhorf hans sem koma fram í textanum.

Gunnar Þórðarson, 12.9.2008 kl. 11:30

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég verð þá að reyna að lifa við það. Ekki fer ég að trúa á ómögulega vitleysu frá sjúklegum raðlygurum, sem er í bága við sjálf náttúrulögmálin, vegna frændsemi við einhvern.

Baldur Fjölnisson, 12.9.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband