Óþægilegur sannleikur

Óþægilegur sannleikur ýmiss konar sýnir okkur hve dýrt það reynist þegar ráðamenn í stjórnmálumRéttlæti vilja ekki sveigja sig eftir honum heldur halda sig við fyrirframgefnar kreddur . Hér eru nokkur dæmi um slíkt í umhverfismálum:

Trjárækt á Íslandi kælir ekki jörðina, heldur hitar hún hana. Norðan 50°. breiddargráðu hitar trjárækt jörðina frekar en hitt og CO2 losun er af aðgerðinni (sjá t.d. Lesbók Mbl. í gær).

Langstærsti hluti losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum af mannavöldum á sér stað í ríkjum sem eru harðákveðin í því að einbeita sér að orkuöryggi og hagvexti hjá sínum þegnum á næstu árum heldur en að gangast undir sveiflukennd reiknilíkön vestrænna umhverfissinna um 20-50 ár. Fundir 10.000 manns í Kaupmannahöfn eða á Balí breyta engu um þessa staðreynd.

Maðurinn breytir ekki veðri heimsins að sínu skapi, hvað þá að milljarður manna breyti veðrinu „rétt“ fyrir hinum 5,7 milljörðunum.

Maðurinn getur ekki haft áhrif á hæð sjávarmáls næstu 200-1000 ár. IPCC (SÞ- hópurinn) fullyrti það vegna færibandsins mikla um heiminn.

Efnahagskreppan lætur fólk um heiminn forgangsraða hjá sér: hvort á að svelta núna og kæla hugsanlega jörðina um 2°C næstu 20-50 ár eða að eiga í matinn?

Ræktun matvæla til orkunotkunar hækkar verð á matvælum fyrir fátækasta fólk heims og veldur beinlínis hungri. Jafnvel Evrópusambandið staðfesti þetta þó.

SannleikurinnAðgerðir Íslands eða Íslendinga geta ekki á nokkurn tölfræðilegan hátt skipt máli varðandi kælingu loftslags í heiminum. Enginn alvöru vísindamaður getur haldi síku fram af viti. En ef svo ólíklega vildi til, þá væri niðurstaðan brotabrot úr Celcíus gráðu, sem væri hvort eð er ekki marktæk.

Peningaustur Íslands til málaflokksins um losun gróðurhúsalofttegunda eykst stöðugt og er talinn í millljörðum króna. Hætta ber honum, fyrst hann skilar engu.


mbl.is Geir bauð Ban Ki-moon til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar er tvímælalaust að skógrækt á svörtum basaltjarðvegi Íslands bæði bindur koltvísýring og temprar hita.

Reyndar er verið í Lesbókargreininni að láta sem varmaútgeislun jarðvegs annarsvegar og skógs hinsvegar sé sambærileg sé hvorttveggja jafn dökkt eða ljóst. Þarna er sagt að aðeins ef skógur er sunnan 50. gráðu geti hann vaxið nógu hratt til að binda nægan koltvísýring til að jafna upp hvað gróðurinn er að jafnaði dekkri en en jarðvegur - sem jafnan er ljós (öfugt við íslenskan jarðveg). - En þetta er bara rugl og alls ekki sambærilegt - það er svo gjörólíkar ástæður fyrir því að grasgrænukornin draga til sín ljósgeisla til ljóstillífunar eða ber jafndökkur jarðvegur - og allsólík örlög sólargeislanna eftir því hvor hvort jarðvegur eða grasgræna hremmir þá.

Þetta er því alls ekki sambærilegt því dökkgræni litur gróðursins þegar sólargeislun er mest þ.e. á sumrin stafar af því að gróðurinn dregur í sig sólargeislana og ljóstillífar og bindur þannig varmann í efnahvörf við myndun lífræns efnis sem ekki losnar aftur nema við bruna. Reyndar umverpist mestur hluti þeirrar bindingar inn í jarðlögin og losnar milljónum ára seinna í eldgosum - eða alls ekki.

Jafn dökkur litur jarðvegs hinsvegar bara hitnar og losar aftur varmann út í næturkuldann,  og hefur þannig aukið á lofthitann í lofthjúpnum.

- Það er því algerlega ósambærilegt hvað verður um geisla sólar vegna dökkgræna lits trjánna sem stafar af því að grasgrænukornin draga í sig ljósið til ljóstillífunar  og til bindingar á lífrænu efni, eða þegar dökkur jarðvegur drekkur þá í sig sem vermir svo loftið.

- Er aðeins tilað drepa málum á dreif að reyna leggja það að líku, fyrir utan að öflugt og heilbrigt gróðurhvol ásamt heimshöfunum er alltaf mikilvægasti böffer allra áfalla sem lífríki Jarðar verður fyrir.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.9.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir skýringarnar, Helgi Jóhann. Eftir stendur þó að skilvirkni skógræktar á Íslandi í því skyni að kæla heiminn getur vart talist marktæk, hvað þá miðað við það að fá bændur í Indónesíu og annars staðar á hitabeltissvæðum til þess að sleppa því að brenna skóginn. Það er álíka og bananarækt í Hveragerði í stað innflutnings.

Ívar Pálsson, 28.9.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

já þetta eru nú ekki sérlega bjartir tímar sé horft svona á málin. Fær mig til að minnast

sögunnar um manninn sem var að bjarga krossfiskum sem voru út um allt á ströndinni.

Hann kastaði hverjum krossfisknum á fætur öðrum út í sjó til að bjarga lífi hans og ekki sá hökk á vatni.

Þá kom að maður sem spurði því í ósköðunum hann væri að þessu þegar ljóst væri

að hann gæti aldrei bjargað þeim öllum. Maðurinn svarðaði að hann væri ánægður með að 

geta bjargað að minnsta kosti einum.

Stundum geta litlu hlutirnir skipt miklu máli þótt þeir bjargi ekki heiminum. Við vitum ekki 

alltaf stærra samhengi hlutanna þó við séum komin langt á sviði vísinda.

Sólveig Klara Káradóttir, 29.9.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Var það ekki þannig að svæði með skógi er með 1-2°C hærri meðal hita en önnur svæði.

Að skógur hækki hitasvæðisbundið. 

Fannar frá Rifi, 1.10.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Sólveig Klara, í viðleitni okkar við það að bjarga einum krossfiski þá svelta mannabörnin á ströndinni. T.d. með því að ákveða okkur lágan CO2 kvóta þá takmörkum við hagvöxtinn verulega vegna misskilnings á samhengi hlutanna og stærða í heiminum.

Einmitt, Fannar. Veðurfræðingar og hver sá sem til þekkir hér á Íslandi veit að hitamælir nálægt skóglendi sýnir mun hærri hita en annars staðar. Tré vaxa sjaldnast úr svörtum sandiog áfallshorn sólar á sandinn hér virðist mun veikra ein sólskin á þéttan skóg með ljóstillífun á fullu. Fyrir utan allt það, má ég þá biðja um meiri hita og skóg en sand og kulda!

Ívar Pálsson, 1.10.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband