Hryðjuverk á Indlandi

Taj Mahal hótel Mumbai

Illt er heyra, fjöldamorð í Mumbai. Samúð okkar er með fólkinu sem lendir í þessum hörmungum. Hryðjuverkamenn ráðast þarna gegn útlendingum og táknum vestrænnar heimsvaldastefnu.

Sögufrægt og glæsilegt Taj Mahal hótelið í Mumbai er nú sviðinn vígvöllur, en eins og sést meðfylgjandi á myndum mínum, þá stendur það við Gateway of India, hlið mikið sem (hálf)byggt var vegna heimsóknar Bretakonungs Georgs V og Queen Mary. 

Þegar við hjónin veittum okkur eina nótt þar, þá var dollarinn um 60 krónur og Ísland var heimsveldi! Nú virðist friðurinn úti.

 

 

Mumbai rocked  by deadly attacks

http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/7751160.stm

Witnesses tell of Mumbai violence

http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/7751423.stm


mbl.is 9 handteknir vegna hryðjuverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Öfgafullir islamistar eru siðlausir, hlífa hvorki börnum, konum né gamalmennum, vega og myrða sakleysingja í hrönnum. Þjóðum heims er greinilega hættulegt að bjóða upp á komu þeirra innan um aðra (saklausa) múslima. Við það verður innflytjendastefna Norðurlanda ekkert síður en annarra landa að miðast. Gæti menn ekki að nauðsyninni, eru þeir að taka áhættu með öryggi eigin þjóðar, eigin barna og annarra. Hafa foreldrar í þessum löndum falið valdamönnum umboð til slíks?

Jón Valur Jensson, 27.11.2008 kl. 03:56

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nú meira hvað sumir geta orðið öfga öryggissinnaðir beinist ofbeldi gegn vestrænum þegnum.  Þá ríður jafnvel á að Norðurlöndin leggist í rasisma.

Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mikið vildi ég að dollarinn væri aftur orðin kr. 60, þá var nú gaman að lifa.

Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 15:23

4 Smámynd: Fiskurinn

Magnús, fjöldi Indverja lét lífið í árásinni. Varnir gegn fjöldamorðingum eru ekki kynþáttahatur. Indverjar eiga t.d. í höggi við öfgafulla Islamista sem eiga sér helst skjól í Pakistan og berjast með hryðjuverkum gegn vestrænum áhrifum.

Sterka krónan fór að vísu alveg með útflutninginn, t.d. lagðist Sushi- verskmiðjan okkar af og rækjuveiðar og rækjuverskmiðjurnar féllu hver af annarri. Þar fóru mikil verðmæti. 

Fiskurinn, 27.11.2008 kl. 16:58

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef fjöldamorðingjar eru skilgreindir sem íslamistar frá Pakistan, en innrás sem orsakar tugþúsunda fjöldamorð í Írak er skilgreind sem öryggisaðgerð þá er rasismi varla annað góðverk.

Rækjan var búin, en ég er sammála Fiskinum um að mikil verðmæti töpuðust á allt of hárri gengisskráningu til margra ára.

Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 17:29

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gottb þú viðurkenndir þessa staðreynd þarna í lokasetningunni, Magnús. En hver framdi þessi tugþúsunda fjöldamorð í Írak? Fræddu okkur um það.

Jón Valur Jensson, 27.11.2008 kl. 20:47

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón Valur ég var að tala um orsakir.

Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 23:13

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Orsakir" í hvaða merkingu?

Jón Valur Jensson, 27.11.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband