Fjallaskíðin ekki til frægðar

Fjallaskíðaferð þriggja vina á Snæfellsjökul lifsbjorg_maetir_788561.jpgsunnudaginn 1. feb. 2009 endaði ekki sem skyldi eins og sést í myndaalbúminu hér til hliðar. Á uppleið lak jeppinn útaf í rólegheitum á flughálu grjótinu og var nálægt veltu, en félagar frá Ólafsvík í björgunarsveitinni Lífsbjörgu komu á rétta tækinu og kunnu sitt fag. Þeir spiluðu bílinn inn á veginn og eiga hjartanlegt þakklæti okkar flækinganna skilið.

 

Lengi finnst þeim er bíður. Við Stefán gegnum áleiðis að jöklinum í snjókomunni með skíðin og á þeim, en Elías varð að bíða eftir björgun hjá bílnum. Heimsókn á Búðir og hjá Haffjarðará lauk síðan þessum sunnudagstúr, sem var ekki til frægðar en reyndist samt hinn besti.

 

Ferð að Snæfellsjökli, fleiri myndir:

http://ivarpals.com/koparmyndir/thumbnails.php?album=12


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Flottar myndir hjá þér eins og alltaf. Heppnir að jeppinn valt ekki. Hef lent í álíka nokkrum sinnum. Bíllinn étur sig bara hornrétt út af veginum, hvernig og hvað sem maður gerir. Hrein martröð.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.2.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Maður verður grænn af öfund við lestur fjallaskíðaferðar Ívar.  Jafnvel þó þær mistakist.

Nú fer að rætast úr hjá mér og líklegt að ég fari í langa ferð um Uganda með félaga mínum Alfred.  Það stendur til að heimsækja m.a. Lake Albert sem þykir mjög fallegt og er á milli Uganda og Congo.  Þetta gæti orðið ævintýraför og reiknað með tveimur vikum í það heila.  Þetta er þvælingur um frumskóg og gresjur á fjórhjólabíl en vegakerfið er mjög frumstætt.

En næsta vetur verð ég heima á Íslandi og geng á fjöllin með ykkur Stebba.

Gunnar Þórðarson, 6.2.2009 kl. 11:19

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Sigurður. Kannski maður birti meira af myndum. Ísland á veturna er hrikalega fagurt. Það verður að fara varlega á bílunum. Augnablikið er verulega óþægilegt þegar bíllin fer að skríða (ég sit á mér að ræða nagladekkin!). Betra að koma sér fyrr á fjallaskíðin, fyrst útbúnaðurinn er góður.

Gunnar, flott að þú komist í safarí með hinum górillunum. Við færum nú örugglega oftar á fjöll á veturna ef þú værir hér. Kannski við förum með fagmanni eins og Sigurði (hér að ofan) enþá má ekki minnast á hvalveiðar, sbr. nýjustu blogg ykkar beggja!

Ívar Pálsson, 6.2.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Alltaf tilbúinn í tóma vitleysu. Er bara hræddur við takmarkanir á málfrelsi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.2.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband