Hundar sem bíta fólk ganga lausir

Lítill og laus hundur beit mig til blóðs í kálfann í gegn um hlaupabuxurnar þegar ég hljóp á Yorkshire Terrier2Seltjarnanesi sl. fimmtudag. Eigandinn (Björn? í bláum Íslands- íþróttajakka) baðst fyrst afsökunar en forðaði sér svo með hundana, svartan ljúfan líklega Labrador og litla truntutígurinn, ljósbrúnan hugsanlega Silk Terrier, þegar ég reyndi að fá upplýsingar um hundinn feiga. Framhaldið var það að lögreglan tók skýrslu og ég fékk far á slysavarðstofuna, þar sem ég var sprautaður með stífkrampasprautu og fékk recept á sýklalyfið Augmentin(e) og þarf síðan að eiga við sárin á kálfanum og önnur óþægindi, þar sem sýkingar eru algengar, en stífkrampi er háalvarlegt mál. En hundurinn og eigandinn ganga enn lausir, hættulegir nágrenni sínu, ekki aðeins miðaldra hlaupandi karlhlunkum, heldur allt eins börnum. Það ber ekki að líða.Hundsbit sarid

Hundahaldarinn snaraði þeirri skýringu fram að hundurinn hafi verið svona árásargjarn eftir að hann lenti í stærri hundi. Já, þessvegna var ástæða til þess að viðra hann óbundinn, svo að hann gæti ætt geltandi að mér um 70 metra leið og bitið mig hinu sæmilegasta sári!

Ég hélt að þetta væri einstakt tilvik og hef alltaf liðið þetta síaukna hundahald. Þá kemur í ljós, þegar ég ræddi þetta í hlaupahópi að ýmsir hlauparar hafa verið bitnir einu sinni eða tvisvar! Að ógleymdum hunda- langböndunum sem brugðið hefur verið fyrir fætur þeirra með alls kyns afleiðingum.

Ég hvet hundaelskendur og okkur öll hin til þess að segja frá þessum agressífu, lausu hundum svo að von sé til þess að allir hinir ljúfu hundarnir muni ekki líða fyrir óaldarseggina í almennilegu gamaldags hundabanni eins og var í gildi í þá gömlu góðu daga, fyrir tíð frægra hunda Davíðs Oddssonar og Alberts heitins Guðmundssonar. Annars legg ég til að bannið verði tekið aftur upp. Hvað myndi þá allur þessi fjöldi fólks að tala um?

PS: Vinsamlegast látið lögregluna vita ef þið þekkið til þessa hunds, enda er sagt að hundur sem farinn er að bíta af þessari hörku muni alltaf gera það.

Yorkshire TerrierPS.PS.: Hlaupahópar eru ágætis vitni um lausagöngu hunda, enda lét einn eigandi í dag hund sinn ganga lausan þegar ég var einn, en var fljótur til að binda hundinn þegar hann sá hópinn nálgast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Já, það er þetta með hunda og hundaeigendur. Ég hef umgengist hunda mikið um ævina og á heimili foreldra minna var alltaf hundur. Margir vinir mínir og kunningjar eiga hund og það er ekkert við það að athuga. Hins vegar er töluvert við marga, allt of marga, hundaeigendur að athuga. Á heilsubótarferðum um gang- og reiðhjólastíga verður maður oftar en ekki var við hunda. Sumir eru í taumi en aðrir ekki. Það er allt of algengt að hundar séu hlaupandi lausir með eigendum sínum eða umráðamönnum en það er með öllu óheimilt. Þegar fólk fær leyfi til að halda hund skuldbindur það sig til að hafa hundinn alltaf í taumi á almannafæri. En ástandið er síður en svo gott í því efni. Þegar ég hitti hundaeiganda með lausan hund, heilsa ég ætíð kurteislega og segi síðan: "má ég benda þér á að þú átt að hafa hundinn í taumi"? Þetta hef ég gert svo oft að ég hef ekki tölu á því. Ekki í eitt einasta skipti hefur viðkomandi hundaeigandi tekið mark á þessari ábendingu minni en í langflestum tilvikum fær maður skæting í staðinn um að manni komi það ekkert við, og í sumum tilfellum eru svörin, "haltu kjafti", "þegiðu" eða það allra heimskulegasta: "ertu hræddur við hunda?". Ég er ekki hræddur við hunda en ég veit að margir hundar eru leikfúsir og halda að hlaupandi manneskja sé til í eltingarleik. Og margir eru hræddir við hunda, eða tortryggnir gagnvart hundum sem þeir þekkja ekki. Það skiptir engu máli hvort er, hundaeigendum er skylt að hafa hundana í taumi á almannafæri hvað sem þeim finnst svo um þær reglur.
Annað er athyglisvert, umferð hunda er bönnuð á nokkrum stöðum, t.d. á Laugaveginum, á ákveðnum svæðum í Elliðaárdal og víðar. Ekki get ég séð að það hafi nokkur áhrif á hundaeigendur sem skeyta engu um slík fyrirmæli heldur vaða yfir allt og alla með hundana sína, ýmist í taumi eða lausa.
Og svo er sérstakur kapítuli þegar tösku-hundaeigendur fara með hundana inn í verslanir, bakarí og fiskbúðir sem aðrar búðir, stofnanir og afgreiðslur fyrir almenning. Það er algjörlega óheimilt hvort sem hundurinn er í tösku, vasa eða fangi eigandans.
Það hlýtur að vera krafa almennings að hundaeigendur virði þær reglur sem gilda um hundahald, að öðrum kosti ætti alfarið að banna hundahald í þéttbýli.
Lausir kettir eru svo annað mál sem ætti að fela meindýraeyðum að leysa.

corvus corax, 10.3.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: corvus corax

Maríanna Magnúsdóttir sem sjálf á silki terrier segir í athugasemd hér fyrir ofan: "auðvitað á það ekki að vera með hund lausan sem að er svona árásargjarn", og aftur síðar í athugasemdinni segir hún: "Ég vona samt innilega að eigandinn sjái að sér og hafi hundinn framvegis í bandi þar sem hann getur greinilega ekki treyst honum í kringum fólk".
Það má skilja af þessum ummælum Maríönnu að ef hundurinn er ekki árásargjarn heldur blíður og góður, og einnig að það sé hægt að treysta honum í kringum fólk, sé í lagi að leyfa honum að vera lausum. Maríanna, taktu nú vel eftir! ÞÉR OG ÖÐRUM HUNDAEIGENDUM ER SKYLT AÐ HAFA HUNDINN ALLTAF Í BANDI ÞEGAR HANN ER Á ALMANNAFÆRI! Það skiptir engu máli hvort hundurinn þinn er blíður eða grimmur, lítill eða stór, feitur eða mjór, þú mátt ALDREI láta hundinn þinn ganga lausan!
Lestu þessa setningu sem ég stal úr athugasemd Þryms Sveinssonar hér fyrir ofan og er úr reglum um hundahald: "Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi í fylgd með aðila sem hefur fullt vald yfir honum."

corvus corax, 10.3.2009 kl. 19:13

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hundaheppni að ekki fór verr Ívar - hvað varstu annars að hlaupa út á nesi - en rétt að hér er mikið um það að hundar séu látnir ganga lausir sem og afskiptalausir að mestu

Jón Snæbjörnsson, 10.3.2009 kl. 21:28

4 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Í fyrra rakst ég á mann á Arnarhóli og hann var með kálf með sér og sá gekk laus um hólinn (kálfurinn reyndist við nánari athugun vera hundur) - Fyrsta hugsun mín var að hann væri örugglega blíður og góður :-)

ÞJÓÐARSÁLIN, 11.3.2009 kl. 10:47

5 identicon

Já Hundar eru eins og menn. Misjafnir en þó eru hlutfallslega fleiri hundar vel gerðir og vandaðir en menn.

Til eru eigendur sem að vanrækja skyldur sínar. Það er vegna þess að menn eru ekki alltaf vandaðir.

Menn keyra stundum fullir og valda tjóni. Miklu tjóni. Þó dettur engum í hug lengur að banna áfengi.

Bretinn Philip Carter svaraði í sömu mynt þegar hundurinn Splodge beit hann í höndina.

Réðst Carter þá á hundinn og beit hann í nefið svo að blóðpollur myndaðist á vettvangi.

Carter var kærður fyrir athæfið og í kjölfarið dæmdur í 12 vikna skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa meitt hundinn og síðan synja honum um aðhlynningu eftir árásina. Dómari leit árásina alvarlegum augum og hefur Carter verið bannað að halda gæludýr það sem eftir er ævinnar. Carter slapp við fangelsun með játningu. baldura@mbl.is

Valborg Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband