Ríkisstjórnin hunsar Alþingi og Hæstarétt

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. johanna_sig_amx_ruv.pngog Steingríms J. hlýtur að heyra sögunni til þegar hún hunsar Alþingi, Hæstarétt Íslands og vilja þjóðarinnar. Leynisamningar eru ær hennar og kýr. Ef einhvern tíma var ástæða til þess að berja sleif á pottlok, þá er það á þessari stundu.

Hver fæst til þess að verja svona leynimakk, þegar ríkisstjórn semur við aðra þjóð í blóra við gildandi lög Alþingis, með grein um það að hugsanlegur dómur Hæstaréttar Íslands um efnið breyti ekki niðurstöðunni? Slíkir yfirgengilegir einræðistilburðir eiga ekki að líðast. Hver hugsandi Alþingismaður verður að koma í veg fyrir staðfestingu þessa glæpagjörnings. Hér biðla ég helst til Vinstri grænna, að muna það að drýgsti hluti kjósenda þeirra eru á móti Icesave (og líkt hlutfall á móti ESB- aðild ásamt IMF- samningum). Þið hafið valdið, notið það rétt.

Áminning um 91. grein hegningarlaga:

„Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.“


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Minn tími mun koma, því miður rættist sú hótun!  Verkstjórn Heilögu Jóhönnu hefur því miður frá byrjun verið til skammar.  Guð blessi alheiminn.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 18.10.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvernig er þetta er ekki möguleiki á að kæra samkvæmt þessum lögum ?

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.10.2009 kl. 10:45

3 Smámynd: Bumba

Maður skilur ekki orðið neitt í neinu. Með beztu kveðju.

Bumba, 18.10.2009 kl. 11:31

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hér ráfa menn fram og aftur blindgötuna og eru svo flæktir í eigin útúrsnúning að hvítt er orðið svart og svart er orðið hvítt.  Hafðu ekki áhyggjur af svona málflutningi bumba. Hann er marklaust bull manna sem þekkja ekki Stjórnarskrárákvæðin.  Forsetinn framselur sitt vald til Ríkisstjórnarinnar og það er hún sem ræður, ekki lagatæknar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 11:54

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, tími Jóhönnu kom og fór. Steingrímur tók við, en framkvæmdi hennar verk, ekki síns flokks, VG.

Jóhannes, þessi tengill hér er á yfir- lagatækninn. Það er ekki bannað að hafa skoðun. Mín hefur t.d. alltaf legið fyrir.

http://johanneslaxdal.blog.is/blog/johanneslaxdal/entry/866387/

Ívar Pálsson, 18.10.2009 kl. 12:08

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þingið þarf að samþykkja þetta. Forsetinn verður að vísa þessu til þjóðarinnar. Nú er loksins tími til að láta reyna á áfríunarrétt þjóðarinnar. Ef það gerist ekki, þá lifum við við einræði.

Ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana að þessir landráðamenn fái að komast upp með þetta.  Þetta markar endalok lýðveldisins, ef ekkert verður að gert.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2009 kl. 12:17

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ívar, þú tekur væntanlega eftir dagssetningunni, 29.apríl, síðan þá hefur mikil og upplýsandi umræða átt sér stað. Á grundvelli hennar hef ég löngu skipt um skoðun   Það er einmitt kosturinn við upplýsandi umræður að maður geti tekið upplýsta ákvörðun.  Þeir sem aldrei skipta um skoðun eru hættulegastir. Þeir umgangast stjórnmál eins og trúarbrögð.  Við verðum að leggja þetta að baki og snúa okkur að hreinsun og uppbyggingu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 12:31

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður eru núverandi lög um ráðherraábyrgð vita GAGNSLAUS og virðast bara hafa verið samin af ráðherra þegar hann var að fá sér "neðan í því" eftir "vel heppnað plott". Ef lögin eru skoðuð þá er þar að finna svo mörg vafaatriði að miðlungs fær lögfræðingur yrði ekki lengi að skjóta þau í kaf.

Jóhann Elíasson, 18.10.2009 kl. 14:31

9 Smámynd: Huckabee

Hitt var reynt en gekk ekki Verða ekki kosnir leðtogar að klára þessar hörmungar? Eða ????

Huckabee, 18.10.2009 kl. 23:43

10 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er ljótt þegar íslenska framkvæmdavaldið er farið að semja "óvini ríkisins" frá hugsanlegum niðurstöðum íslenska dómsvaldsins. Slíkir samningar eru auðvitað ólöglegir. Mér þykir sem samskipti Íslands við aðrar þjóðir draga dám af gömlu hugmyndinni um samskipti HÚSBÆNDA og hjúa. Illt þykir mér ef ríkisstjórnin ætlar sér að breyta Íslandi nýlendu Evrópusambandsins.

Gústaf Níelsson, 19.10.2009 kl. 11:46

11 Smámynd: Elle_

Var fyrst að lesa pistilinn núna, en hann hitti naglann á höfuðið.   Við búum í einveldi Jóhönnu Sig. og kannski Steingríms Joð líka, hann er allavega meðsekur.   Það er verk Alþingismanna að stoppa einræði og yfirgang þessa fólks.   Þeir hafa það vald og eiga ekki að lúta neinum skipunum eða sætta sig við óheiðarleika þeirra og yfirgang.  

Elle_, 13.11.2009 kl. 15:15

12 Smámynd: Elle_

Jóhannes, þú sagðir: " Forsetinn framselur sitt vald til Ríkisstjórnarinnar og það er hún sem ræður, ekki lagatæknar"

Stjórnarskrá Íslands: 14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.

Elle_, 13.11.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband