Dökki hesturinn kemur fram

Mig dreymir um dökka hestinn. Í ensku máli merkir dökkur hestur („A dark horse“)  t.d. einhvern lítt þekktan stjórnmálamann sem kemur fram og nær óvæntum árangri. Þetta gerist í dagdraumi mínum um Icesave2 atkvæðagreiðsluna á Alþingi:

Múlbundinn þingmaður Samfylkingar brýstdokkurhestur_cgordonhorses_com.png út úr ærandi þögninni og öskrar „nei“ á allra- síðustu stundu. Samviskan gaf honum ekki svefnfrið nóttina áður, svitinn spratt út á enninu og Andi liðinna atkvæðagreiðslna ásótti hann. Ef þingmaðurinn staðfesti Icesave2, þá bar hann ábyrgð á óförum þjóðarinnar þaðan af. Honum varð hugsað til sannfæringar sinnar, sem gaf honum kosningu hans. En nú voru um 80% þjóðarinnar gegn Icesave2 „lausninni“ sem hann þurfti að verja til síns hinsta dags.  Í morgunsárið kom Vitrunin: sannfæringin varð skyldurækninni yfirsterkari og örlögin urðu ekki umflúin. Hann varð að hætta stuðningi við frumvarpið. En ekki mátti segja frá því fyrirfram, því að allir legðust þá á hann og létu ákveðni hans bresta.

Þingmaðurinn staðfasti, dökki hesturinn, brokkaði að bási sínum og náði að ýta á NEI á síðustu stundu. Icesave2 var þar með hafnað. Hann tölti hnarreistur til baka.

„You saved Iceland too“.


mbl.is Brown álítur Icesave bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þig dreymir villta dagdrauma.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 09:36

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég held að það sé ekki hægt að búast við svörtum hestum í draumum þinum það gæti þó brugðið fyrir afkvæmi tveggja fjarskyldra hóf dýra í mýflugu mynd

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.12.2009 kl. 22:05

3 Smámynd: Elle_

Pistillinn er göfugur og snjall.  Það eru flokksmenn Jóhönnu Sig. þó ekki, því miður.

Elle_, 19.12.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband