Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Þversögn vaxtarins

JordinFraHinniHlidinniBandaríkjamenn eru líklega að horfa á takmörkun hagvaxtar síns, ef sett eru almenn markmið um losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Koltvísýringslosun ætti varla að vera til umræðu, þar sem hún er eðlilegur fylgifiskur framfara og mannfjölgunar. Takmörkun á mengandi efnum er sjálfsögð, en losun CO2 fer fram í náttúrunni (97%) og með starfsemi mannfólksins (3%) og verður ekki skilin frá vexti þjóðfélaga, er þannig samofin vextinum. Hér eru nokkrir samantektarpunktar á fyrri lengri greinum mínum:

  • Heiminum fjölgar um Ísland á einum og hálfum degi, langmest í þróunarríkjum.
  • Allir vilja eðlilega að öll börn heimsins nái að lifa og þroskast.
  • Betri heilbrigðisþjónusta er núna að bæta lífslíkur, en vatn og fæðu vantar til lífs.
  • Því meiri hagvöxtur þróunarríkja, því meiri verða líkur þar á lífi og betri lífsgæðum.
  • Kvóti á koltvísýringslosun takmarkar hagvöxt ríkjanna, sem eiga mest kol og gas.
  • Ef  Ísland leggur til takmarkanir, þá batna síður lífsgæði þróunarríkja.
  • Matvælaframleiðsla þessarra ríkja eykur losun gróðurhúsalofttegunda verulega (aðallega hrísgrjón, metangas). http://www.enn.com/globe.html?id=1617
  • Harðar aðgerðir kæla ekki loftslag jarðar fyrr en eftir mjög langan tíma (100-1000 ár), en hafa afgerandi neikvæð áhrif á líf fólks núna í þróunarríkjunum.
  • Tiltölulega reglulegir atburðir, ss. eldgos, sólgos, flóð, þurrkar og stríð gerbreyta niðurstöðum formúlanna. Sólin ræður líklega mestu um þetta allt hvort eð er.Solin med gosi
Besta aðstoð sem við getum veitt er við þróunarríkin (eða "vaxtarríkin") í orkumálum, helst á beinan hátt eins og með varmaorku í Kína, en líka á óbeinan hátt með því að gangast ekki fyrir takmörkunum á orkunotkun þeirra, þar sem sjálfsagt er að þau noti t.d. handhægu kolin sín eða öll samgöngutæki til hagvaxtar. Þá er óréttlátt að við á Vesturlöndum takmörkum losun okkar einhver ósköp, ef flest heimsbörn losa hjá sér á fullu. Enda munar nákvæmlega ekkert um það hvort Íslendingar breyti hegðun sinni um 10-50%, þegar við erum jafn vistvæn og raunin er, ásamt því að jafnmikill mannfjöldi bætist við jörðina á einum og hálfum degi. Okkur langar bara til að vera heiminum til fyrirmyndar á krúttlegan hátt.
mbl.is „Bandaríkin hafa annars konar markmið í umhverfismálum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er heimurinn (“like it or not”)

Mannfólki í heiminum fjölgar um 211.000 á dag, þ.e. um fjölda allra íbúa Íslands á einum degi og ellefu stundum, mest í Kína og á Indlandi. Mannfjoldi2050GomulSpaMeðfylgjandi tengill um mannfjöldann er eins og bensíndæla á fullu: http://www.ibiblio.org/lunarbin/worldpop  Við Íslendingar erum um 0,046% mannfjöldans, eða eins og 14 manns sem hlutfall allra Íslendinga, sem þó er lækkandi.

Allt þetta fólk hefur sama rétt og við til vaxtar og þroska og til þeirra lífsgæða sem við höfum eða stefnum að. En til þess að svo megi verða, þarf það vatn, loft, næringu, landgæði, orku, menntun eða yfirleitt allt það sem færði okkur Íslendinga yfir í efstu fáu prósentur heimsins í lífsgæðum. Til þess að vera samkvæm okkur sjálfum, þá getum við ekki meinað þeim að njóta nákvæmlega þess hagvaxtar sem við nutum til þess að komast á þennan stað, á þann hátt sem við höfum gert. FátæktFólkið er að reyna að brjótast út úr fátækt, helmingur heimsins með dagstekjur upp á 120 krónur og einn milljarður ólæs eða óskrifandi ásamt sama fjölda barna sem lifir við algera fátækt.

Uppbyggingin tekur heilmikla orku, sem sést á meðfylgjandi línuritum með spám til ársins 2030.  Aukning rafmagnsframleiðslu verður aðallega með kolum og gasi í Asíu. Fólksfækkun í Vestur- Evrópu veldur samdrætti þar, þar með hækkun meðalaldurs.

OrkunotLond2030Tilgangurinn með því að benda á ofangreindar staðreyndir og spár er aðallega sá, að sýna okkur Íslendingum að við megum ekki óska öðrum hratt vaxandi þjóðum lítils hagvaxtar. Við óskum þess í raun ef við heimtum að þau takmarki orkuframleiðslu sína til þess að minnka framleiðslu gróðurhúsalofttegunda. Rafmagn til 2030Það er jafn mikið réttlæti í Kyoto- kvótanum og fiskveiðikvótanum forðum, að ákveða að á ákveðnu ári (Kyoto 1990 eða Ísland 1984) verði skiptingin svona, miðað við þá framleiðslu sem átti sér stað þá. Þar með er vexti annarra sett skýr mörk. Fyrir utan það, þá munum við ekki ná að minnka hagvöxt ríkjanna, þó að við æsktum þess. Líkurnar á því að meðfylgjandi spálínurit um raforkuframleiðslu gangi eftir eru verulegar, jafnvel þótt íslenskir utanríkisráðherrar beiti allri sinni málsnilli á tímabilinu gegn því.

Við viljum eflaust flest að heimurinn nýti endurnýjanlega orkugjafa eins og við, fari með friði og bæti ekki við mengun heimsins. En þannig ganga ekki kaupin á eyrinni. Ótrúleg mannfjölgun veldur því, að gripið er til nærtækustu ódýrra orkugjafa, kols og gass, farið er í stríð til þess að tryggja auknum fjölda land, vatn og orku, en aukinn mannfjöldinn veldur óhjákvæmilega aukinni mengun, jafnvel matvælaframleiðsla þeirra. Verum raunsæ og ræðum málin á þeim grunni. Höldum líka áfram að vera til fyrirmyndar áRafmNotkunHeims2030 þessum sviðum eins og öðrum, án þess að halda að við séum ekki að standa okkur vel.WorldPopulationRafmKolanotk2030


Hernaður kostar sitt

Hernaðarútgjöld Bandaríkjanna eru ótrúleg að stærð, líklega yfir helmingur fjárlaga þeirra og hernaðarútgjalda heimsins, meira en næstu 42 ríki þar á eftir samanlögð. VopnaskakNú gáfu demókratar eftir og samþykktu 100 milljarða dollara aukafjárveitingu án brottfararskilyrða frá Írak, þá er heildin um 700 milljarðar dollara (43,4 trillion IKR) eftir því hvað er reiknað sem hernaður eða ekki, því að stór hluti framkvæmda Bandaríkjanna er til stuðnings hernaði á einhvern hátt. Þetta eru um fimm milljarðar króna á klukkustund allt árið og það á óumdeildum friðartímum.

En við hvern er verið að berjast? Bandaríkin og bandamenn þeirra eru með 70% hernaðarútgjalda heimsins. Einungis USA er með 72 - falda hereyðslu á við "Öxul hins illa", Íran og N- Kóreu. Mátturinn er sýndur í dag, með heljar- heræfingum við Íran, á meðan N- Kórea prófar litlar eldflaugar. Kínverjar eyða aðeins broti af þessu  (1/5) og eru ólíklegir fjendur, þar sem Bandaríkjamarkaður er aðalmarkaður þeirra og Kína er stærsti erlendi eigandi amerískra skuldabréfa og dollara.Herbilbatur Viturlegra er að beita þeim þrýstingi heldur en að skjóta á Bandaríkjamenn og eyðileggja eigur sínar.  Rússar eru að rétta úr kútnum og hernaðarsóun þeirra er 1/11 hluti á við Bandaríkin en allir eru vinir í skóginum núna og þeir hafa aðra óvini heldur en Bandaríkin, aðallega litlar þjóðir og þjóðabrot. Hernadarutgjold BandarikjannaLeit USA að óvinum er því aðallega meðal þeirra sem selja öðrum en Ameríku olíuna. Vopnin sem barist er við er mest þeirra eigin og fjendurnir þjálfaðir hjá þeim sjálfum eins og Saddam og Osama, sem voru víst aldrei félagar.

Ofangreint vopnabrölt er drifkraftur helstu hagkerfa heims. Ef því yrði hætt, kæmi fyrst veruleg kreppa og síðan myndu valdahlutföll jarðarinnar snarbreytast. Bandaríkin virtust þó ætla að tóna þetta skak eitthvað niður eftir sigur Demókrata í þinginu, en augsýnilega kallar stríðsmaskínan ekki allt ömmu sína og heimtaði meira til sín af framtíðartekjum þegnanna. Mikil auðna er það að hafa vit á því að vera friðsöm hér uppi á klaka eins og við.

HerutgjoldEfstuLinurit2005

 


mbl.is Bandaríkjaher flytur hergögn til Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugt ástand?

Gengið hefur nú gengið að nokkrum útflytjendum dauðum, en hver dagur af háu vöxtunum við bjargbrúnina skilar bönkunum svo miklum viðskiptum  og spekúlöntum  það háum dagvaxtatekjum að ekki er von á breytingu í bráð.

Nú hefur Landsbankinn víst sett Íslandsmet í því að vera með lágt skuldatryggingarálag. Veltum fyrir okkur stöðugleika ástandsins á bankamarkaðnum í dag í ljósi sögunnar á þessum línuritum.CDS Icelandic Banks Sveiflan er veruleg á einu ári, en þegar litið er yfir heiminn á nokkrum liðnum árum, þá sést alvöru sveifla. Að vísu hafa skuldatryggingarafleiður (CDS) þróast hratt síðustu ár, en áhættan af stórum sveiflum í hagkerfi Íslands og umheimsins virðist samt verulega vanmetin. 

Um leið og einhver stór krónubréf fást ekki framlengd, þá hækkar eflaust skuldatryggingarálagið á íslensku bankana og neikvæð keðjuverkun getur farið af stað.

Annað sem veldur áhyggjum er að á Íslandi, sem er með  eina hæstu hreinu skuldastöðu ríkja heims (Líbanon hærra?), þá er gjaldeyrisforðinn, sem var 34% eigna landsins árið 1995, einungis um 4% eignanna í dag. Ólíklegt er að þessi forði nægi til þess að verja krónuna af nokkru viti, enda eru upphæðirnar á móti í hundruðum milljarða króna.
CDS yfir timann

 Nú eru bankarnir loks farnir að tala um það sem raunhæfan möguleika að krónubréf á gjalddaga verði ekki  framlengd endalaust. Greiningardeildirnar vilja amk hafa minnst á skellinn þegar hann kemur.

Ástandið í dag er ekki jafnvægisástand. Boginn er fullspenntur og örin í skotstöðu upp í loftið. 

 

 

 


mbl.is Greining Glitnis spáir gengislækkun í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir lækka ekki

Það er ekkert sem bendir til þess að vextir muni lækka í bráð. Ríkisstjórnin ræður því lítið, heldur Seðlabankinn, sem heldur enn að hávaxtastefnan veiti íslenskum lántakendum aðhald, þegar raunin er sú að hún sogar til sín fjármagn heimsins, sbr. greinin hér að neðan. Þessi krabbameinsfruma er nú orðin að myndar æxli, sem afar erfitt verður að losna við. Nú er íslenskt hagkerfi búið að laga sig að ofurvöxtum og krónubréfaútgáfu eins og það aðlagaðist 100% verðbólgu eftir árið 1980. Hvatinn til þess að grípa á kýlinu er ekki fyrir hendi, því að sá sem gerir það verður álitinn hafa veikt sjúklinginn.

Keðjubréf

Auðvelt er að taka lán í Jenum eða Svissneskum frönkum á lágum vöxtum og kaupa hlutabréf í íslenskum banka sem ávaxtar sitt pund ákaft með starfsemi sem byggir á háum vöxtum íslenskra ríkisskuldabréfa. En þetta er ekki sjálfbær starfsemi þegar til lengdar lætur, sérstaklega þegar haft er í huga að skuld safnast upp á gjaldmiðilinn okkar, krónuna, sem nemur 700 milljörðum króna nú þegar. Seðlabankinn hefur kosið að láta þessa risasápukúlu blásast út yfir okkur í þeirri barnslegu trú að þetta muni allt verða í lagi þegar stöðnun á sér loks stað. Fólk er látið fá á tilfinninguna að allir séu að græða, líkt og í keðjubréfasvindli. En við erum sannarlega ekki að græða, hvorki ungt fólk sem er að byggja eða Íslendingar í heild, þar sem fljótlega kemur að skuldadögum. Vissulega er hægt að framlengja framvirka samninga nær endalaust, eins og víxla forðum, en allt í einu fæst ekki framlengt og þá er ekki gaman að vera til.

Markaðurinn kætist

Það er altént ljóst að hvatinn til þess að fá stýrivexti lækkaða mun ekki koma frá stjórnendum bankanna, þar sem gengi hlutabréfa þeirra æðir áfram upp í þessu ástandi. T.d. fengu tveir stjórnendur Kaupþings nýja kauprétti þann 16. mars sl. sem hafa aukist í virði um 84 á hlut, um 204 milljónir króna, eða um 2,6 milljónir á bankadag (5.300 kr./mínútu) fyrir hvorn þeirra. Að vísu þyrftu þeir að vinna áfram í nokkur ár hjá bankanum og hann að halda arðsemi til þess að kauprétturinn nýtist, en það staðfestir trúna á það að þeir munu vera jafn líklegir til þess að berjast fyrir lægri stýrivöxtum og ég fer að berjast fyrir lægri verðum á útfluttar íslenskar sjávarafurðir.

Lullað áfram

Raunar er það svo að enginn fæst til þess að krefjast lægri vaxta af viti, því að stórt gengisfall er líklegt við lækkun stýrivaxta, eins og ég hef áður vikið að. Þar með er allt komið af stað, verhækkanir og eilífðar vesen. Við útflytjendur fengjum leiðréttingu, en flestum stendur á sama um það, bara að innflutningurinn sé ódýr. Því dilla sér flestir áfram í indælisró, allt til enda.

 

Grein um Krónubréf til neytenda. "Daily Wealth"

The World's Safest Country... And Why Interest Rates There Are So High
by Dr. Steve Sjuggerud
February 2, 2006

Investing in the world's safest country just got easier...

Usually, interest rates in safe countries are really low... In Switzerland, for example, bank deposits pay less than 1%. The same is true in Japan. In Sweden, interest rates are 1.5%. And in the Euro area, interest rates are about 2%.

But in Iceland, one of the safest countries in the world for doing business, the Central Bank currently has its overnight lending rate at 12%.

Things are surprisingly good in Iceland now. With the exception of Ireland, Iceland has the world's fastest growing developed economy... and Iceland is offering investors a great chance to earn big returns on their cash... as I'll explain.

You might be surprised to learn Icelanders enjoy the world's longest life expectancy, and one of the world's highest incomes per person. Crime is almost non-existent there. It's probably because everyone has a job... unbelievably less than 3,000 people in the entire country were unemployed in the third quarter of 2005.

In the last six years or so, I've traveled to Iceland many times. I've driven all over, from its snow-capped mountains to its beaches. I've visited its companies. I've met with all of the major brokerage firms and traded with them... to the point where they know me by name at the two biggest firms.

In fact, across my career I've been significantly responsible for about $100 million dollars in trading activity in this country.

In all that time, I haven't had a problem. In short, I never worry about my money there. It's because I believe this country may be the safest country in the world in which to do business.

So the question is, if Iceland is such a safe country, why are interest rates so high?

The answer is actually pretty simple: Iceland is extremely scared of inflation.

Iceland has had serious trouble with inflation in the past. In August 1983, inflation in this country reached over 100%. That's a level you'd expect in some sort of banana republic, not in one of the world's wealthiest countries (on a per capita basis), with an AAA rating on its debt from ratings agency Moody's.

When that kind of inflation set in, it wrecked havoc on the economy. The government has since committed itself to never allowing that to occur again.

So today, the Central Bank in that country targets inflation. Whenever inflation approaches 4%, the Central Bank slams on the brakes, and starts raising interest rates.

For most of 2003 and part of 2004, the Central Bank had set interest rates at 5.3%. But now, like in the States, a housing boom has set in. Prices have soared even quicker than they have in the States. That asset inflation is being compounded by the high price of oil, causing the price of goods to rise. It's a double-whammy, and it's now to the point where analysts are predicting inflation of 5% in Iceland in 2006.

Of course, the Central Bank wants to prevent that from happening at all costs. So they're keeping rates extremely high.

This situation presents a great investment opportunity for us: high interest returns with extremely low risk.

Some DailyWealth readers may already be familiar with this opportunity. I wrote about Icelandic government bonds in DailyWealth on November 9th 2005.

I'm writing to you today because I've found an even easier way of taking advantage of Iceland's high interest rates... a 3-month Icelandic Krona CD.

When you buy a 3-month Icelandic Krona CD, you agree to deposit your money in a Krona-denominated bank account for 3 months. At the end of that period, the CD expires and you get your money back, plus interest. If you prefer to keep your money in Krona, simply roll the CD over for another 3-month period.

The risk lies in the exchange rate. If the Icelandic Krona should fall against the dollar while you own the CD, your principal will decline in the same proportion. Of course, if the Krona gains by 3%, your principal also increases by 3%.

Whatever happens to the exchange rates, you still receive the interest no matter what. But the most important thing to remember is money will be attracted to Iceland as a direct result of the high interest rates found there... and that should support the currency.

Up until now, collecting these high, safe returns wasn't possible without buying direct in Iceland. The good news is, Everbank has just introduced the Icelandic Krona CD to its product line, with a yearly rate of 8.24%.

I think this CD is a great place for your safe money... all you have to do is fill out a form and send Everbank your money. The minimum investment is $10,000.

Everbank is a $3.6 billion company with over 1,500 employees nationwide... so you don't have to worry about dealing with any dodgy foreign brokers or salespeople to make this transaction. I've personally sat down with Everbank CEO Frank Trotter and discussed the best possible ways to make new investments just like the Krona CD.

I think they've made a great move here... a high paying CD in the world's safest country. And if you choose to invest, you've got to go for a visit. You'll be glad you did both.

Click here to visit Everbank's World Currency CD webpage... and click on the Icelandic Krona CD link on the right hand side to learn more.

Good Investing,

Steve


mbl.is Davíð: Verðbólga hefur hjaðnað en hægar en spár gerðu ráð fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleikt og blátt er lausnin

Bleikt og blátt endist líklega lengst, þ.e. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. Þannig er tryggt viðhald stofnsins. Þótt núverandi stjórnarmynstur virðist réttast, þá eru varanlegar lífslíkur litlar. Það þarf t.d. ekki mikinn óróleika á vinnumarkaði til þess að rugga þessum framsóknarbáti þannig að hann hvolfi. Einn fer í fýlu eða finnur til persónulegra valda og sprengir þar með DB stjórnina.

Raunhæf stjórn

Draumurinn væri dimmblá stjórn, þar sem stefnumál Sjálfstæðisfólks komast hrein í gegn. En það er bara draumur. Raunverulekinn í dag er sá, að Geir H. Haarde er með nokkur góð spil á hendi og samningaaðstöðu eftir því. DS stjórn sem verður til núna er með það sem flestir vilja: nær tvo þriðju kjósenda á bak við sig, Geir sem forsætisráðherra, áframhaldandi hagsæld án stöðnunar og áherslan á því sem flest fólk telur mikilvægast í þjóðfélaginu. Orka almennings beinist þá til starfa þeirra sjálfra eða einhvers annars en að deila um keisarans skegg. Mótlæti sem upp kemur verður þá yfirstíganlegt og fuglabjargið lengst til vinstri er þá eins og Eldey: ósnortin náttúra sem enginn sér eða heyrir til.

Friður og hagsæld

Samfylkingin fengi félagsmálapakkann og mýkstu málin, þá helst friður áfram þar. Ingibjörg Sólrún yrði utanríkisráðherra og drægi þar með hjálparaðstoð Íslendinga út úr Írak. Litlar líkur yrðu á verkföllum og róstri, þar sem stjórn fólksins væri við völd. Ljóst yrði hve staða jafnréttismála er í góðu lagi, því að nógu margar nefndir yrðu stofnaðar til þess að greina slíkt og fólk treysti þeim upplýsingum. Samfylkingin leggur blessun sína yfir háhitavirkjun hjá Húsavík og þar með álver, ásamt álverinu í Helguvík og þar með Þjórsárvirkjun.

Eftir fjögur ár er ég áfram blár og vinafólk mitt bleikt, kjósum okkar flokka áfram, sú ríkisstjórn heldur traustum velli og lýðræðið blómstrar.


mbl.is Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koltvísýringslosun er ekki kosningamál

Nú funda Kyrrahafsþjóðir um loftslagsbreytingar, ekki um heimsaðgerðir gegn breytingunum, sem flestir vita nú að breytir engu í margar kynslóðir, heldur einungis rætt um hverjar þær eru. Við eyjaskeggjar ættum að skoða þetta mál hvernig það snýr að Íslandi.

Ísland á réttri braut

Nýjasta skýrsla IPCC hóps#3 Sameinuðu þjóðanna sýnir okkur enn fram á það að Ísland er á hárréttri braut, langt á undan sinni samtíð og losar nær ekkert af þeim koltvísýringi (CO2) sem heimurinn dælir út. Umræður um þetta efni hér á landi eru aftur á móti komnar á villugötur, þar sem fólk í kosningaslag fullyrðir hið gagnstæða. Ljóst er að stefna og framkvæmd þessara mála á Íslandi er eins og best verður á kosið, enda sýna tölurnar það. Gefum okkur að skýrsluhöfundar hafi rétt fyrir sér, þ.e. að aðgerðir manna auki meðalhita jarðar, þótt það sé enn umdeilt. Það á sér aðallega stað (77%) með brennslu kolefnaeldsneytis, mest til raforkuframleiðslu. Aðrir helstu orsakavaldar manna eru bruni skóga og kjarrlendis, hrísgrjónarækt og annað sem ekki er stundað á Íslandi.

CO2 losun Íslendinga: dropi í hafið

Raunar er skondið hve mikið er rætt um CO2 losun Íslendinga, m.a. af því að það er hjóm eitt miðað við íslenska náttúru.  Sú stórgóða bók, Íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson, segir frá því á blaðsíðu 310 að á síðustu öld, 1900-2000, hafi átt sér stað eldgos hér á þriggja og hálfs árs fresti, en allt að tveggja ára fresti eftir því hvernig litið er á það. Vitað er að hvert eldgos losar gríðarlegt magn af CO2 og öðrum efnum og gastegundum sem teljast gróðurhúsalofttegundir, út í andrúmsloftið. Fastlega er búist við Kötlugosi innan tíu ára og innan tveggja ára með verulegum líkindum. Gera má ráð fyrir því að hörðustu hugsanlegar mótaðgerðir gegn losun gróðurhúsalofttegunda myndu breyta jafn miklu og það hvort næsta Kötlugos hefjist klukkutímanum síðar en það gerði ella.Ísland er hreint

Til fyrirmyndar eins og það er og verður

Aðgerðir Íslendinga gegn mengun heimsins eru til fyrirmyndar. Það staðfestir hinn þenkjandi hluti umheimsins, en ekki stjórnarandstaðan á Íslandi, sem hefur sitt eigið sérstaka mat á þessu. Viðbótar- virkjanir  losa engan koltvísýring og  áliðnaður sem notar slíka orku  losar aðeins brotabrot af því sem notar  kolefnaeldsneytisnotendur gera til sömu framleiðslu.  Alcan sá sig tilneytt til þess að semja  við olíubrennandi Saudi -Arabíu um smíði stærsta álvers í heimi þegar Hafnfirðingar höfnuðu tveggja kerskála viðbót við verksmiðjuna. Þar er hnattræn samviska vinstri vængsins í hnotskurn.

Aðgerðir manna munu engu breyta í kynslóðir

Skýrslur IPCC hafa sagt, að taki þjóðir heims sig verulega á varðandi losun gróðurhúsalofttegunda, sem er alls ekki líklegt, þar sem mestu mengunarvaldarnir hafa lýst sig stikkfría, þá gæti hægt á aukningunni í einhverja áratugi. Nýja skýrslan segir jafnvægi ekki komast á fyrr en á 100 árum eða mun lengri tíma en það. Það heldur enginn því fram að raunhæfar aðgerðir muni kæla niður jörðina innan nokkurra kynslóða. Raunar er bent á það í fyrri skýrslum IPCC að langmest af CO2 fellur að lokum í hafið og þaðan til botns smám saman þar sem efnin síast og jafnast, en það ferli tekur amk eitt þúsund ár. Hafi mennirnir valdið tjóni, þá verður því ekki snúið við á fjórum árum, 10 árum eða hundrað árum, heldur hugsanlega á 1000 árum. Það voru ekki Íslendingar sem ollu þessu tjóni, það verða ekki Íslendingar sem bæta það og líkast til ekki jarðarbúar. Aðeins náttúran sjálf getur leiðrétt slíkar skekkjur, enda er ómögulegt fyrir 6300 milljónir manna að ná samkomulagi um svona mál, þar sem þeir geta ekki einu sinni verið sammála um að drepa ekki hver annan.

Ábyrgð á heiminum? Nei, en gott fordæmi.

Hve langt á ábyrgð Íslendinga á gjörðum umheimsins að ná? Við erum ekki foreldrar heimsins, þó að við gefum oft gott fordæmi, t.d. í orkumálum. Hlýnun á Íslandi er ekki vandamál, nema það hve hratt jöklarnir gætu verið að bráðna og verða lítt virkjanlegir eftir 80-100 ár ef svo heldur áfram. En það bendir okkur á að virkja jökulárnar á meðan það er hægt og kraftur er í bráðnuninni. Loksins þegar vinstri vængurinn vill fara að virkja jökulárnar eftir áratugi, þá er ekkert eftir nema urðin og grjótið, sem allir ferðamenn elska víst!

Við höfum kosið rétt og gerum það áfram

Förum að ráðum IPCC, framleiðum meira af vatnsorku, þá getum við verslað með heimskvóta. Vöxtur þjóðfélaga eykur koltvísýringslosun og við getum ekki stöðvað vöxt þeirra. Skýrslurnar sína að orkuöryggi er aðalmálið, það minnkar CO2 losun verulega. Höldum áfram að sýna rétt fordæmi, verum leiðandi í orkugeiranum.  Aðgerðir  okkar eru eins og  heimurinn mælir með. Fyrir utan það,  þá breytum við engu í bráð. Lesið  bara skýrsluna!
mbl.is Kyrrahafsríki funda um loftslagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband