Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?

Raunverulegt virði krónunnar er miklu lægra en platgengið sem Seðlabankinn býr til. Það endurspeglast íThe left bank thumscrew því að staðfest eftirspurn er eftir gjaldeyri á t.d. 30% yfirverði miðað við gengið í dag og hugsanlega 50%. Bankahrunið og alþjóðlega kreppan með brottfalli vaxtamunarviðskipta olli í raun miklu meiri hækkun gjaldeyris en yfirvöld fást til þess að jánka. Þessi IMF- seðlabanki okkar í dag er ánægður á meðan vinstri vængurinn herðir enn skrúfuna á okkur en ekki á IMF og lánadrottnum sem þeir vernda með ofurvöxtum og gjaldeyrishöftum.

Uppgjör Íslands myndi taka á þessu öllu í einu: gengisfelling 50%, neitun vafasamra bankaskulda (aðallega Icesave) upp á þúsundir milljarða króna, gjalþrotauppgjör nýrra/gamalla banka samtímis, tenging við gjaldeyri á alþjóðamarkaði (EUR/ USD/ NOK), ásamt öðrum afgerandi aðgerðum, því að ljóst er að við getum ekki borgað skuldirnar og munum ekki gera það með sölu orkuveitna.

Vinstri stjórnin býr því til vonda karla, útflytjendur, sem voru góðir fyrir stuttu og áttu að bjarga landanum í Nýja Íslandi. Bátakarlar sem selja aflann sinn í íslenskum krónum eru nýjustu blórabögglarnir og nú á að góma þá með enn einum ólögunum. Fyrst neyðarlögin, svo gjaldeyrishöftin, núna sérlög um að íslenska krónan sé ekki gildur miðill í sölu afurða.

Ríkisstjórnin gerir sér ekki grein fyrir því að sjálfsbjargarviðleitni er sterkur eiginleiki íslenskra sjómanna. Skipsstjórnarmönnum ber að ná hæsta verði á afurðirnar fyrir áhöfn sína. Flestum er kunnugt um það hvað er raungengi krónunnar í erlendum viðskiptum, jafnvel niður í Reuters- uppboðsgengið, þar sem Evran er vel yfir 200 krónur. Útflutta afurðin ætti því að skila fjölda króna til Íslands, en má það ekki af því að ríkið býr til falskt Kremlar- gengi sem virkar ekki á markaðnum. 

Velkomin í vinstri- ríkisstýrðan IMF heim Íslands! "The Left Bank" kalla ég hann hér með. Kannski verður hann ekki sá eini sem er eftir, þökk sé MP.


mbl.is Gjaldeyrisfrumvarpi dreift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóð í dái

Þjóð sem býr við amk. 15.000 milljarða kr. skuldir, engin alvöru gjaldeyrisviðskipti, lítt starfandi banka,Coma ofskuldug fyrirtæki og einstaklinga getur ekki látið eins og hagstærðir á við verðbólgustigið endurspegli rétt ástand hagkerfisins. Sjúklingur í dái er náttúrulega stöðugur og rólegur með afbrigðum. En um leið og tækist að vekja hann til viðskipta, t.d. með afnámi gjaldeyrishafta, alvöru stýrivaxtalækkun og stórfelldum skuldaafskriftum kröfueigenda, þá fara hagtölur aftur að verða virkar. Gengi krónunnar ræður þá mestu um verðbólguskotin.

En sjúklingurinn er enn á Morfíni til þess að koma í veg fyrir frekara lost, þó að hálft ár sé liðið frá bankafallinu. Það verður ekkert að marka neitt af þessu fyrr en horfst er í augu við óumflýjanlegt uppgjör skuldanna, sem var og er: við neitum að borga. Stjórnmálamenn þora ekki að standa á því, sérstaklega fyrir kosningar.


mbl.is Talsvert dregur úr verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varlega með höfuðið

Sonur minn fékk heilahristing á snjóbretti í Davos í Sviss árið 2007 í fyrstu ferðinni, fyrsta daginn. Davos brettaslysMyndirnar hér til hliðar sýna þetta. Þar var faglega tekið á málinu af svissneskri skilvirkni. Meðvitundarleysið varaði í um tvær mínútur með minnisleysi fyrst á eftir. Sjúkraliði var strax kominn á staðinn, skoðaði strákinn og renndi sér með hann á sleða að kláfnum. Niðri beið sjúkrabíll, en alltaf var verið að skoða sjáöldrin og spyrja hann spurninga. Hann vissi að vísu varla fyrir hvaða vikudagur var og hvað staðurinn hét, þannig að þeir héldu kannski að hann væri í verra ástandi en hann var! Á spítalanum var hann undir stöðugu eftirliti í sólarhring og vakinn til þess að spyrja hann sömu spurninganna. Síðan tók við lega inni á hótelherbergi til loka ferðarinnar. Ekki mátti vera í mikilli birtu, ekki horfa mikið á sjónvarp eða að lesa mikið. Alls ekki reyna neitt á sig.

Við öll ferðafélagarnir keyptum hjálma og notuðum þá eftir það. Straks í upphafi kom nýi hjálmurinn sér vel, þar sem einn ungi brettakappinn í hópnum skall harkalega á höfuðið aftur fyrir sig. Ég hef alltaf verið með hjálm síðustu árin og finnst það hvort eð er mun þægilegra en ekki, enda er hægt að stýra loftútstreymi á mínum Giro hjálmi.  Erlendis nota flestir hjálm og þykir flott, enda mikil tíska í kring um það, en hér heima er enn verið að láta eins og þetta sé hallærislegt.

Venjulegur snjór er sjaldnast svona grjótharður, en mér sýnist margþjöppuð lög af bráðnum og endurfrosnum gervisnjó verða harðari en stálið í sushi- hnífi. Þannig aðstæður eru gjarnan þar sem flestir fara um eins og á byrjendasvæðum þar sem Natasha Richardson féll. Hugsanlega hefði hún lifað sitt skíðaslys af hefði hún sætt sig við og fengið álíka meðferð og sonur minn. Svisslendingarnir gengu hart eftir því að farið væri eftir þessum reglum, enda hætt við því að blæðing inn á heilann eigi sér stað.

Þetta er ekki upplifun sem sonur minn eða við aðstandendur viljum endurtaka. Við prísum okkur sæla fyrir Svisslendingana faglegu.


mbl.is Hefði getað bjargað Richardson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskur er heilafæði fyrir unga manninn

Sænsk rannsókn á 4.792 15-18 ára strákum sýnir þá sem borða fisk oftar en einu sinni í viku fá hærri einkunn á greindarprófum en hina sem borða fiskinn sinn sjaldnar. Fyrri niðurstöður annarra rannsókna höfðu sýnt að börn mæðra sem borðuðu fisk reglulega í óléttunni gengur betur á greindarprófum en öðrum. Einnig að eldri fiskætur hrörna síður andlega. fishbrain.png

En maður veltir fyrir sér: Ef þú ert nógu klár til þess að meðtaka þessa staðreynd, þá ert þú líklega römm fiskæta, þannig að það þarf ekkert að benda þér á þetta. En það hlýtur að ganga vel að segja tánings- stráknum að borða oft fisk eins og að segja honum að ganga vel frá, taka til, hlaða farsímann eða að læra fyrir prófið!

 

 

**Fish may improve IQ of male teenagers
A study by Swedish researchers and published in the journal Acta Pediatrica has found that teenage boys who ate fish more than once per week scored higher in IQ tests than those who ate fish less than weekly.  Detailed questionnaires on diet and lifestyle were completed by 4,792 male adolescents when they were 15 years old.  At 18 years old the participants took standard intelligence tests.  One of the researchers, Dr. Maria Aberg is quoted as saying that these findings are significant because the study was carried out between the ages of 15 and 18, when educational achievements can help to shape the rest of a young man's life.   Aberg states that it appears that including fish in a diet can make a valuable contribution to cognitive performance in male teenagers. (Reuters)


mbl.is Andlega hrörnunin byrjar við 27 ára aldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalir éta okkur út á gaddinn

Hvalir borða milljónir tonna af sjávarréttum við Ísland árlega. Hér er einstakt myndband frá BBC sem Hvalurinn etur fiskinnsýnir hnúfubak gæða sér á síld sem mávar og aðrir fuglar smöluðu saman fyrir hann, eins og við gerum með síld og loðnu:

http://news.bbc.co.uk/1/hi/sci/tech/7940597.stm

Hve lengi á að fóðra hvalastofna landsins án þess að nýta þá af einhverju viti? Loðnan hverfur ofan í þá á meðan byggðir manna þjást og stofnarnir eru í mældu hámarki. En Einar Kristinn þorði að taka á þessu rétt, sem betur fer.


mbl.is Loðnuleit lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan kosin burt?

Loksins er orðið alveg ljóst hver samþykkir ómælda skuldaánauð á þjóðina. samfylking_icesave_logos.pngÞað er og hefur verið Samfylkingin. Árni Páll Árnason staðfesti þetta í Silfri Egils í dag. Aðrir flokkar eru ekki á þeirri línu. Kosningarnar framundan munu snúast um það hverjir eru líklegastir til þess að lágmarka skuldsetningu þjóðarinnar með því að berjast gegn Icesave- skuldbindingum og annarri yfirfærðri ánauð á þjóðina.

Eins og staðan er í dag er Sjálfstæðisflokkurinn er lang- líklegastur til þess, þar sem skýrasta andstaðan við skuldbindingarnar er á þeim bæ, en Samfylkingin samþykkir álögurnar umorðalaust, sem hún hefur gert allt frá því í ágúst 2008, þegar Björgvin þv. viðskiptaráðherra hóf að senda staðfestingarbréf sín til Breta og síðan við fallið þegar Ingibjörg Sólrún kom í sjónvarpinu og sagði okkur eiga að axla þessa ábyrgð.

Enginn heilvita kjósandi fer að velta því fyrir sér hvort skera skuli niður milljarð króna hér eða þar, án þess að spá í það hvort samþykkt verði að skulda hundruð eða þúsund milljarða eða ekki. Það skiptir nær engu hvort sparað er, ef ekki er ráðist á grunninn á bak við risaskuldbindingar ríkisins vegna bankanna, IMF, Icesave osfrv.

Kosið er um: X við sjúklegar og ógreiðanlegar skuldir (Samfylking) eða X við mismunandi leiðir til aðlögunar, með ofur- ríkisforsjá (Vinstri Grænir), með stórum ríkistilfærslum (Framsókn) eða við hraða aðlögun með trú á frelsi til athafna (Sjálfstæðisflokkurinn).

Sjáum núna til hvort línur haldi enn áfram að skýrast fram að kosningum, t.d. hvort að ESB (með IMF kúgunartækjum) nái að knésetja okkur alveg. Við fylgjumst spennt með.


mbl.is Hálft ár liðið frá því kreppan skall á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundar sem bíta fólk ganga lausir

Lítill og laus hundur beit mig til blóðs í kálfann í gegn um hlaupabuxurnar þegar ég hljóp á Yorkshire Terrier2Seltjarnanesi sl. fimmtudag. Eigandinn (Björn? í bláum Íslands- íþróttajakka) baðst fyrst afsökunar en forðaði sér svo með hundana, svartan ljúfan líklega Labrador og litla truntutígurinn, ljósbrúnan hugsanlega Silk Terrier, þegar ég reyndi að fá upplýsingar um hundinn feiga. Framhaldið var það að lögreglan tók skýrslu og ég fékk far á slysavarðstofuna, þar sem ég var sprautaður með stífkrampasprautu og fékk recept á sýklalyfið Augmentin(e) og þarf síðan að eiga við sárin á kálfanum og önnur óþægindi, þar sem sýkingar eru algengar, en stífkrampi er háalvarlegt mál. En hundurinn og eigandinn ganga enn lausir, hættulegir nágrenni sínu, ekki aðeins miðaldra hlaupandi karlhlunkum, heldur allt eins börnum. Það ber ekki að líða.Hundsbit sarid

Hundahaldarinn snaraði þeirri skýringu fram að hundurinn hafi verið svona árásargjarn eftir að hann lenti í stærri hundi. Já, þessvegna var ástæða til þess að viðra hann óbundinn, svo að hann gæti ætt geltandi að mér um 70 metra leið og bitið mig hinu sæmilegasta sári!

Ég hélt að þetta væri einstakt tilvik og hef alltaf liðið þetta síaukna hundahald. Þá kemur í ljós, þegar ég ræddi þetta í hlaupahópi að ýmsir hlauparar hafa verið bitnir einu sinni eða tvisvar! Að ógleymdum hunda- langböndunum sem brugðið hefur verið fyrir fætur þeirra með alls kyns afleiðingum.

Ég hvet hundaelskendur og okkur öll hin til þess að segja frá þessum agressífu, lausu hundum svo að von sé til þess að allir hinir ljúfu hundarnir muni ekki líða fyrir óaldarseggina í almennilegu gamaldags hundabanni eins og var í gildi í þá gömlu góðu daga, fyrir tíð frægra hunda Davíðs Oddssonar og Alberts heitins Guðmundssonar. Annars legg ég til að bannið verði tekið aftur upp. Hvað myndi þá allur þessi fjöldi fólks að tala um?

PS: Vinsamlegast látið lögregluna vita ef þið þekkið til þessa hunds, enda er sagt að hundur sem farinn er að bíta af þessari hörku muni alltaf gera það.

Yorkshire TerrierPS.PS.: Hlaupahópar eru ágætis vitni um lausagöngu hunda, enda lét einn eigandi í dag hund sinn ganga lausan þegar ég var einn, en var fljótur til að binda hundinn þegar hann sá hópinn nálgast.


Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu

Flest sem gert er til bráðabirgða verður varanlegt, sbr.gjaldeyrishaftalögin illu. Lífið okkar í nýja litlaFiskaburid fiskabúrinu heldur þannig áfram, enda verndar það okkur frá öllum hvölunum og hákörlunum í hafinu mikla. Gjafarinn mikli, IMF fóðrar okkur með lánsloforðum en engin viðskipti eru með krónuna, enda byggir núverandi módel ekki á viðskiptum, heldur á ríkisstýringu í skjóli IMF.

En þessi sæta gervitilvera sem búin var til við hrunið er verulega kostnaðarsöm. Blekkingargengi krónunnar hefur háan beinan vaxtakostnað, en þar að auki verulegan óbeinan kostnað, þar sem viðskipti stöðvast í þjóðfélagi sem er ekki samkeppnishæft við umheiminn.

Efnahagskerfi annarra landa riða til falls. Ísland verður að fella gengi krónunnar til þess að geta átt viðskipti við aðrar þjóðir og styrkt innviði sína aftur, en undanbragðalaust að hafna Icesave samningum eða öðrum vafasömum gjörningum, þótt viðskiptaráðherrann sem sagði réttilega af sér hafi staðfest ábyrgð ríkisins í bréfum fyrir fallið. Hann fór langt út fyrir umboð sitt og við erum ekki bundin af þannig afargjörningi.

Auglýst er eftir stjórnmálamanni sem þorir að standa á rétti íslenska ríkisins til sjálfstæðis. Hann eða hún mun spara kynslóðunum milljarðatugi, mörg þúsund mannár í vinnu. Sýnið fram á það hver þetta getur orðið.


mbl.is Engin viðskipti á gjaldeyrismarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband