Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Vélstjóranum að kenna

Limmi med svartar rudurGylfi viðskiptaráðherra fylgir fordæmi Jóhönnu vel. Gegnsæja ríkisstjórnin er einungis alveg glær þegar kemur að spurningum um verk hennar. Annars er límúsína hennar með kolsvartar rúður, líka framrúðu, enda er óvíst hvert farið er eða hvort manneskja sé yfirleitt við stýrið.  Alls kyns samningar eiga sér stað þarna inni, sem enginn fær að heyra um fyrr en það er löngu orðið of seint.

Allir fra bordiPakkið á fyrsta farrými

Ef Jóhanna og Steingrímur hefðu stýrt Titanic forðum, þá hefði Jóhanna sagt „Enginn varaði mig við ísjökunum“. Síðan hefði hún bent á það að vélstjórinn hafi sett skipið á fulla ferð áfram, hann sé ábyrgur. En Steingrímur J. hefði sagt: „Mátulegt á þetta pakk á 1. farrými“, á meðan allir sukku og almúginn var fastur inni í skipinu.

 

 Refsing fyrir lífstíð?

Í síðustu Alþingiskosningum hugðust margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins refsa flokknum fyrir að hafa m.a. þegið of háa kosningastyrki í góðærinu. En umvöndunin breyttist í 100 vandarhögg á bert bakið í formi einnar slökustu ríkisstjórnar allra tíma. Varla var það ætlun þessarra sjálfstæðu kjósenda, sem eiga nú verulega á hættu að missa einmitt það sjálfstæði sitt sem þeir hafa notið hingað til.

 

Svo bregðast krosstré

Svika- Grímur brást ítrekað flokki sínum og þjóðinni allri. Kletturinn sem byggja átti á reyndist sandhrúga sem lagast eftir öldufallinu. Samt heldur hann enn lyklunum að fjárhirslunum, en hefur gert aukalyklasett fyrir hina nýju erlendu vini sína í AGS.Kotturinn

 

Látum sjálfskvölinni linna

Við Íslendingar sem teljumst gjarnan fremst í flestu á mann, náum kannski verðlaunum í þetta sinn fyrir „Mesta Masókisma á mann“, núna annað árið í röð. Sjálfskvalarhvöt hlýtur að vera helsta skýringin á því að við látum enn þessa Jóhönnu- óstjórn yfir okkur ganga, ítrekað og endalaust og virðumst bara biðja um meira við hvert högg.  En vandarhöggunum verður að linna svo að sárin megi gróa. Látum þessa ríkisstjórn  tilheyra sögubókunum strax, svo að hún nái ekki að setja okkur í sama kafla þeirra bóka og Weimar- lýðveldið er, eða aðrar ríkisstjórnir sem brugðist hafa herfilega í sögunni.


mbl.is Ráðuneytisstjóri hafði þrjú álit undir höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband