Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Vekið Össur og látið Jóhönnu fá þýdda skjalið!

Upplýst umræða um ESB getur nú hafist hér, þar sem David Miliband lýsti ástandinu í ESB af færni. En fyrst þarf að vekja Össur af hláturssvefninum og færa Jóhönnu þýðinguna af fyrirlestri Milibands, því að hvorugt þeirra sá sér fært að vera á þessum ágæta fyrirlestri í HÍ. Nema að Össur sé líka farinn að fara með veggjum eins og Jóhanna Sig.? Nei...

 

Vinstri maður með þekkingu á ESB- vandræðum! 

 http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/1259611/


mbl.is Jóhanna fundaði með Miliband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri maður með þekkingu á ESB- vandræðum!

David Miliband

David Miliband var í senn skemmtilegur og faglegur í tali í HÍ í dag. Tilvistarklemmu Evrusvæðisins var lýst til hlítar, þar sem Bretar verða tæpast hluti af lausn Evrunnar, sem er fjármálalegur, peningalegur og stjórnmálalegur samruni með tilheyrandi afsali fullveldis. Margt kom þar fram t.d. þetta:

Meginlandið (Brussel) er ekki hrifið af kröfu Breta um endurheimt fullveldis til ESB ríkjanna sjálfra og stöðvar því þau frumvörp.

Kosningafyrirkomulagi til Evrópuþingsins var breytt, illu heilli að mati Davids Miliband, þar sem enginn viti nú heiti síns þingmanns á Evrópuþinginu! Tengslin voru rofin. Evrópuþingið er ekki lýðræðislegt svar til framtíðar.

Lausnir vandræðanna finnast helst á heimaslóðum, enda skapast þau helst þar.

Rangt er að aðild að Evru sé nauðsynleg til þess að hafa áhrif innan ESB. Nokkrar slíkar þjóðir hafa þó áhyggjur af þróuninni, ss. Bretar, Svíar og Danir. 

Evruþjóðir runnu ekki saman eins og vonast var til, heldur uxu í sundur.

Afhendingarskortur hrjáir ESB. Að skila af sé því sem lofað var (eins og ég skildi hann, "delivery deficit").

Margt fleira, meira seinna. En deginum ljósara er að þarna fer maður með djúpan skilning á vandræðum ESB og  Evrusvæðisins og að lausnunum fylgja afar erfiðir kostir. Fráleitt er að Íslendingar fórni sér inn í þetta víti, sem er ekki tímabundið eins og David staðfestir, heldur með grundvallarforsendubrestum.

 

 


mbl.is Samræma þarf efnahags- og stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið sanna andlit EvU

Barroso Reuters

Á meðan Jóhanna Sigurðardóttir spilar á fiðlu og boðar framsal ríkisvalds „vegna alþjóðasamstarfs“, þá boðar Barroso forseti Evrópuráðsins Bandaríki Evrópu, með sameiginlega yfirstjórn banka og fjármálamarkaðar, síðan hagkerfis og stjórmála yfirleitt. En Jóhanna talar um þjóð okkar þar sem „mannréttindi borgaranna séu ávallt tryggð“. Vonlaust er að það gerist í því alríki sem Barroso boðar, þar sem lýðræðishallinn er orðinn svo mikill að fleyið siglir vart lengur.

Barroso fór mikinn og lýsti því, að grundvallarbreytingar verði að eiga sér stað á Evrunni og Evrópskri stýringu. Ómögulegt sé fyrir ríki að hætta við Evruna.

JohannaSig AMX

Nú stefnir í það að Spánn biðji um náðarhöggið, fjárhagsaðstoð ESB. AGS segjast vilja koma að því. Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur nú fengið aukið stýrivald í bankamálum Evrulanda. Þessi þrenna, ESB, AGS og ECB (svokölluð Troika) hefur töglin og hagldirnar í Evrulöndum og ræður öllu sem hún vill í endalausri kröfu um sparnað hjá ríkjum í alvarlegri kreppu. Stjórn Suður- Evrópuþjóða er komin úr höndum þjóðlandanna og yfir á Troikuna.

Jóhanna vill afhenda þessari ólukkuþrennu íslensku þjóðina á silfurbakka í skuldaveislunni miklu í Brussel. Komum í veg fyrir það strax. 


mbl.is Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband