Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Óíslenskar tilskipanir

EU Rules

Tilskipanir ESB sem aldrei yrðu búnar til hér á ekki að leiða í lög. Það á við um endurnýjanlegt eldsneyti, glóperubann, ofurþykkt einangrunar osfrv. Áður fyrr var tilgangur lagasetningarinnar fremstur, en sl. 4-7 ár ESB- aðdáunar þá er ESB- tilskipunum þindarlaust mokað í gegn um Alþingi, óháð tilgangi og uppruna þeirra.

Nú er kominn tími til þess að endurskoða þetta fargan: snúa til fyrri vegar, sem var sá að vega og meta hvort tilskipunin henti íslenskum aðstæðum yfirleitt og haga aðgerðum í samræmi við það. Sú aðferð gekk ágætlega  og veldur Íslendingum ekki kostnaði og armæðu eins og óþurftar- tilskipanir gera.


mbl.is Ríkið verður af 800 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

XD 84% stærri en sá næsti

30-10-2013 MMRNiðurstaða MMR um fylgi stjórnmálaflokka sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er með 84% meira fylgi en sá næststærsti. Ríkisstjórnin getur verið nokkuð viss um það að farsælt sé að framkvæma í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins, enda langlíklegast að mestur stuðningur sé þá við þær aðgerðir. Vonandi ber hún gæfu til þess.

Áætluð sósíalísk jöfnunaraðgerð Framsóknarflokksins getur ekki virkað rétt, núna 5 árum eftir hrun. En þeir tveir flokkar eiga margt sameiginlegt í stefnu sinni, svo að flest annað ætti að ganga upp.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með 28,6% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími fyrir markvisst Sjálfstæðisfólk

Blami Reykjavik

Nú þegar Jón Gnarr hverfur aftur til starfa við hæfi, þá opnast gáttirnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni ef í prófkjöri hans velst fólk til forystu sem fylgir stefnumálum flokksins af festu.  Þau sem það gera í samgöngu- og skipulagsmálum eru (skv. viðtölum þeirra) amk. Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Gott væri að fá ábendingar um það hverjir aðrir frambjóðenda styðja stefnu flokksins, ítrekaða í febrúar 2013:

Samgöngur í lofti: Reykjavíkurflugvöllur gegnir óumdeilanlega lykilhlutverki sem miðstöð sjúkra- og innanlandsflugs. Flugvellinum skal því tryggð áframhaldandi aðstaða í Vatnsmýrinni og hið fyrsta skal hefjast handa við byggingu nýrrar flugstöðvar. Grunnforsenda er að þar séu reknar tvær flugbrautir til frambúðar. Landsfundur leggur áherslu á að innanlandsflug verði með svipuðu sniði og verið hefur.

Einnig þarf að tryggja að skipulagsslysin sem Samfylking og Besti flokkur hafa staðið fyrir verði ekki staðfest, með öllum sínum bílastæðalausu blokkum og umferðarteppum.

Skýr svör 

Nokkrir frambjóðendur í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokks tala í skipulagsmálum eins og þau séu í andstæðum  flokki. Ég hvet Sjálfstæðisfólk í borginni til þess að leitra skýrra svara hjá frambjóðendum. Tal um „þéttingu byggðar“, „fleiri valkosti“ „og rúm fyrir aðrar skoðanir“ er notað í stað þess að segja að það vilji flugvöllinn burt og að Samfylkingar- útópían verði ofan á í skipulagsmálum. 

Nýtum tækifærið 

Samningurinn um flugvöllinn má ekki slá ryki í augu þeirra sem vilja halda Reykjavík góðri samgönguborg. Ef andstæðingar vallarins eru kosnir til valda núna, hvar í flokki sem þeir standa þá verður hann ólíklegri til þess að endast og við sitjum áfram uppi með Skandinavíu- ídealistana!

 

 


mbl.is Gjörbreytt staða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður og samstaða?

ThorbjorgHelga

Ef gæfan verður hliðholl Sjálfstæðisflokki í komandi sveitarstjórnakosningum hlýtur Borgarstjórinn í Reykjavík að fylgja þeim 92% Sjálfstæðisfólks sem vilja láta flugvöllinn vera í friði. Borgarskipulagið sem skilar amk. núverandi bílum á sína áfangastaði þrautalítið hlýtur líka að fá að vera í friði, enda meginþorri fólks sem kýs þann ferðamáta. En Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir virðist ekki vilja verða þannig borgarstjóri sátta, heldur virðist hallast að afleitu borgarskipulagi SamBesta 101 Latte - hópsins og þar með að Reykjavíkurflugvöllur verði færður við fyrsta tækifæri.

Sjálfstæðisflokkurinn sameinar ólík sjónarmið, en það eru nokkur meginþema sem kalla má grunngildi og gera verður ráð fyrir að næsti borgarstjóri aðhyllist, þegar hann eða hún er Sjálfstæðismanneskja. Gísli Marteinn sá sína sæng upp reidda þegar hann virtist ætla að ganga áfram gegn þessum grunngildum, sem varð til þess að hann dró sig úr slagnum. Í landsmálunum fór þannig að lokum fyrir ESB- sinnum líka, sem gengu gegn landsfundarsamþykktum Sjálfstæðisflokksins og langflestum flokksmönnum.

Gera verður ráð fyrir því að frambjóðendur til oddvitasætis flokks fari eftir grundvallarstefnu og samþykktum þess flokks, ella er það ekki vænlegt til friðar eða samstöðu, nema við núverandi borgartrúða.


mbl.is Þorbjörg Helga sækist eftir oddvitasæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfið vetrardekkin (sem eru negld)

Reidhjol UrbanCountry

Fjöldi fólks vill láta setja vetrardekkin undir á þessum tíma, en reglurnar gegn nagladekkjum hamla því, þannig að október er skyldu- slysamánuður. Nú bíða því nýleg nagladekkin í bílskúrnum á meðan slétt sumardekkin valda hættu fyrir borgarana, með valdboði að ofan til 31. október. Við sem ökum líka norður og vestur af og til vegna vinnunnar megum búast við því að fá 20.000 króna sekt fyrir að vera með rétt búin ökutæki nálægt heimskautsbaug að hausti.

Hvaða líkur skyldu vera á því að Borgartrúðurinn veiti undanþágu frá dagsetningunni ef færðin reynist slæm í október? Hverfandi, tel ég. Okkur er ætlað að ferðast um á reiðhjólum, stunda hrísgrjóna- og bananarækt og berjast gegn hlýnun jarðar. Semsagt hvað það sem fólk um miðbaug hnattarins tekur sér fyrir hendur.


mbl.is Alhvít jörð og ófærð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband