Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Blásið þið vindar!

SO2SveppurGasmengunin frá Holuhrauni angraði vesturhluta landsins, en nú blása austanvindar, sem hreinsa ófögnuðinum af Reykjavík og valda sérstöku skýjafari, eins og sjá má í myndaalbúmi mínu hér til hliðar. Elstu myndirnar voru teknar í fyrradag, vel þungbúnar, en síðan sést hvernig vindurinn ýtir þessu frá.

En vinir mínir á Grundarfirði eru ekki kátir yfir þessu og voru innandyra í gær. 


mbl.is Gasmengun á Vesturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangslaus bardagi við borgarana

Dreamstime Angry

Nú koma í ljós afleiðingar aðfararstefnu Dags & Co að bílnotendum, sem eru 84% þeirra sem fara til vinnu sinnar á Reykjavíkursvæðinu. Borgartúns- svæðið vex og margfaldast, en borgaryfirvöld svara þörfinni á bílastæðum með því að fækka þeim og þrengja líka að umferðinni að auki! Í ofanálag greiddum við stórfé fyrir breytingarnar og munum þurfa að gera það aftur til þess að bakfæra þær.

Hvað skiptir máli? 

Hvort skyldi nú skipta meira máli fyrir fjöldann sem stefnir í Borgartúnið á hverjum degi, að komast leiðar sinnar fljótt og örugglega, eða að dást að gangstéttunum, hjólastígunum og trjáhríslunum þegar hann er fastur í umferðarteppu og stressi í leit að bílastæði í bardaga við náungann og íbúa í grennd við svæðið? Lausn yfirvalda er síðan sú að innheimta æ hærri gjöld og leggja á sektir, sem borgar ekki einu sinni kostnaðinn við aðgerðirnar, en leysir nákvæmlega ekki neitt, heldur býr til enn meiri þjáningu fólksins. 

Ef allir sem starfa við Borgartúnið væru spurðir: „Vilt þú að bílastæðafjöldi verði hámarkaður og umferðarflæði aukið á svæðinu?“, þá yrði svarið yfirgnæfandi JÁ! En það hentar ekki stefnu borgaryfirvalda. Látið samt í ykkur heyra og látið Dag B. Eggertsson borgarstjóra vita: Nú er nóg komið, takk!


mbl.is Gjaldmælalaust gjaldsvæði í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tugir slasaðra í viðbót næstu vinstri árin

Arnarnes-fjöldi-slysa

Staðfestur er árangur mislægra gatnamóta í að fækka slysum. En afarsamningur vinstri meirihluta borgarstjórnar við ríkið um engar slíkar framkvæmdir safnar upp tugum illa slaðaðra og hamlar eðlilegu umferðarflæði, sem er afleiðing stefnu og forgangsröðunar Dags & Co. í þessum efnum. Ef bætt er við tvöföldun höfuðmeiðsla vegna hjólreiðaæðis þá má mynda heila deild á spítalanum (sem ekki er byggður) vegna afturbatastefnunnar.

Hættum við Hofsvallagötu- áframhaldið 

Bætum jafnvel við líklegum slysum sem koma þegar umferð er beint af aðalgötum eins og Hofsvallagötu yfir á barnmargar skólagötur. Allt eru þetta fyrirsjáanlegir þættir sem umferðarfræðingar hafa án efa reynt að útskýra fyrir núverandi ídealistahópi í stjórn borgarinnar, en mætt algeru skilningsleysi. 

Krefjumst þess að öryggi á götum borgarinnar aukist, ekki slakni eins og nú. Byrjum með stokk á gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Látum Hofsvallagötu í friði og eyðum ekki hundruðum milljóna króna í viðbót í áframhaldandi rugl þar, eins og gæti hugsast hjá þessari mistæku borgarstjórn.

 


mbl.is Mislæg gatnamót fækka slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Músíkin á Titanic

Vermi-tolin

ESB er hætt að koma manni á óvart í áratuga- framundan- stefnumörkun sinni að bæta heiminn á meðan nærumhverfið og nútími þess er í fjárhagslegri rúst. Orðið „metnaður“ kemur alltaf fyrir þegar tilkynningum ESB um fyrirmyndarríkið er varpað um heiminn og minni kolefnislosun er eitt aðalatriðanna sem drottnunarsamsteypa ídealistanna leggur áherslu á.

Barist gegn hlýjum vindum

Sannarlega eru það ekki fjármál, samkeppnisfærni, skilvirkni, frelsi þjóðanna og afkoma einstaklinganna sem mestu máli skipta fyrir ESB, enda dalar það hjá þeim, heldur skal minnka varmaukningu heimsins um 2°C með góðu eða illu. Skiljanlegra væri ef barist væri gegn mengun, en svo herfilega er búið að rugla umræðuna að kolefnislosun er gjarnan kölluð mengun, sem hún er ekki.

Valdatækið kolefnislosun 

Evrópusambandið beitir þessu valdatæki sínu, kolefnislosun, til þess að handstýra því hvaða aðildarþjóð fær að vaxa eða hver skal dala. Pólverjar verða t.d. gjarnan undir í þeirri baráttu og niðurskurði á orkuframleiðslu og -notkun þar er beitt grimmt, á meðan Þjóðverjar auka kolanotkun sína en loka kjarnorkuverunum og Frakkar nota sín á fullu með 3/4 raforkuframleiðslunnar frá kjarnorku.

Verstir sjálfum sér 

Síðast þegar ég athugaði þá voru 17% kolefnislosunar heimsins undir stýringu, aðallega ESB, á meðan hin 83% voru hindrunarlítið hjá öðrum ríkjum sem njóta helst hagvaxtar. ESB er verst sjálfu sér en heldur samt áfram að spila sömu músíkina á meðan fjármál þeirra stefna beint á ísjakann.


mbl.is Samþykkja að draga úr losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundurinn gegn lokun bar árangur

Hlidarendi og flugvollur deilisk

Fjölmennur fundur Hjartans í Vatnsmýri gegn áformum Dags & Co um að leggja niður neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar bar strax árangur. Umhverfis- og skipulagsráð hélt sinn fund í fyrradag og frestaði ákvörðuninni sem til stóð að taka. Síðan hefur Hjálmar Sveinsson formaður ráðsins komið fram og talað um misskilning og gönuhlaup, en ekkert slíkt er í gangi. Skýrt stendur í skipulaginu að það sé meginforsenda Hlíðarendabyggðar að neyðarbrautin fari. Ef götur ofl. að þessum blokkum eru samþykktar, þá þýðir það að brautin heyrir sögunni til. Of seint er að andmæla þá.

Allan sannleikann fram 

Stöðva ber Dag B. Eggertsson og borgarstjórnarmeirihlutann í þessari vel þekktu aðferð þeirra að lauma samþykktum og staðfestingum að þangað til allt er orðið of seint fyrir andstæðingana. Það tókst að stöðva stórgallaða Hverfisskipulagið með rödd fjöldans og svo núna með neyðarbrautina. En skipulags- skriðdrekinn er samt kominn á fullt að rústa rétti íbúanna til eigna sinna, frelsis í umferð um borgina og sérstaklega öllu varðandi flugvöllinn. Fylgja þarf eftir þessum málum, að ná sannleikanum út í tíma þannig að laumuskipulagið verði ekki að veruleika.


mbl.is Engin áhrif á neyðarbrautina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólkinu er ekki sama

Seifur-Zeus

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri,sem var áheyrandi á þessum fjölmenna fundi um Reykjavíkurflugvöll og sérstaklega neyðarbrautina, getur ekki leitt hjá sér hvílík samstaða er hjá mörgum Reykvíkingum gegn því að leggja niður brautina, sem óbeint stendur til hjá Umhverfis- og skipulagsráði á morgun, miðvikudaginn 22. október 2014. Eftir þennan góða fund er ég sannfærður um að meirihluti ráðsins getur ekki verið svo pólitískt skyni skroppinn að staðfesta framkvæmdaleyfi fyrir Valsmenn á Hlíðarenda, en sú byggð krefst þess að neyðarflugbrautin fari. 

Slær hann til? 

En ef meirihluti ráðsins og síðan Borgarstjórn láta samt skripla á skötu með þetta og samþykkja, þá getur hann bókað það að eiga ekki jafn náðuga daga og í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga, þegar fólk í flestum flokkum mátti vart vatni halda yfir snilli orðræðunnar. Flugvallarmálið (ásamt neyðarflugbrautinni) í heild sinni er slíkt yfirgnæfandi hagsmunamál Reykvíkinga og landsmanna allra, að þegar sýnt er fram á það lið fyrir lið eins og á þessum fundi, þá hlýtur það að hafa áhrif allt inn í dýpstu afkima 101, þar sem latte- froðan flæðir mest.  

Skipulag í höndum fólksins 

Ljóst er að skipulag borgarinnar kemur ekki heilagt og fullskapað úr höfði Seifs eða einhverju Samfylkingar- höfðinu, heldur ætti það að vera tekið þannig fyrir að íbúarnir hafi eitthvað um það að segja, ekki bara 18% þeirra eins og í gervikosningunni um flugvöllinn forðum, sem mörg okkar hundsuðu. Látum í okkur heyra. Helst vildi ég sjá rafrænar kosningar þar sem hver einasti kjósandi á landinu fengi kóda sendan til sín og kysi í símanum sínum.

En sjáum núna til hvort Hjálmar og Dagur blási til orrustu þessa vikuna! 


mbl.is Alvarlegar athugasemdir hunsaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið dagaði uppi

Masses

Neyðarfundurinn í kvöld vegna neyðarbrautarinnar er boðaður vegna þess að Dagur B. Eggertsson hundsar vilja þorra íbúanna og raunar landsmanna allra. Ég hvet ykkur til þess að koma og kynna ykkur það hvernig lýðræði er fótum troðið í borginni, bæði þegar Dagur stjórnaði á bak við trúðinn, en núna á bak við fjöldann.

Undirskriftir tugþúsunda manna og samþykktir íbúasamtaka eða fagaðila liggja fyrir, en ekkert nær í gegn um Eggertsson sjálfan. Hann lætur eins og ótal nefndir og ráð hafi allt um þetta að segja, á meðan hann fylgir stefnu síns flokks til hlítar gegn þegnum þessa lands.

Hafa borgararnir eitthvað um niðurstöður í flugvallarmálinu að segja? Sjáum til á fundinum, sjáumst þar.


mbl.is Borgarafundur vegna neyðarbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint

Klakinn kemur
Of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er „dottið í það“, eins og ruglað er. Leyfa þarf nagladekk í október, því að það gerist á hverju hausti að vetrarveðrin koma, en maður tekur ekki áhættuna að fá tugþúsunda sekt frá umhverfis- fanatíkum borgarinnar fyrir að vera grandvar fjölskyldufaðir, „Bonus pater familias“ og skipta tímanlega um dekk.
 
Nú kemur svo skriðan af þeim sem segja að nagladekk séu óþörf, líka jeppar osfrv. en það er ekki málið, heldur að þeir sem nota nagladekk undir bíla eru píndir til að vera á sumardekkjunum sínum of lengi. 1.október er öllu réttari dagsetning, sérstaklega fyrir þau okkar sem þurfum að ferðast út á land.
 
Reynum ekki að hafa vit fyrir náttúrunni, hún hefur sitt fram eins og hjá mönnunum!

mbl.is Alls ekkert ferðaveður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikalogn skipulagsins

RVKflugvDeiliskipulag20140104N IP

Íbúar Reykjavíkur þurfa að vera ansi ákveðnir til að komast í gegnum þá leyndarhyggju og hátt flækjustig sem einkennir stjórnarhætti ríkjandi borgarstjórnar- meirihlutans. Skipulagsmálin tróna þar efst með umferðarmálin og flugvöllinn á huldustigi þar til allt er orðið of seint fyrir íbúana og þeir verða að sætta sig við freklegt inngrip ídealistanna með Dag B. Eggertsson í fararbroddi inn í daglegt líf borgaranna.

Dagur & Co. tóku neyðarbrautina burt 

Fólk verður að vakna og gera sér grein fyrir því að þögnin um aðgerðir Dags & Co gegn lífsmynstri fólks er aðeins svikalogn, því að allt er á fullu í áttina að sósíal- Skandinavískri útópíu þessa hóps. En nú ber í bakkafullan lækinn, þegar einnig er vegið að öryggi allra landsmanna með neyðarflugbraut flugvallarins.  Þessari breytingu er laumað inn og látið eins og þetta hafi ekki regináhrif á framtíð vallarins. Síðan er látið eins og Rögnunefndin svokallaða muni hafa úrslitaáhrif á það hvort neyðarflugbrautin fari eður ei, á meðan forsendur allra þeirra aðgerða sem hafa átt sér stað eru skýrar og standa í nýstaðfestu og breyttu deiliskipulaginu. Brautin var tekin út úr því í ár.

Kynnið ykkur skipulagið

Vegna neyðarbrautarinnar, þá bendi ég á myndaalbúm mitt hér, en aðallega Skipulagssjána sjálfa, í tengli hér til vinstri undir Reykjavík, en hún sýnir skipulag Reykjavíkur. Ég hvet alla landsmenn til þess að kynna sér hvernig réttur þeirra er troðinn niður með aðgerðum núverandi borgaryfirvalda.


mbl.is Íbúar mótmæla deiliskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábati annarra

EuropePowerGrid

Sæstrengs- draugurinn er langt frá því horfinn út í móðuna miklu, því nú reikna útlendingar út verulegan ábata af því að taka rafmagnið til Bretlands í stað þess að nýta það hér, en sleppa því að geta þess hver fær ábatann! Fjárfestarnir sem tækju þetta að sér yrðu að fá sitt, en það gerist ekki nema góð nýting verði á rafstrengnum, sem þýðir að hann hefði forgang um rafmagn umfram framleiðslufyrirtækin hér á landi, annars yrði engin samningur gerður. Útilokað er að reka svona streng aðallega á umframorku, sem er enn ein mýtan að sé gnægð af hér. Fyrir utan það hefur olían hraðlækkað í verði.

Þjóðin síðust í röðinni 

Þjóðin er síðust til þess að njóta ábatans af rafstreng. Margfeldisáhrif eru engin, bara sinnum 1! Við verðum þá í hópi með Venezúela og Nígeríu, hráefnisútflytjendur sem eru leiksoppar örlaganna en við þar að auki undir hæl orkustýringar Evrópu. Megi það aldrei verða.


mbl.is 65 milljarða ábati af sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband