Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Schengen fortíðin, Tyrkland í ESB?

TyrkirDonald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði í dag að Schengen svæðið muni brátt tilheyra fortíðinni, nema skilvirk tök á ytri landamærum ESB verði tryggð.

Tyrkland inn í ESB?

Nú er Tyrkland í miðju atburðanna og ætlar sannarlega að nota trompin á hendi til þess að áratuga löng umsókn þessara 77,5 milljón múslima að ESB verði loks samþykkt. Svo vill Tyrkland fá greidda 3 milljarða Evra frá ESB vegna flóttamanna. Tromp Tyrklands eru m.a. flæði flóttamanna, NATO aðildin, gasið inn til Evrópu og baráttan gegn verstu öfgasamtökunum. Tyrkir vilja frjálsan aðgang inn í allt ESB.

Segið svo að flóttamannadeilan, Schengen, NATO- og ESB- aðild séu ekki tengd mál.

Hér eru nokkrar setningar fengnar að láni frá BBC (og hér að ofan að hluta):

EU is offering Turkey €3bn ($3.2bn; £0.7bn) over two years towards tightening border controls and improving conditions for those large numbers of migrants and refugees still within its borders. "Turkey now wants €3bn a year to invest the money in schools and accommodation. We will meet somewhere in the middle." It wants visa restrictions to be lifted for Turkish citizens travelling to Europe. "Today is a historic day in our accession process to the EU" . Turkey holds the cards in these negotiations and is likely to use its leverage as much as it can.


mbl.is Ísland standi við stóru orðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhald á hreinni blekkingu

Heitara KaldaraEnn fer mbl.is frjálslega með staðreyndir um loftslagsmál. Látið er eins og aðgerðir manna munu breyta loftslagi á 15 árum ("að fimmtán árum liðnum, sé ekk­ert gert til að hindra fram­gang henn­ar"). Nákvæmlega enginn málsmetandi aðili heldur því fram, enda teygjast plönin núna til 2100, til þess að módelin taki það inn hve langan tíma það taki að snúa ferlinu í færibandi heimshafanna, ef það væri hægt fyrir mannfólkið að kæla heiminn.

Vinsamlegast haldið ekki fram hreinum blekkingum, það er nóg af þeim annars staðar.


mbl.is „Það er ekkert plan B“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mbl.is með kolefnisgjalds- herferð

CO2 peningarEinhliða „frétt“ mbl.is um kosti kolefnisgjalds en ekki galla er eins og beint upp úr Fréttablaðinu. Gildar ástæður liggja fyrir því að þetta spillingargjald er ekki lagt á og siðfræði þess er afleit. Þar er gömlum kolaverksmiðjum í raun borgað fyrir kvóta sinn en t.d. Ísland með 99% rafmagns- framleiðslunnar úr endurnýjanlegri orku ætti að geta lifað á því að selja kvóta ef eitthvert vit væri í þessu.

Skammtað á fundum

Pólitíkusar um heiminn (t.d.ESB) ákveða hver fær hvað í Matadornum, t.d. Pólland skorið niður við trog og síðan pota klíkukarlar á kolefnisfundum sínum „rétti“ að. Menn fara að borga bændum við miðbaug fyrir að kveikja ekki í skógum sínum, sem þeir eiga hvort eð er ekki að gera. Þetta er óendanleg hringavitleysa og dæmigerð um það hve langt Evrópukrata- ídealistar ganga til þess að seilast til valda.


mbl.is Kolefnisgjald ekki á dagskránni í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verjendur Schengen efast skiljanlega

VarudAðeins gallharðasti kjarni Schengen- samstarfs- aðdáenda reynir enn að verja þau mistök, en þó glittir í varnagla núna, sbr. Björn Bjarnason á Fésbókinni í dag: „Samstarfið í núverandi mynd hefur hrunið og við því þarf að bregðast.“ Enda girða Schengen-löndin sig nú af. Þegar að meðaltali einn af hverjum tíu (niður í 1/100) sem ferðast innan ESB með ESB vegabréf er borinn saman við gagnagrunn Schengen um hryðjuverkamenn er ekki von á skilvirkni. Líka þegar allt að 100.000 óskráðir koma inn á einu ári og kannski 15 milljón flóttamanna bíða á ytri jaðri Evrópu.

Schengen-kort WikipediaYfirklór ESB

 

Samningurinn er sundurtættur og yfirklór ESB að auka tilviljanakenndar skoðanir á milli landanna gerir ekkert. Hryðjuverkamenn ferðast inn í gegn um glæpasamtök, sem einmitt fóðra Evrópu á flóttamönnum, þannig að tengslin eru skýr. Kostirnir við það að hleypa hryðjuverkamönnum inn um bæjardyrnar geta ekki vegið það upp að halda þeim úti með eftirliti. EES- löndin hætta varla samstarfi við Ísland þótt Schengen verði formlega slegið af, sem þegar er að gerast í raun.


mbl.is Kostirnir við Schengen fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hróa Hattar- skýrsla Heimsbankans

CarbonNeutral2100Skýrsla World Bank staðfestir að engar aðgerðir manna vegna loftslags geti breytt neinu um næstu 15-35 ár, ólíkt því sem mbl.is heldur fram í frétt sinni um skýrslu bankans. Áhrifin munu aukast sama hvað, sjá texta hér neðst. En skjalið fjallar um þróunarstarf, sem er augljóslega farvegurinn sem loftslagsmálin eru komin í, að þróuð ríki greiði þróunarríkjunum peninga, eins og skýrt er tekið fram í plagginu. Þetta er Kommúnista- ávarpið II, tekjudreifing næstu árin.

Engu skiptir næstu áratugina hvað gert er við loftslagið núna, það staðfestu SÞ- vísindamenn 2013 og þessir Heimsbankamenn. 

 

(Shock Waves bls.191)„So far, we have looked only at what occurs by 2030—a period during which emissions reduction policies have almost no impact on the magnitude of climate change (IPCC 2013). By this time, climate change impacts also remain moderate compared with what is expected in 2050 and beyond. Indeed, the impacts of climate change will grow with its magnitude, which will continue increasing as long as net emissions of carbon dioxide (CO2) are not reduced to zero.“


mbl.is Milljónir fátækra vegna hlýnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7000 manns á dag

Mass migrationNú er upphaf afleiðinganna af flóttamannastefnu í ESB ljóst, þar sem 7000 manns koma ólöglega yfir Miðjarðarhafið að meðaltali á dag inn á Schengen- svæðið, sem Ísland tilheyrir. Þýskaland og Svíþjóð hafa tekið við mörgum, en vandræðin hrannast upp þar. Búist er við 350.000 manns inn í Svíþjóð á þessu ári og því næsta, með kostnað upp á 900 milljarða króna í ár, en það eru tæpir 2,5 ma. króna á dag. Nú heyrist frá Þýskalandi að sumir flóttamannanna vilji ekki aðlagast samfélaginu og t.d. læra þýsku, heldur halda áfram sínum háttum og ætla síðan heim aftur þegar færi gefst. Erfitt ef það verður algengt.

Eins og segir í nýrri ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins:Þörf er á endurskoðun Schengen-samstarfsins vegna þróunar í Evrópu með hagsmuni Íslands að leiðarljósi.

Við megum engan tíma missa í að halda stjórn á landamæra- eftirliti en glundra henni ekki niður eins og ESB gerði.

 


mbl.is 218 þúsund á einum mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband