Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Óbifanlegur með axarskaftið

Bjorn og madurUtanríkisráðherra heldur sig við axarskaftið sitt, að draga úr þjóðarframleiðslu og að valda spennu við vinaþjóðir með fylgni í blindni við ESB- viðskiptabann á Rússland. Þetta er eitt skýrasta dæmi nútímans um það hvernig mistækum stjórnmála-mönnum tekst að eyðileggja uppbyggingar- starf fyrri áratuga, sem miðaði t.d. að því að hámarka virði íslenskra sjávarafurða til manneldis fyrir almenning í Rússlandi.

Sjálfsagður þrýstingur

Þó það nú væri að maðurinn verði beittur þrýstingi vegna þessarar arfavitleysu sinnar! Hve margar ræður hafa verið haldnar á vegum ráðuneytis hans þar sem pólitíkusar tala um að þeir geri flest til þess að aðstoða útflytjendur íslenskra vara í sókn sinni á erlenda markaði? Þeir gera það um tíma en venda svo kvæði sínu í kross og senda okkur í útlegð og hanga svo á vitleysunni eins og hundur á roði.

ESB þrýstir ekki á

Rússar munu ekki "skila" Krímskaga frekar en Úkraínumenn þegar þeim var honum gefinn. Þrýstingur okkar á Rússa er hvort eð er nær enginn og sérstaklega þegar haft er í huga að t.d. erlend orka til Þýskalands á síðasta ársfjórðungi kom 70% frá Rússlandi. Það er nú allur þrýstingurinn! Hver heldur að sú þjóð og þar með allt ESB vilji beygja Rússa frekar? En við sitjum öll eftir með sárt ennið þar sem utanríkisráðherra í þrjóskukasti vill ekki líta út þannig að hann hafi gefið eftir. 

Ef einhver með viti snýr þessari ESB- fylgni við þá hefur það mjög jákvæð áhrif á hagkerfið Ísland.

 


mbl.is Hefur orðið fyrir miklum þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smánarblettur á ríkisstjórninni

BjarnarkloMilljarða króna sjálfskaparvítið sem ríkisstjórnin kom okkur í með því að nánast biðja um viðskiptabann á Ísland frá hendi Rússa grefur um sig. Stuðningur við viðskiptabann ætti ekki að koma frá flokki sem kennir sig við frelsi. Stjórnin biður björninn að éta okkur fyrir glataðan málstað fyrir spillt ríki sem er ekki einu sinni í Nató.

Framsóknarflokkurinn er ákveðinn í því að verða étinn upp og ætlar þar að auki að leysa málin með millifærslum. Nú reynir á Bjarna Ben. að koma okkur úr þessu víti strax, annars líst manni ekki á framhaldið.

Þar að auki dregur blessuð stjórnin okkur ekki út úr Schengen eða ESB- umsóknina til baka. Hún er ekki almennilega í lagi vegna þessa. Við sem treystum á þessa stjórn, sem gerir flest annað rétt!


mbl.is Bannið „ekkert smáhögg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

84.000 ma. fall á korteri

Fall markadaKína, sem er næststærsti hlutabréfamarkaður í heimi féll um 7% og veldur lækkun um heiminn sem var t.d. 640 milljarðar USD á 15 mínútum sl.nótt. Soros ofurfjárfestir telur krísu vera þegar hafna, sem er í ætt við 2008 hrunið. Olían stefnir hratt á USD 30 dollarana og hrávörur eru enn í falli. N-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju og ásókn þegna annarra þjóða í Evrópu heldur áfram. Eitt er nokkuð víst að flökt á mörkuðum verður hátt.

Á meðan þetta gengur á er þingið og ríkisstjórn Íslands í einhvers konar sjálfbyrgins- sápukúlu þar sem hagsmunir þjóðarinnar eru hundsaðir en hjóminu er hampað. Vonandi gerast kraftaverkin, að ríkisstjórnin öll taki utanríkismálin alvarlega í sínar hendur, ella fer enn verr en orðið er.


mbl.is Kauphöllum lokað vegna verðfalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norrænt landamæraeftirlit, nema á Íslandi

NetholanÍslensk stjórnvöld draga lappirnar í Schengen- málinu á meðan flestir nágrannarnir taka upp landamæraeftirlit "tímabundið". Lausnin er svo augljós fyrir Ísland að þetta tómlæti tekur engu tali. Ef síðustu götin í Evrópu- netinu verða hjá okkur, þá liggur fyrir að vandræðin leita hingað.

Ísland verður að drífa sig úr Schengen og draga ESB- umsóknina til baka. Annars verða vandræði. 


mbl.is Danir taka upp landamæraeftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband