Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

ESB með öll spil á hendi

Engar líkur eru á því að ESB gefi eftir í makríl- kröfum sínum gagnvart Íslandi til þess að við styðjum viðskiptabann þeirra á Rússland. Öðru nær, ESB er hæstánægt með þá þróun mála að Íslendingar fái ekki fullt verð fyrir makrílinn sem þeim finnst við stela frá þeim þótt að fiskurinn fitni mest hér við land. 

Niðurstaðan er því sú að ESB heldur áfram á fullu að flytja inn ódýra olíu og gas frá Rússum og en gera sig breiða á alþjóðavettvangi á okkar kostnað á meðan bisniss gengur vel á milli þeirra og Rússana.

Við styðjum ekki viðskiptaþvinganir. Þær pína almenning á staðnum og standa gegn grundvallar- prinsippum sjálfstæðisins.


mbl.is Vill að nefndin álykti um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherra taki eftir

Russland og IslandÞað er gleðiefni að fjárfesting í vinnslu á uppsjávarfiski eigi sér stað, þrátt fyrir stuðning utanríkisráðherra við viðskiptabann á Rússland, sem hefur þyngt róðurinn í þeim geira verulega. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hlýtur því að vænta þess að ráðherrann beygi af í sínum rándýru prinsippum til stuðnings ESB- Úkraínu og dragi stuðninginn við viðskiptahindranir ESB til baka. En hann hefur náttúrulega allt 10% fylgi síns Framsóknarflokks að verja! Hvar væri fylgið ef ekki væri stuðningurinn við ESB- viðskiptahindranir?

Flokkur sem telur sig til landsbyggðarinnar getur ekki haldið þessu áfram, að veikja undirstöður byggðanna með barnslegri þvermóðsku í pólitík. Eða jú, gerið það bara og sjáum hvort Sjálfstæðisflokkurinn taki þá ekki af skarið og hætti þessum stuðningi við viðskiptahindranir svo að bisniss og byggðirnar megi blómgast í friði.

 

 


mbl.is Ný fiskvinnsla í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schengen verður ekki afgerandi varið

ESBfarand2015 WikipediaAugljóst er að ytri landamæri Schengen- svæðisins verða ekki tryggð á afgerandi hátt, það staðfestist á þessum ágæta fundi í dag. Frontex landamæraeftirlitið er ekki með eigið fólk eða búnað á landamærunum, heldur metur stöðuna hverju sinni og fær fólk frá aðildarlöndum til þess að fara á "heita reiti" sem Frontex greinir á þessum 597 flugvöllum, 12.500km landamærum á landi en 69.342km á sjó, með yfir 3000 eyjum! Um þetta fara 675 milljón farþegar á ári. En hvert ríki á ytri landamærunum á að sjá um þau.

Gatasigti áfram

Þessi aðferð við að gæta landamæra okkar hlýtur að teljast umdeilanleg, enda komust líklega um 100.000 manns óskráðir inn á svæðið í fyrra skv. öðrum tölum. Ríkin enduðu flest með að gæta sinna landamæra náið, þótt fyrirlesara þætti það draga úr styrk ytri landamæranna. 

Strax úr Schengen

Nýjustu tölur sýna að farandflóðið er á fullu. Því fyrr sem við yfirgefum Schengen- samstarfið, því betra, þar sem kunnuglegt ESB- tal um nýja yfirstjórn, nýja stofnun og meiri völd og fé þangað þýðir minni skilvirkni fjárins hjá okkur, enda kaldur reitur.

 IMG_3598[1]

 


mbl.is Efast um endurreisn innri landamæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

72,5% með flugvellinum

FlugfelagIslStuðningsmenn flugvallarins í Vatnsmýri eru 2,63 sinnum fleiri en andstæðingarnir. Þessi stuðningur nærri þriggja af hverjum fjórum landsmönnum sem afstöðu tóku verður aðeins túlkaður sem skýr stuðningur við veru vallarins og að best sé að snúa sér að öðrum þarfari málum, frekar en að reyna að snúa út úr þessum niðurstöðum.

Yfirgnæfandi stuðningur

Síðan kemur Heiða Kristín Helgadóttir í sjónvarpið með þá snilli að stuðningurinn sé að breytast og að það vanti valkosti! Ef stuðningurinn breyttist í núverandi stöðu þá er enn vitlausara það sem hún studdi, aðgerðir Dags og félaga til að bola neyðarbrautinni burt þegar andstaðan var enn meiri en nú, sem er yfirgnæfandi. Heiða Kristín lætur eins og fólk þekki ekki málið og valkostina, þegar flestum virðist ljóst að það er enginn kostur að leggja völlinn niður, enda verður hann ekki fluttur.

 

 


mbl.is Stuðningur við flugvöllinn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband