D stærstur á öllu SV-horninu

Eythor Arnalds XDisSjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði flokka í þessum kosningum, á öllu SV- horni landsins til Fljótsdals og Borgarbyggðar. Skilaboð kjósenda eru skýr: stefnan er farsæl og fólkið er traustverðugt. 

 

Skýrt umboð

Niðurstaðan í Reykjavík er skýrt umboð Eyþórs Arnalds til þess að leiða þarfar breytingar, þar sem miðbæjarpólitík Samfylkingarinnar hefur loks runnið sitt skeið. Hverfin ættu öll að byggjast upp og samvinna sveitarfélaga á öllu svæðinu að batna. 

Ef Samfylkingunni tekst samt sem áður að hóa saman vinstri köttum í Reykjavík til þess að halda áfram á ógæfubraut í fjögur ár, þá er það ekki vegna vilja fólksins.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákjósanleg stjórn: á morgun

KosningBlattMæting er málið á morgun, ef kjósendur vilja breytingar strax, ekki bara árið 2022. Sjálfstæðisflokkurinn getur helst verið sá flokkur sem leiðir breytta stefnu í borginni. Atkvæði sem honum eru gefin nýtast best til þess að leiða saman hóp þeirra sem vilja betri borg. 

Fjögur ár í viðbót  af núverandi ídealisma og skuldasöfnun í borginni er varla það sem frjálsir borgarbúar vilja.


mbl.is Sjö flokkar fengju fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband