Makríll Íslands= 2,7 sinnum ESB

hafro_makrill_island_kort.pngÞað munar um heimsókn 1,1 milljón tonna af makríl inn í íslensku lögsöguna, sem er eins og engisprettuplága á akri: sannarlega ber að grisja í gestahópnum um nokkur hundruð þúsund tonn áður en þeir fara spikfeitir héðan inn í ESB. Íslendingar fóðra nú 22,9% heildar-lífmassa makrílsins en ESB 8,4% og höfum við því 2,7 falt meira en ESB. 

Engin furða að Skotar vilji miða við gamlar tölur, þegar heimshlýnunin færir okkur þennan fisk sem var kannski þar á hafísárunum. Þessi 130.000 tonna kvóti okkar er nú ekki nema 2,7% heildar- lífmassans og mætti léttilega tvöfalda. Það verður þá gert þegar ESB- umsóknin verður dregin til baka.makrill_island_tafla2010.png


mbl.is „Íslendingar eru ekki þorparar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2010

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband