Beiðni til ungra íslenskra kvenna

tyrkland_mail_jjones.pngÍsland er víst með mesta jafnrétti kynjanna í heimi, enn eitt árið. Ungar menntaðar konur í þéttbýli er sá hópur landsins sem líklegastur er til þess að kjósa inngöngu þjóðarinnar í Evrópusambandið. Þessi hópur þarf að íhuga nokkrar staðreyndir, óháð efnahagsþrengingum ESB eða atvinnuleysinu þar, róstri á vinnumarkaði, Evruþrengingum, yfirstjórn ofar þjóðþingum eða öðrum meginþáttum tilverunnar í ESB í dag. Þær þurfa að íhuga hvert stefnir í nánustu framtíð bandalagsins í jafnréttismálum kynjanna.

Tyrkland inn í ESB?

Um það leyti sem Ísland gengi í ESB, væri loks komið að Tyrklandi eftir áratuga bið. Þrýstingur á að það gerist eykst stöðugt, sérstaklega frá Miðjarðarhafslöndum eins og Spáni og Ítalíu. Nýlega bættist öflugur liðsmaður utanað við, Obama Bandaríkjaforseti, er hann sagði ríki sitt vera sterkan stuðningsaðila inngöngu Tyrklands í ESB. Þeir ESB- fyrirlesarar sem hingað hafa komið hafa einum rómi sagt Tyrkland vera velkomið í ESB.

jafnrettievropamidasia.pngSameiginleg gildi? Frelsi?

Tyrkland er statt hinum megin á listanum við Ísland í jafnréttismálum kynjanna, yfirleitt með 5-10 neðstu ríkjunum í hópi með Íran og Saudi- Arabíu. Um 99,8% þjóðarinnar eru múhammeðstrúar, sem þýðir að kristnir í Tyrklandi eru færri heldur en Reykvíkingar. Rúmlega sjötíu og sex milljónir Tyrkja játa Islamstrú og þeim gildum sem henni fylgja. Um 80% kvennanna eru læsar og því eru um 8 milljónir ólæsar eða um 24 Íslönd. Hvernig á að ná til þeirra? Ef Íslendingar halda að þeir gætu breytt einhverju, þá má benda á að staða Tyrklands á fyrrnefndum lista hefur aðeins hækkað um 0,4% síðan 2006.

Olli Rehn, fyrrum stækkunarmálastjóri ESB segist litla samúð hafa fyrir menningarlegri eða trúarlegri andstöðu við inngöngu Tyrklands í ESB, því að fyrir sér sé „...ESB ekki klúbbur kristinna heldur samfélag um gildi tengd frjálsræði og frelsi“.

Þá kemur að hlut Eiríks Bergmann í sjónvarpsfréttum RÚV sunnudagskvöldið 17. október 2010. Hann kemur til varnar fjölmenningarsamfélaginu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði nýlega að hefði algerlega brugðist í Þýskalandi núverandi mynd og aðild Tyrkja að Evrópusambandinu, sem hún er andsnúin eins og meirihluti Þjóðverja.

Eiríkur sagði: „Angela Merkel lét ummælin falla við andstöðu við aðild Tyrklands að Evrópusambandinu“.

Engin furða, þar sem síðustu varnir gegn Tyrkjaflóðinu mikla falla hvert af öðru og meirihluti Þjóðverja gerir sér grein fyrir því hver útkoman verður ef Tyrkland er samþykkt inn í ESB. Fyrir utan hrikaleg áhrif á lífeyri, efnahag og daglegt líf hins almenna Þjóðverja eða ESB- búa yfirleitt, þá vita þeir hvernig ástandið er í Tyrklandi í uppáhaldsmálum ESB- Samfylkingar: arfaslakt jafnrétti sbr. að ofan, takmörkuð mannréttindi og tjáningarfrelsi, skortur á trúar- og menningarlegu umburðarlyndi, kúgun minnihlutahópa (Kúrda, Armena) og beiting hervalds (á N- Kýpur og víðar), enda herforingjastjórnir tíðar á síðustu áratugum. Angela Merkel segir aðild ekki vera einstefnugötu og að Tyrkland verði að uppfylla öll skilyrði aðildar.  Hún er því einn harðasti útvörður ESB fyrir þeim gildum sem Evrópusinnar hér segjast aðhyllast, en verður nú að sæta því að vera útmáluð í hóp lýðskrumara af ofur- Evrópusinnanum Eiríki Bergmann!

TekjurIslandTyrklandVitnum enn í Eirík á RÚV:  „Á níunda og tíunda áratugnum kom fyrsta bylgjan af þessari kynþáttahyggju. Nú er önnur bylgjan að skella á Evrópu eins og flóðbylgja“. Af hverju skyldi það vera, ef kynþáttahyggju skyldi kalla? Frekar ætti að kalla þetta raunsæi. Milljónir Tyrkja hafa þegar sest að í Þýskalandi án þess að aðlagast flestir fyllilega að samfélaginu. Þjóðverjum sem fyrir eru óar við því að taka á móti kannski tugmilljón í viðbót við inngöngu Tyrklands í ESB, enda hafa Tyrkir þá fullan rétt og yrði stærsta þjóðin í ESB, líklega um 80-85 milljónir innan 20 ára, en innfæddum Þjóðverjum fækkar stöðugt.

Eiríkur gat eftirfarandi:  “Hér er stjórnmálaástandið þannig að allt er galopið og mjög auðvelt fyrir lýðskrumara að koma fram og nýta sér slíkt ástand“. Einmitt! Hann vill kannski ESB- alræði en við kjósum það opið. Lýðskrumararnir eru þeir sem þykjast fylgja lýðræði, jafnrétti kynjanna, mannréttindum og Skandinavískum gildum en ætla að drekkja okkur í fólksflaumi afturhalds í þeim málum og hirða af okkur sjálfræði og fullveldi í leiðinni.

Áskorun

Ungar, íslenskar, menntaðar konur í þéttbýli: Ef þið viljið eiga einhverja von á því að halda áunnum réttindum ykkar á ykkar met- langa lífi hér á Íslandi, haldið ykkur fjarri frá hugmyndum um aðild að Evrópusambandinu og mjúkmæltum sölumönnum þess.

 

PS: Eftir skrif greinarinnar rakst ég á þessa ágætu bresku grein í the Daily Mail:

 http://www.dailymail.co.uk/debate/columnists/article-489557/Britain-scarcely-recognisable-50-years-immigration-deluge-continues.html

 

 


Bloggfærslur 31. október 2010

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband