Loforð Dags: ekkert pukur!

Dagur Fjölbreytt uppbyggingDagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti aðgerðir þar sem byggð verða fjölbýlishús víða án samráðs við borgarana. Flugvöllurinn fer burt, enda vinna Dagur & Co eftir Aðalskipulagi og segja það löngu staðfest að þriðja flugbrautin fari núna. Unnið er að stækkun Skerjafjarðar og ekkert pukur með það, segir Dagur nú.

Flugvöllur burt

Nú er því talað skýrt, ekki eins og fyrir nokkrum dögum síðan þegar reynt var að slá ryki í augu fólks varðandi framkvæmdirnar á Hlíðarenda, en forsenda þeirra er að neyðarbraut Reykjavíkur- flugvallar fari. Stefnan er skýr, hún er Aðalskipulagið og þar fer allur Reykjavíkurflugvöllur, en þróunarás í staðinn með brú yfir í Kópavog.

Umferð ekkert mál

Umferðarmál bar lítið á góma, nema hvað útlistað var hve ódýrt væri að eiga og reka reiðhjól. Þúsundum íbúða er bætt við svæðin án tillits til þeirrar umferðar sem fyrir er og búast má við. Það virðist gleymast að sl. september var næst- umferðarmesti mánuður sögunnar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Það er áður en uppbyggingin hefst og bílastæðin hverfa.

Spennandi

 

En aðalatriðið er náttúrulega að núverandi borgarstjórnar- meirihluti nær þarna fram stefnu sinni „að tryggja félagslegan jöfnuð“. Engin atkvæðagreiðsla fer fram á meðal borgaranna og engar spurningar voru leyfðar. Heilu hverfin verða bara að þola það að fá spennandi uppbyggingu samkvæmt Aðalskipulagi og uppljómun Dags Bergþórusonar Eggertssonar. Kynnið ykkur smáatriðin þar.

 

 


mbl.is 500 nýjar íbúðir við Hverfisgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband